Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 12
Helgarblað 22.–25. janúar 201612 Fréttir VW Amarok Trendline pallbíll ← 12/2012, ekinn aðeins 25 þús km. Diesel. Álfelgur. Dráttarkrókur. Driflæsing á afturdrifi. Heithúðun á palli. Málmlitur. Aukabúnaður að verðmæti 536.000,- Nýr bíll kostar 8,4 með þessum búnaði. Okkar verð: 6.490.000 KR. Frábært tilboð í Reebok Fitness Áskrifendum DV býðst nú sérstakt tilboð á árskorti Reebok Fitness. Verð aðeins 59.990 kr. og 10.000 kr. ávísun í GÁP fylgir með. Áskrifandi sýnir DV-kort sitt í afgreiðslu Reebok Fitness til að nýta sér tilboðið. Gildir til 15. febrúar. Allir áskrifendur DV, bæði í prent- og vefáskrift, eru meðlimir í áskriftarklúbbi DV. Meðlimir fá frábær tilboð og fríðindi sem auglýst verða reglulega. Kringlan 4-6, 103 Reykjavík - Sími 512 7000 - askrift@dv.is Tilboðið í Reebok Fitness gildir til 15. febrúar 2016. Klúbbmeðlimir fá DV-kortið sent heim með blaði eða í tölvupósti, fer eftir áskriftarleið. Áskriftarklúbbur DV Virði Borgunar var „gróflega vanmetið“ Árni Páll gagnrýnir Landsbankann sem gerði enga fyrirvara um viðbótargreiðslu L jóst er að Landsbankinn áttaði sig ekki á viðskiptatækifærun- um sem fólust í útrás Borgun- ar þegar bankinn seldi 31,2% hlut sinn í greiðslumiðlunarfyr- irtækinu í nóvember 2014, án þess að bjóða eignina út í opnu söluferli. Ekki liggur enn fyrir hversu há upphæð mun falla í skaut hluthafa Borgunar vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. Bankinn kemur aftur á móti til með að fá milljarða króna vegna fyrirvara um viðbótargreiðslu sem hann samdi um tæpum mánuði síðar þegar Arion banki keypti 38% hlut hans í Valitor, helsta samkeppnisaðila Borgunar. Árni Páll Árnason, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, sakaði, í óundirbúnum fyrirspurna-tíma á Al- þingi í gær, fimmtudag, Lands-bank- ann um að hafa gert alvarleg mistök við verðmat á fyrirtækinu. „Bankinn virðist líka hafa gróflega vanmetið það viðskiptatækifæri sem í fyrirtæk- inu Borgun fólst,“ sagði Árni Páll og spurði Bjarna Benediktsson fjármála- ráðherra hvort hann myndi kalla eft- ir rannsókn á sölunni „til að allt fáist upp á borðið.“ Bjarni svaraði því til að hann hefði ekkert með stjórn bankans að gera og ef ástæða þætti til að skoða þessi viðskipti nánar þá „yrðu menn að fara eftir réttum boðleiðum, óska eftir því við Bankasýsluna eða eftir at- vikum stjórn bankans.“ Þrýst á um sölu Fjallað var um ákvörðun Lands-bank- ans, um að gera enga fyrirvara um við- bótargreiðslu vegna Visa Europe frá hópnum sem keypti í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna, á vef DV á miðviku- dag. Þar kom fram að hópurinn, sem samanstendur af eigendum Eignar- haldsfélagsins Borgunar slf. og félags í eigu stjórnenda fyrirtækisins, mun hagnast umtalsvert við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Hlutur Borgunar og Valitor af söluandvirði Visa Europe er reiknaður sem hlutfall af heildar- umsvifum þeirra evrópsku fyrirtækja sem gefa út Visa-kort en Borgun réðst í slíka útgáfu af miklum krafti eftir að fjárfestahópurinn keypti Landsbank- ann út. Bankinn staðfesti í svari til DV að stjórnendur hans hefðu ekki gert neina fyrirvara um viðbótargreiðslu frá fjárfestahópnum. „Við sáum heldur ekki fyrir að útrás Borgunar og velgengni með Visa-kort, eftir að við seljum, myndi ganga svona vel, enda hafði Borgun aðallega verið með Mastercard-kort,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bætti við að helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor hefði verið þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum. „Viðskipti aldarinnar“ Árni Páll rifjaði upp sölu Landsbank- ans á Borgun á Alþingi sama dag og fréttir bárust af milljarðaávinningi Borgunar og Valitor vegna sölunnar á Visa Europe. Sagði Árni Páll að kaup fjárfestahópsins á Borgun hlytu að teljast viðskipti aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Landsbankinn sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið hafnaði algjörlega ummæl- um Árna Páls og bent var á að bankinn hefði náð góðum árangri í verðmati og sölu fyrirtækja. n haraldur@dv.is, hordur@dv.is Umdeild sala Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun í nóvember 2014.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.