Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 3
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Fréttir 3 ur þetta hlutfall hækkað úr 12 pró­ sentum árið 2000 í 22 prósent árið 2013. Dæmi um að börn greinist Sláandi þróun hefur átt sér stað í mörgum Evrópulöndum sem og í Bandaríkjunum. Hún felst í því að þeir sem greinast með sykursýki af tegund tvö eru í auknum mæli börn og ungmenni. En hvaða reynslu höf­ um við af því hér á landi? DV leitaði svara við þeirri spurn­ ingu hjá Ragnari Bjarnasyni, yfir­ lækni á barnadeild Landspítal­ ans. Hann segist ekki hafa orðið var við aukningu, enn sem komið er, í greiningu sykursýki af tegund tvö hjá börnum. „Hér eru sem betur fer mjög fá börn að greinast með týpu tvö. Við erum talsvert á eftir Bandaríkjunum, sem betur fer.“ Margir missa útlimi á Íslandi Fram kom í nýlegri heimildamynd breska sjónvarpskokksins Jamies Oliver, Sugar Rush sem sýnd var á Stöð 2 á dögunum og fjallaði um tengsl óhóflegrar sykurneyslu nú­ tímaþjóðfélaga og offitu og sykur­ sýki af tegund tvö, að árlega væru framkvæmdar sjö þúsund aflimanir í Bretlandi vegna sykursýki. Fjöldinn er hugsanlega annar en kannski ekki síður sláandi hér á landi. Rafn kveðst hafa skoðað þetta óformlega á Landspítalanum ný­ lega. „Það eru nánast 40 prósent af aflimunum á Landspítalanum sem tengjast sykursýki,“ segir Rafn. Hann bendir á að á tímabilinu frá 1997 til 2015 hafi hlutfall aflimana tengdum sykursýki farið úr u.þ.b. 20 prósent­ um í 40 prósent. „Hlutfallið sem er vegna sykur­ sýki er að aukast. Og árlegur fjöldi aðgerða frá 2012 til 2015 er í kring­ um 35–40 aflimanir á ári,“ segir Rafn. Af þessu má því ráða að ef 40 aflimunaraðgerðir eru framkvæmd­ ar á Landspítalanum á ári, séu 16 þeirra vegna vandamála tengdum sykursýki. „Þannig að þetta er að verða stórt vandamál.“ En hvað veldur því að fjarlægja þarf útlimi vegna sykursýki? Rafn segir að í stuttu máli snúist það um að sykursýki valdi æðasjúkdómum með þeim afleiðingum að blóðrásin til fótanna truflast. Því til viðbótar valdi sykursýki líka taugaskemmdum. „Þannig að menn finna ekki fyr­ ir áverkum. Menn getur gengið um með teiknibólu í ilinni í einhvern tíma. Svo sýkist sárið og grær ekki af því að viðkomandi er með lélega blóðrás og þá lendir hann í fjölþættri klemmu sem endar stundum með aflimun.“ Forvarnir í formi fræðslu og skimunar heilbrigðisstarfsfólks er því mjög mikilvæg. Og þessir fótafylgikvillar sykur­ sýki eru afar kostnaðarsamir. Rafn vísar til bandarískrar tölfræði sem hann rakst nýverið á sem sýnir að kostnaðurinn í bandaríska heil­ brigðiskerfinu vegna fótameina sykursjúkra, sé álíka mikill og kostn­ aðurinn vegna brjóstakrabbameins. Og meiri en kostnaðurinn vegna ristilkrabbameins, lungnakrabba­ meins og blöðruhálskrabbameins. Okkar heilbrigðiskerfi er auðvit­ að ekki sambærilegt og við höfum ekki heilsuhagfræðilegar úttektir hér en hlutfallslegur kostnaður er væntanlega sambærilegur. Þetta eru mjög dýrir kvillar.