Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 82

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 82
Þvottahúsið A. Smith, sem hefur verið starfrækt síðan 1946, hefur hin síðari ár boðið upp á gæðasængurföt til sölu. Sölustjórinn Björn Heiðdal segir sífellt fleiri hótel bætast í hóp viðskiptavina. Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á bestu sængurföt sem völ er á, en á sama tíma hagstætt verð. Hann segir marg- borga sig að huga að gæðunum því annars getur þurft að endurnýja fljótlega. Á það sérstaklega við þar sem notkunin er mikil og sífellt verið að þvo eins og raunin er með hótelsængurföt. Afi Björns, Adolf Smith, opnaði Þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn. A. Smith er í grunninn þvottahús en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja sængurföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með sængurföt í höndunum sem voru af misgóðum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almenni- lega að flytja inn gæðasængurföt og ákvað að bæta úr því,“ segir Björn, sem flytur þau inn frá Ítalíu og Asíu. Þar á meðal frá ítalska framleiðandanum Quagliotti sem selur meðal annars til Ritz hótels- ins í París, Four Seasons í London og Armani hótelsins í Mílanó, en öll eru þekkt fyrir lúxus og gæði. Hann segir verðið engu að síður gott og að hann reyni að vera með hógværa álagningu auk þess sem gengið er hagstætt um þessar mundir. „Þegar fólk er að kaupa mikið magn getur þetta þó munað nokkru á blaði sé miðað við ódýrustu rúmföt. Við nánari skoðun er þetta þó fljótt að borga sig,“ segir Björn og áætlar að það taki um það bil hálfa gisti- nótt að borga upp einn umgang. „Eða kannski það sem samsvarar þremur pitsum.“ Aðspurður segir hann sængur- fötin endast í fjögur til sex ár. Það fari þó eftir notkun og hversu nákvæmir hótelrekendur eru. „Allra bestu rúmfötin eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum líka upp á damaskrúmföt sem eru 300-400 þræðir. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil aðeins það besta,“ segir Björn. Hann segir þá sem prófa að sofa undir góðum rúmfötum ekki snúa til baka. „Upplifunin er allt önnur.“ Að sögn Björns býður A. Smith upp á klæðskerasniðnar lausnir fyrir hvern og einn. „Þetta er ekki lagervara heldur gerum við pantanir í samræmi við óskir við- skiptavina. Þá er hægt að óska eftir áletrunum og öðrum sérlausnum.“ Hann segir hótelviðskiptin hafa aukist mikið í takt við aukinn fjölda ferðamanna auk þess sem meira er að gera í þvottahúsinu. „Eftir sem áður þjónustum við bæði einstaklinga og smærri fyrir- tæki af ýmsu tagi.“ Sjá nánar á damask.is. Að sögn Björns er boðið upp á klæðskera- sniðnar lausnir. Allra bestu rúm- fötin eru 600-1.000 þræðir. Gæðasængurföt margborga sig Veðrið var slæmt þessa nótt og aðstæður slökkviliðs mjög erfiðar. Frost var mínus tólf gráður. Vatnsslöngur voru leiddar frá höfninni og sjó dælt á eldinn. Hótel Ísland stendur þarna vinstra megin með turninum. Myndin er tekin frá gatnamótum Aðalstrætis og Vesturgötu. MYND/LJÓSMYNDA- SAFN REYKJAVÍKUR Hótel Íslands stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis þar sem nú er Ingólfstorg. Húsið var byggt árið 1882 og þótti afar glæsilegt. Nokkrir eigendur voru að húsinu á upphafsárum þess en árið 1928 eignaðist Alfreð Rosenberg hótelið. Hann hafði áður rekið kaffihús og tónleika- stað í kjallara Nýja bíós. Nafn hans hefur síðan verið viðloðandi það hús. Hótel Ísland var lengi einn helsti samkomustaður í Reykja- vík. Þar var glæsilegur veitinga- staður auk þess sem þar var um tíma stærsta gistihús landsins. Húsið sem var timburhús brann til grunna á aðeins tveimur klukkustundum. Einn maður lést í brunanum en aðrir gestir stukku fáklæddir út um glugga hótelsins þegar eldsins varð vart. Alls voru 48 gestir á hótelinu og þótti mikil mildi að ekki yrði meira manntjón. Allt sem var innanstokks brann með húsinu en slökkviliðinu tókst að hindra að eldur bærist í nær- liggjandi hús. Mikið tjón Rosenberg tapaði miklu á brun- anum. Hótelið reyndist ekki að fullu tryggt. Veðrið var slæmt þessa nótt og aðstæður slökkviliðs mjög erfiðar. Talið er að frost hafi verið 12 gráður en vatnsslöngur voru leiddar frá höfninni og sjó dælt á eldinn. Næstu hús voru Hótel Vík og verslunarhús B.H. Bjarnason og fór allur kraftur í að verja þau. Rúður sprungu þó í nærliggjandi húsum. Í Hótels Íslands-bygg- ingunni voru einnig Vöruhúsið sem nýlega hafði tekið á móti vörubirgðum og útsala Gefjunar og Iðunnar. Engu varð bjargað frá þessum tveimur fyrirækjum. Samkvæmt lögreglurannsókn var talið að eldur hefði komið upp í litlu geymsluherbergi á efsta lofti en það var starfsstúlka hótelsins, Rósa Sigfúsdóttir, sem fyrst varð vör við eldinn. Stúlkan vaknaði við einhvers konar snark. Gat hún látið gesti vita í ofboði og þótti kraftaverki líkast hversu fljót hún var að ræsa fólk. Um aldamótin 1900 var hótelið í eigu Jóhanns Halbergs skipstjóra og konu hans, Dorotheu Diet- richsen sem var af þýskum ættum. Hún var ekkja Niels Jörgensens veitingamanns sem komið hafði til Íslands með Trampe greifa en sá hafði útvegað veitingaleyfi árið 1857. Niels hafði siglt til Kaup- mannahafnar til þess að undirbúa byggingu Hótels Íslands en varð fyrir sporvagni í ferðinni og beið bana. Ekkjan hélt áfram rekstr- inum ásamt nýjum eiginmanni sínum. Annað sögufrægt hótel, Hótel Reykjavík, brann í apríl 1915 í mesta bruna Íslandssögunnar. Hótelið varð strax alelda og tók með sér ellefu önnur hús í mið- bænum. Eldurinn var svo magn- aður að hann sást víða frá. Nokkrir stórbrunar hafa orðið í miðbænum. Árið 1967 kom upp eldur í húsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, nokkur hús í Bern- höftstorfunni skemmdust í bruna árið 1977. Glaumbær, einn vinsæl- asti skemmtistaður borgarinnar, brann árið 1971 og mikið tjón varð þegar eldur kom upp í Nýja bíós- húsinu í Lækjargötu árið 1998. Eldsvoðar breyta miðbænum Hótel Ísland brann í febrúar 1944 í einum mesta eldsvoða sem þá hafði verið í Reykjavík síðan í brunanum mikla árið 1915 í miðbænum. 12 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . m a R S 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 D -1 F 7 0 1 C 6 D -1 E 3 4 1 C 6 D -1 C F 8 1 C 6 D -1 B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.