Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 88
Stéttin var
ofboðslega karllæg
og það þekktist ekki að
kvenmaður færi í þetta
nám. Nú þykir eðlilegt að
stúlkur jafnt sem piltar
sæki í námið.
Þeir Sigurður Skúli Bárðarson og Ólafur Kristjánsson hjá Geira við hluta af
þeim tækjum og tólum sem Geiri ehf. býður upp á. Mynd/Anton BrinK
Hard rock Café reykjavík keypti eldhústæki frá Geira fyrir nýja staðinn sem
var opnaður í Lækjargötu fyrir skömmu. Þar má finna allt það flottasta.
Geiri ehf., er þjónustufyrirtæki fyrir hótel og veitingahús, matvælavinnslur, skóla og
mötuneyti.
„Við bjóðum upp á heildarlausn-
ir fyrir þessar stofnanir. Við erum
með allt frá minnstu áhöldum yfir í
stór tæki og vélar fyrir matreiðslu-
menn, kjötvinnslumenn, bakara
og aðra fagaðila,“ segir Ólafur
Kristjánsson hjá Geira. Þá nefnir
hann einnig borðbúnað, innrétt-
ingar og húsgögn sem hafa verið
stór liður hjá fyrirtækinu í gegnum
tíðina. „Við erum með húsgögn
fyrir veitingahús, bari og ráðstefnu-
sali, og bjóðum upp á innréttingar
og húsgögn fyrir hótel af öllum
stærðum.“
Einnig ber þess að geta að Geiri
ehf. býður ekki einungis upp á
lausnir fyrir hótel og veitingahús
heldur einnig tæki og úrlausnir
fyrir heilbrigðisstofnanir, rann-
sóknarstofur og efnalaugar.
Viðskiptavinir í fyrirrúmi
„Við erum framsækið og metnaðar-
fullt fyrirtæki sem einblínir á þarfir
viðskiptavina, “ segir Ólafur.
„Markmið okkar er að vera fyrsti
valkostur fagmannsins og því er
fagleg, hröð og góð þjónusta okkar
keppikefli, ásamt því að sjá um
uppsetningar og viðgerðarþjón-
ustu á okkar tækjum,“ upplýsir
hann.
yfir 30 ára reynsla
Geiri ehf. var stofnað árið 1984 og
starfsmenn fyrirtækisins hafa allir
starfað í fjölda ára hjá fyrirtækinu.
„Þeir hafa því mikla þekkingu á
þeim vörum sem fyrirtækið hefur
upp á að bjóða og mikla reynslu
af möguleikum þeirra og virkni.
Þá eru þeir ávallt með augun opin
gagnvart nýjungum og þörfum við-
skiptavinarins,“ segir Ólafur.
Geiri – Fyrsti kostur fagmannsins
ragnar hefur kennt matreiðslu í 18 ár. Mynd/ViLHELM
Veitingastöðum hefur fjölgað ört í takt við vaxandi straum ferðamanna til landsins og
flóran aldrei verið fjölbreyttari.
Þetta kallar á fleira starfsfólk í
greininni og mikill áhugi er á að
læra matreiðslu.
„Það hefur orðið algjör spreng-
ing og það gleðilegasta er að nú
sækja konur í námið, svo kynja-
skiptingin er að verða jafnari.
Stéttin var ofboðslega karllæg og
það þekktist ekki að kvenmaður
færi í þetta nám, svo undarlegt sem
það nú er. Árið 1945 fékk fyrsta
konan lögleg réttindi í matreiðslu
en hún fór ekki í gegnum námið
heldur fór í raunhæfimat. Í dag
þykir eðlilegt að stúlkur jafnt sem
piltar sæki í þetta nám,“ segir
Ragnar, sem er matreiðslumeistari
að mennt og hefur kennt fagið í
átján ár.
Nám í matreiðslu sem lýkur
með sveinsprófi tekur fjögur ár,
þar af þrjú ár á námssamningi á
veitingahúsi eða hóteli sem hefur
leyfi til að taka nema. „Margir hafa
spurt sig hvers vegna námið sé
þetta langt en líkt og í öðrum iðn-
greinum þarf margslungna hæfni
sem þarf að æfa aftur og aftur til að
ná góðri færni,“ útskýrir Ragnar.
Gestir í áskrift
Veitingastaðamenningin hefur
breyst síðustu áratugina og segir
Ragnar umhverfið nú allt annað
en þegar hann tók sín fyrstu skref
í faginu.
„Þá voru fáein veitingahús í
Reykjavík og þau höfðu gestina svo
gott sem í áskrift, þeir komu hvort
sem er. Samkeppnin var ekki mikil
og sölumennskan passíf. Það var
stór viðburður að fara út að borða
og fólk klæddi sig upp í því tilefni.
Það var heldur ekki fjárhagslega
á allra færi að fara út að borða og
þurfti fólk að hafa töluvert fyrir því
að leyfa sér slíkan munað. Nú til
dags er vissulega viðburður að fara
út að borða en fólk klæðir sig ekki
lengur upp á og það eru miklu fleiri
sem geta leyft sér það.“
Undir áhrifum Helgu Sigurðar-
dóttur
Að sögn Ragnars var matreiðsla
á veitingahúsum lengst af undir
áhrifum frá franskri og danskri
matargerð. „Slík matreiðsla þótti sú
allra fínasta en það hefur eðlilega
þróast. Um tíma var svokallaður
bræðingur eða „fusion“ eldhús
vinsælt en það byggist á að bræða
saman matarstrauma nokkurra
menningarheima og búa til eitt-
hvað nýtt.“
Skandinavísk matreiðsla setti
einnig svip sinn á veitingahúsin
og segja má að hún sé undanfari
íslenska eldhússins sem er vinsælt
núna. „Straumar koma og hverfa
aftur og sumir skilja eitthvað eftir
sig,“ segir Ragnar en í kringum
hrunið tóku veitingahús nýja
stefnu og leituðu aftur í íslensku
ræturnar.
„Það varð bylting í því sem við
köllum íslenskt eldhús með hug-
myndafræði sem á rætur að rekja
til „slow-food“ hreyfingarinnr.
Það varð viðhorfsbreyting á meðal
matreiðslufólks. Þessi matreiðsla
snýst um að vinna með matvæli
úr héraði og maturinn á að vera
sem náttúrulegastur. Segja má að
íslensk matargerð sem slík hafi
birst í bók eftir Helgu Sigurðar-
dóttur, Matur og drykkur. Við
höfum meðal annars notað þá
bók til að umskapa hefðbundna,
íslenska rétti og færa þá til
nútímans.“
Konur fjölmenna í kokkinn
Sprenging hefur orðið í námi í matreiðslu og nemendur aldrei fleiri, að
sögn Ragnars Wessman. Íslenska eldhúsið hefur aldrei verið vinsælla.
18 KynninGArBLAÐ 1 1 . m a R S 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
C
-E
4
3
0
1
C
6
C
-E
2
F
4
1
C
6
C
-E
1
B
8
1
C
6
C
-E
0
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K