“ Næstu kynslóðir forritaðar á meðgöngu Það sem er ekki síst áhyggjuefni er að veruleg aukning hefur orðið á svo­ kallaðri meðgöngusykursýki, sem er sykursýki sem greinist á meðgöngu með sykurþolsprófi. Rafn bendir á að nýleg meistararannsókn við lækna­ deild Háskóla Íslands hafi sýnt að hlutfall meðgöngusýki á Landspítal­ anum fór úr 2,4 prósentum árið 2002 í 5,3 prósent árið 2010. Þar er því um ríflega tvöföldun að ræða á aðeins átta árum. Rafn bendir á að stærsti söku­ dólgurinn, sem eitthvað er hægt að taka á, sé vissulega lífsstíllinn og of­ þyngd okkar. „En það eru auðvitað aðrir þættir sem við getum kannski ekki gert mikið í en sumir þeirra, eins og að verða þungur, auka líkur á meðgöngusýki og það „prógrammer­ ar“ þá kannski næstu kynslóð í að fá sykursýki. Þannig að þetta getur haft áhrif á næstu kynslóðir.“ Þannig að við erum í raun að for­ rita næstu kynslóð sykursjúkra? „Já, mögulega,“ segir Rafn. Stórt heilsufarsvandamál Samkvæmt áðurnefndri skýrslu OECD er sykursýki helsta ástæða hjarta­ og æðasjúkdóma, blindu, nýrnabilunar og aflimana innan landa OECD. Áætlað er að 380 millj­ ónir manna um heim allan hafi ver­ ið með sykursýki árið 2014, en að sú tala verði komin í 600 milljónir árið 2035. Offita, og fylgikvillar hennar á borð við sykursýki, hefur verið köll­ uð stærsta heilsufarsógn nútímans og sjúkdómur 21. aldarinnar. Rafn bendir á að það eigi ekki aðeins við um hinn vestræna heim. Aðalaukn­ ingin sé í raun í hinum minna þró­ uðu löndum sem skyndilega verða vestræn. Þá fái fólk, sem búið er að forrita sig til að safna forða og nýta mjög vel allan mat, skyndilega of mikinn mat, þarf minna að hreyfa sig og vandamálið (offita og sykur­ sýki) verður að faraldri. Öflugra aðgerða er þörf En í ljósi þess hvernig staðan er, þar sem vandamálið virðist aðeins vera að stækka, er eitthvað sem er nauðsynlegt að gera og grípa inn í? Er aðgerða þörf hér á landi? „Fyrst væri auðvitað gagnlegt að vita hver staðan er hér. Þannig að með því að búa til gagnagrunn og jafnvel skima fyrir sykursýki væri gagnlegt. En síðan þarf mjög öflugt lýðheilsuátak, eins og reyndar vel­ ferðarráðuneytið og landlæknis­ embættið hafa verið að gera. En það þarf að vera öflugra, vera við­ varandi og það er ekki bara nóg að henda upp einhverjum vefsíðum. Þetta þarf að síast inn í skólakerfin, það þarf markvisst að létta undir með fólki sem vill stunda hreyfingu, og ekki síst gera heilsugæslunni kleift að taka betur á forvörnum. Það er verið að gera margt en í stór­ um dráttum þarf að vekja fólk upp miklu fyrr og með öflugri hætti en verið er að gera.“ Eitt sem Rafn nefnir til sögunnar er að það hafi verið mikill afleikur hjá íslenskum stjórnvöldum að afnema sérstakan sykurskatt sem síðasta ríkisstjórn hafði komið á. Rafn vill meina að sú neyslustýring hafi ekki fengið nægilegan tíma til að sanna sig. „Ég held þetta hafi verið of lítið og of stutt hér á Íslandi. En það eru vísbendingar að utan um að það virki, ef það er gert almennilega.“ n „Það eru svona 40 prósent af aflimunum á Land­ spítalanum sem tengjast sykursýki. NESBÚ EGG LÍFRÆN EGG eru nýjasta stoltið í vörulínu okkar sem nú er komin í nýjan búning www. nesbu.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.