Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 14
Helgarblað 22.–25. janúar 201614 Fréttir Þjófnaður úr verslunum eykst mikið milli ára n 28,6% aukning milli 2014 og 2015 n Starfsfólki hótað ofbeldi Á rið 2015 bárust daglega þrjár tilkynningar um búðar- hnupl til lögreglu. Tölurnar koma lögfræðingi Samtaka verslunar og þjónustu ekki á óvart og að hans mati er áhyggju- efni hvernig farið er með brotin hjá lögreglu og dómstólum. Flestum málum er vísað frá eða þau óbætt. Brotin eru skipulagðari en áður og koma innlendir jafnt sem erlend- ir aðilar við sögu. Dæmi er um að starfsfólki, sem stendur bíræfna þjófa að verki, sé hótað ofbeldi. 28,6% aukning milli ára Gríðarlega aukning var á tilkynn- ingum til lögreglu um búðarhnupl milli áranna 2014 og 2015. Árið 2014 bárust lögreglu 841 tilkynn- ing um hnupl en til nóvemberloka árið 2015 höfðu lögreglu borist 1.001 tilkynning. Ekki var búið að taka saman tölur fyrir desember 2015 en ef miðað er við að tilkynn- ingar þann mánuðinn séu á pari við desember 2014, þegar 81 tilkynning barst lögreglu, þá hafa í heildina 1.081 tilvik um búðarhnupl verið tilkynnt til lögreglu árið 2015. Það er aukning um 28,6% milli ára . Sex milljarða tjón á ári „Þessar tölur koma mér ekki á óvart,“ segir Lárus Ólafsson, lög- fræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. „Þetta er margþætt vandamál. Þessi aukning brota er áhyggjuefni en það er ekki síður slæmt hvernig farið er með brotin hjá lögreglu og í dómskerfinu. Þessi mál eru ekki ofarlega á baugi þar,“ segir Lárus. Hann segir að mörg- um málum sé einfaldlega vísað frá en þegar mál á annað borð koma fyrir dóm þá geri stífar formkröfur dómstóla það að verkum að bóta- kröfum fyrirtækja sé yfirleitt vísað frá, jafnvel þó að fyrir liggi játning í málunum. Verslunareigendur sitji því uppi með tjónið, sem er áætlað yfir 6 milljarðar króna á ári. „Versl- anir eru hvattar til þess að kæra en það segir sig sjálft að kerfið er frekar máttlaust ef málunum er í flestum tilvikum vísað frá,“ segir Lárus. Ítrekað sömu kennitölurnar Að sögn Lárusar er farið að bera á því að þjófnaðurinn sé þaul- skipulagður og koma bæði inn- lendir og erlendir aðilar við sögu. „Okkar fólk er ítrekað að sjá sama fólkið og er farið að þekkja sumar kennitölur vel. Þessir einstaklingar virðast ekki veigra sér við að snúa aftur á vettvang glæpsins þrátt fyrir að búið sé að kæra þá til lög- reglu fyrir þjófnað í sömu verslun,“ segir Lárus. Þá segir hann aukna hörku hafa færst í brotin og starfs- fólk, sem stendur þjófa að verki, fær í síauknum mæli hótanir um líkamsmeiðingar. Til marks um umfangið og að- komu erlendra aðila má nefna mál frá síðasta ári þegar upp komst um þjófagengi frá Hvíta-Rúss- landi. Meðlimir hópsins sóttu um hæli hérlendis og fengu úthlutað húsnæði á meðan mál þeirra yrði tekið fyrir. Hælisumsóknirnar voru eingöngu yfirvarp en raun- verulegt markmið hópsins var að hnupla úr búðum hérlendis og senda vörurnar í pósti til Hvíta- Rússlands þar sem góssið var selt á þarlendri vefverslun. Við húsleit lögreglu fannst þýfi að verðmæti tveggja milljóna króna. n „Ítrekað sömu kennitölurnar Lárus M.K. Ólafsson Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Vefuppboð Opið virka daga 10 - 18, Laugardaga 11 - 16, Rauðarárstígur 12 - 14 sími 551-0400 www.myndlist.is Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að listavErkum Vefuppboð nr. 208 - myndlist. Stendur til 3. febrúar Rjúpuungi Guðmundur Einarsson frá Miðdal Blómavasi. Rosentahl - Björn Wiinblad Flora Danica – saltkar Royal Copenhagen Lýðveldið Ísland, 17. júní 1944 – 1969 Bavaria Waldershof - Þýskaland Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ 3mm gúmmídúkur fínrifflaður 1.990pr.lm. Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.190 25% Útsölu afsláttur af gúmmí- takka- og gata- mottum 1.643 1.492Gúmmí takkamottur 61x81cm 3.590 2.693 81x100cm 5.990 4.493 91x183cm 8.990 6.743 Gúmmí gatamottur 66x99cm 2.190 1.643 100x100cm 3.390 2.543 100x150cm 6.990 5.423 PVC motta 100x150cm 5.590 4.193

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.