Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 24

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 24
Í Fossvogskirkjugarði stendur rússneska minnismerkið Von eftir Vladimir Surovtsev. Það er til minningar um sjómenn sem fórust í ferðum skipalesta á Norður- Íshafinu í heimsstyrjöldinni síðari. Þar tók Gísli Jökull Gíslason rann- sóknarlögreglumaður fyrst eftir Maríu Alexandrovnu á vordögum 2014, nánar tiltekið á sigurdaginn 9. maí þegar Rússar minnast ár hvert sigursins á fasistum og lokum Föður- landsstríðsins mikla – átaka sem stóðu yfir samfleytt í tæp fjögur ár og höfðu áður en yfir lauk kostað meira en 30 milljónir manna lífið. Það sem leiddi Jökul og Maríu Alex- androvnu saman var ævilangur nör- dískur áhugi hans á heimsstyrjöld- inni. Hann á módelheri og sviðsetur ásamt vinum sínum valdar orrustur á heimatilbúnum vígvöllum – og tekur að sér að halda fyrirlestra um seinni heimsstyrjöldina. Á einum slíkum voru fulltrúar frá sendiráði Rússlands í áheyrandahópnum – enda taka þeir það alvarlega hvernig fjallað er um þennan tíma í rússneskri sögu og ekki síst Föðurlandsstríðið. Jökull segir að eitthvað hljóti hann að hafa gert rétt því um árabil hefur sendiráðið boðið honum að taka þátt í 9. maí hátíðar- höldunum, hvar þau María Alexand- rovna kynntust. Flames of War „Í sendiráðinu hafði ég sett upp Flames of War borð sem sýndi bar- daga í litlu þorpi í gömlum austur- evrópskum stíl. Kona kom til mín og spurðist fyrir, en ekki var um ákveðið þorp að ræða. Bardaginn hins vegar var hugsaður sem hluti af stórsókn Rússa sumarið 1944 í gegnum Hvíta- Rússland. Stuttu síðar sneri konan til baka með þær upplýsingar að þetta stæðist ekki. Svona þorp hefði ekki verið í Hvíta-Rússlandi, það hefði verið Rússlandsmegin nálægt Smól- ensk,“ segir Jökull sem ályktaði strax sem svo að skilaboðin væru frá gömlu konunni í kirkjugarðinum sem hafði fangað athygli hans. Ekki síst fyrir hvað hún bar sig vel, og orðurnar sem hún bar á kápunni sinni. „Ég dró þá ályktun að móðir kon- unnar hlyti að vera gamla konan með orðurnar. Ég spurði á móti hvort mamma hennar hefði verið þar. Já, hún hafði verið fjarskipta- maður í Rauða hernum, þjálfuð til að vera send með úrvalssveitum fall- hlífarliða aftur fyrir víglínuna til að njósna um óvininn. Í framhaldi var ég kynntur fyrir Maríu. Hún gekk að borðinu og benti mér á hermenn sem ég hafði málað og sagðist hafa verið í Tókst ekki að Það gleymist fljótt að María er á tíræðisaldri. Hún sér ekki hvað er merkilegt við það að fyrrverandi hermaður í Rauða hernum verji ævikvöldinu í Breiðholti. FRéttaBlaðið/anton BRink ReyndaR hefuR mig alltaf langað til að Reykja og Ég pRófaði nokkRum sinnum. en í hveRt einasta skipti leið mÉR svo illa að Ég hætti við. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is svona búningi en þetta voru einmitt þeir hermenn í samfestingum sem til- heyrðu úrvalssveitum og voru ólíkir herbúningum almenna fótgöngu- liðsins. Mér fannst stórkostlegt að fá að hitta konu sem hafði lifað þessa tíma,“ segir Jökull sem vinnur þessa dagana að handriti bókar þar sem hann fléttar saman ævisögu Maríu Alexandrovnu og stríðið á austurvíg- stöðvunum. „Eftir að hafa fengið að taka nokkur viðtöl við Maríu þá freistaðist