Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 6
Helgarblað 22.–25. janúar 20166 Fréttir Visar stendur til boða hér og þau lyf sem hann er að fá nú, standi honum ekki til boða í Albaníu. Fjölskyldan sé því óttaslegin. Vildu komast sem lengst í burtu Hildur segir að hann hafi sýnt afar jákvæð viðbrögð við meðferðinni sem hann hefur hlotið hér á landi síðan hann kom og Skënder tekur undir það. Hann sýnir blaða- manni mynd af Visar þegar hann var sem veikastur. Þesssi hávaxni ungi maður var að sögn Skënder orðinn ríflega 60 kíló og afar veikur. En honum líður betur núna, þó að læknarnir hyggist breyta lyfjagjöf hans vegna aukaverkana. Ástand hans sé því viðkvæmt en allt annað en það var þegar hann veiktist fyrst. „Þá voru börnin hrædd við hann. Við upphaf lyfjameðferð- ar, þar sem meðal annars þurfti að sprauta hann niður, ákvað hann í apríl 2015 að hann vildi komast af landi brott. Og við vissum að við yrðum að fara frá Albaníu til að hjálpa honum og við höfðum engu að tapa. Ég var atvinnulaus eftir kosningarnar, konan mín leið fyrir stjórnmálaþátttöku mína líka og hafði verið rekin úr sínu starfi. Þetta var mjög erfitt fyrir okkur og við ákváðum að fara úr landi. Og koma okkur sem lengst í burtu.“ Dega-fjölskyldan hefur búið í Hafnarfirði undanfarna mánuði. Eftir komuna til landsins, þar sem þau fóru beint til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli til að sækja um hæli, bjuggu þau í 19 daga á Hostel B47 í miðbæ Reykjavíkur. Síðan í þrjá mánuði í íbúð í Bæjarhrauni áður en þau fluttu í núverandi íbúð sína í Arnarhrauni í Hafnarf- irði þar sem þau hafa verið í um tvo mánuði. Fjölskyldan er afar þakklát fyrir hversu vel þeim hefur verið tekið hér. Þau hafa eignast vini og velgjörðarmenn, börnunum geng- ur vel í skólanum og Hildur og Henný segja með hreinum ólík- indum hversu vel þau hafa náð tökum á tungumálinu á ekki styttri tíma. Dega-fjölskyldan sé einstök og hafi lagt sig hart fram við að að- lagast. Sökum þess hversu hælis- ferlið hefur tekið langan tíma hefur fjölskyldan því komið sér vel fyrir. Nazmie hefur þegar boðist vinna í leikskóla og í grunnskóla, börnun- um líður vel og gengur enn betur í skólanum og Skënder vill ólmur komast í vinnu. Það var því mikið áfall fyrir fjölskylduna að fá þessi tíðindi. „Ég var mjög vonsvikinn og sorgmæddur. Þetta tók mjög á okkur,“ segir Skënder aðspurður um það hvernig honum leið við að fá tíðindin. Hann segir að hér vilji fjölskyldan búa. „Við þurfum nýtt líf fyrir börnin okkar. Ný tækifæri.“ Blaðamaður snýr sér að hinum tíu ára gamla Viken, sem er eins mikil dúlla og hugsast getur og tjáir sig bæði á ensku og íslensku, og spyr hvort honum líki vel við Lækjar- skóla þar sem hann stundar nám. „Já,“ segir hann feiminn og játar því sömuleiðis þegar hann er spurður hvort hann hafi lært mikið í íslensku. „Þetta er frábær skóli og ég vil halda áfram í honum.“ Joniada fengur fyrir Ísland Hin 18 ára gamla Joniada, sem á sér þann draum að verða læknir, hefur sömuleiðis náð frábærum árangri í Flensborg þar sem hún hefur stundað nám og hefur fram- ganga hennar ekki farið fram hjá nokkrum manni þar. Magnús Þorkelsson, skólameist- ari Flensborgar, segir í samtali við DV að Skënder hafi komið á hans fund í haust og spurt hvort hægt væri að taka Joniödu inn í skólann. „Við ákváðum að taka hana strax inn þó að önnin væri hálfnuð. Leyfa henni að aðlagast og mynda smá tengslanet áður en hún færi í fullt nám eftir áramót. Hún var sett í fjóra áfanga og þrátt fyrir að hafa komið inn á miðri önn þá kláraði hún þá alla með láði. Hún tók lokapróf í þeim, nánast upp á níur og tíur eins og ekkert væri. Þrátt fyrir að megnið af því námsefni sem hún er að vinna með sé á ís- lensku,“ segir Magnús í samtali við DV. Hann segir að það sem af væri þessari önn hafi hún verið að skila af sér verkefnum með sama ár- angri. Blaðamaður fékk sömuleiðis að sjá einkunnarspjöld og verkefni Joniödu hjá Dega-fjölskyldunni og þar fer ekki á milli mála að þarna er á ferðinni yfirburðanemandi sem líklega myndi útskrifast frá Flens- borg á næsta ári. „Hún var hér um daginn að lesa á íslensku upp úr bók fyrir kennar- ann sinn. Ég segi ekki að hún hafi skilið allt en hún gat lesið það þannig að hún var vel skiljan leg. Þannig að þessi stúlka er alveg ljón- greindur námsmaður og hræðilegt ef hún dytti út úr menntakerfinu eins og því miður allt virðist stefna í. Það væri fengur fyrir íslenskt samfélag að fá svona nemanda hér inn,“ segir Magnús. Samkvæmt heimildum DV tóku kennarar og starfsfólk Flensborgar það afar nærri sér þegar þær fregnir bárust að til stæði að vísa Joniödu og fjöl- skyldu hennar úr landi. Albanía ekki öruggt land En hvað þýðir það