ég til að skrifa bók. María hélt ekki dagbækur og best hefði verið að við hefðum hist 20 árum fyrr, og ég samt vitað það sem ég veit í dag. Það skiptir máli að þekkja stóru söguna til að skilja sögu Maríu betur því hún hefur lifað á svo stórkostlegum umbrotatímum. Meirihluti bókarinnar er um stóru söguna, en svo er gaman að horfa á sömu atburði út frá einni konu sem upplifði þetta allt á eigin skinni,“ segir Jökull. Pavlova María Alexandrovna býr í Breiðholt- inu ásamt dóttur sinni Marínu, eigin- manni hennar Júríj og syni þeirra Denis. Heimili Maríu og fjölskyldu hennar er látlaust. Þar er ekkert sem minnir á þann tíma sem hún gegndi herþjónustu – eða yfirhöfuð nokkuð sem minnir á þá miklu örlagatíma sem hún hefur lifað. En dúklagt stofu- borðið svignar undan smákökum, konfekti og heimabakaðri Pavlovu – og maltöli – sem blaðamanni er boðið ásamt tesopa. Það gleymist fljótt að María Alex- androvna er á tíræðisaldri – ekkert bendir til þess í útliti hennar eða fasi. Hún furðar sig hins vegar á veru blaðamanns við stofuborðið hennar – enda sér hún ekki hvað er merki- legt við það að fyrrverandi hermaður í Rauða her Sovétríkjanna verji ævi- kvöldinu í Breiðholtinu. Hún er ein átta systkina sem öll komust á legg. Foreldrar hennar, Alexander Ivanovich Palkovskiy og Alexandra Semyonovna Palkovskaya, voru frá Úkraínu og höfðu gifst 1913. Faðir hennar barðist í rússneska keisarahernum í fyrri heimsstyrjöld- inni en gerðist síðar prestur. Hann þjónaði ekki í rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni heldur í evangelískum lúterskum söfnuði, en nokkuð var um slíka söfnuði mótmælenda í Rúss- landi á þeim tíma. María Alexandr- ovna minnist foreldra sinna með hlýju. Segir þau hafa verið ástrík og umhyggjusöm, þó að þau væru ströng og fátæk. Í útlegð Það var ekki auðvelt hlutskipti að vera prestur á þessum árum og Alex- ander faðir Maríu var handtekinn tvisvar af öryggislögreglunni fyrir að vera með and-sovéskan áróður. Það að vera prestur dugði til. Eftir síðari handtökuna 1931 var hann sendur í útlegð til Krasnovishersk við Úral- fjöll þar sem voru stórar fangabúðir. Fjölskyldan fylgdi honum þangað. Forlögin stokkuðu spilin með þeim hætti að María Alexandrovna og fjöl- skyldan voru ekki lengi á einum stað – þau fluttu til Andijan í Úsbekistan þar sem hún fór í þriðja og fjórða bekk. Andijan var enn sunnar og austar en Krasnovihersk og var líka algengur staður fyrir þá sem voru í útlegð. Vegna veikinda bróður hennar flutti fjölskyldan síðar til Múrmansk í Norður-Rússlandi, hvar lífið var erf- itt. Þau þurftu að fara varlega og halda því leyndu að heimilisfaðirinn hefði verið prestur. Árið 1937 sótti öryggislögreglan föður hennar á heimili þeirra í deyja fyrir föðurlandið maría alexandrovna mitrofanova er 92 tveggja ára gömul, fædd 28. febrúar 1925 í borginni Smólensk í Rússlandi. Fyrir tvítugt lauk hún þjálfun sem loftskeytamaður innan Rauða hersins – hers Sovét- ríkjanna. Hún var send á vígstöðvarnar við Leníngrad í byrjun árs 1944 til að berjast við innrásarher Þjóðverja. Hún býr í Breiðholtinu. ↣ 1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -D F 4 0 1 C 6 C -D E 0 4 1 C 6 C -D C C 8 1 C 6 C -D B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.