fyrir fjöl- skylduna að vera send aftur til Al- baníu? Skënder segir að það sé mikill misskilningur hjá íslenskum stjórnvöldum að Albanía sé öruggt land sem geti tekið á málum eins og þeirra. „Albanía er fátækt land þjakað af efnahags- og stjórnmálaóreiðu. Mikið atvinnuleysi, spillt stjórn- völd og spilltir stjórnmálamenn. Mikið er af glæpum, fíkniefnum og skipulagðri glæpastarfsemi sem hefur ítök í stjórnmálunum. Ég var þekktur í mínu héraði. Frá störfum mínum í stjórnmálum og stjórnunarstöðum. En ég var aldrei spilltur. Ég hef aldrei tengst glæp- um og glæpamönnum þarna. Ég hef átt í útistöðum við glæpamenn. Og sumir þeirra eru nú við völd í þessu héraði. Fólki er sagt upp í hrönn- um vegna stjórnmálaskoðana. Það á ekki bara við um mig og eigin- konu mína, sem þurfti að líða fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það ríkir ekkert lýðræði í Albaníu. Þeir segja í úrskurðinum að Albanía sé öruggt land. Albanía er ekki öruggt land og við erum ekki örugg þar. Ég óttað- ist um líf barna minna. Ég var ekki hræddur um sjálfan mig, aðeins líf þeirra.“ Hvað ætlum við að gera? Í niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, sem blaðamaður fékk að sjá hjá fjölskyldunni, segir að fjölskyldan teljist ekki flóttamenn samkvæmt skilyrðum laga. Telur nefndin að fjölskyldan hafi ekki sýnt fram á ríka þörf á vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Er því fallist á að aðstæður fjölskyldunnar séu ekki með þeim hætti að veita beri henni dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. útlendingalaga. Henný segir að það sé útilokað að vinir fjölskyldunnar hér á landi muni leyfa því að gerast að þau verði send til baka. „Við leggjumst bara á flug- brautina eða förum í mótmælasvelti. Við sem vinir þeirra og við sem þjóð þurfum að spyrja okkur; hvað ætlum við að gera? Því það þarf eitthvað að gera og það þarf að breyta þessu.“ Hildur og Henný segjast ekki sjá mun á Dega-fjölskyldunni og hinum albönsku fjölskyldunum sem fengu að snúa aftur til landsins á dögunum. Fjölskyldurnar eigi það sameiginlegt að þar séu foreldrar með veikt barn sem þarfnast læknisaðstoðar sem þau fullyrði að ekki standi til boða í heimalandinu. Frá og með þriðju- deginum hafði fjölskyldan sjö daga til að útvega sér lögmann og áfrýja niðurstöðunni og er sú vinna þegar farin á fullt. Hörð viðbrögð við brottvísun Í desember síðastliðnum vakti það hörð viðbrögð þegar 27 einstakling- um, þar af tveimur albönskum fjöl- skyldum og þremur frá Makedóníu, var synjað um hæli og vísað úr landi. Sér í lagi vakti mál albönsku fjölskyldnanna mikla reiði því í þeim voru langveik börn. Svo fór, eftir mikinn þrýsting og fjölmiðla- umfjöllun, að Alþingi ákvað að veita albönsku fjölskyldunum íslensk- an ríkisborgararétt fyrir jól og sneru þær aftur til landsins þann 5. janúar síðastliðinn. Hinar fjölskyldurnar voru hins vegar ekki jafnheppnar, né heldur þær fjölskyldur sem enn biðu úrlausnar sinna mála hér á landi. Eins og Dega-fjölskyldan. Reiðubúinn að gera hvað sem er Aðspurður hvað hann myndi vilja gera hér á Íslandi ef hann fengi að búa hér segir Skënder að það skipti hann engu máli. „Aðeins að fá ný tækifæri fyrir börnin mín. Núna erum við að læra íslensku. Ég myndi skoða öll tækifæri til að vinna. Sem kennari, við rannsóknir, eða bara hvað sem er. Ég get talað ensku, þýsku, norsku og ég mun læra ís- lensku líka, auðvitað.“ Og Skënder kveðst óttast um veik- an son sinn, Visar, ef hann þurfi að fara aftur til Albaníu. „Við fáum aldrei þá aðstoð sem við fáum hér fyrir hann. Það verður mjög erfitt fyrir okkur að fara heim. Það er hættulegt fyrir hann [Visar]. Það er betra ef hann fær nýtt líf, við nýjar aðstæður og umhverfi hér. Ef hann fer aftur þá óttast ég um hann.“ Nazmie klökknar og segir á ís- lensku að hún voni að fólk geti sett sig í þeirra spor og skilji þau. „Útlendingastofnun skilur þetta ekki. Ef fólk getur sett sig í stöðu okkar, þá skilur það hversu erfitt þetta er fyrir okkur.“ Skënder segir ljóst að það sé erfitt að skilja þetta. „ Útlendingastofnun, kannski trúa þeir okkur ekki. En þetta er okkar sannleikur.“ n Þungbært Nazmie Dega getur fengið vinnu við leikskóla og grunnskóla en hún líkt og eiginmaður hennar er vel menntuð. Hún er þegar farin að tala prýðilega íslensku. Mynd SiguRðuR MikAel JónSSon Blómstra í skóla Systkinin Joniada (18) og Viken (10) hafa bæði sýnt að þau eru afbragðsfínir námsmenn og blómstra í skólum sínum í Hafnarfirði. Hún vill verða læknir og hann hefur eignast góða vini í skólanum og líkar vel. Mynd SiguRðuR MikAel JónSSon „Það væri fengur fyrir íslenskt samfélag að fá svona nemanda hér inn. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.