Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 16
Helgarblað 22.–25. janúar 201616 Fréttir Satis.is Satis ehf | Fákafeni 9 | Sími: 551 5100 | www.satis.is Sjáðu SKY með NowTV netmyndlykli Ekki lengur þörf að setja upp disk. Kauptu SKY áskrift af skemmtipakka SKY, Sky Movies eða Sky Sports. Allir nýjir viðskiptavinir fá Sky Movies frítt í 3 mánuði og Skemmtipakkann í 2 vikur. Enginn binditími Eitt fullkomnasta VOD kerfi í heimi Verð frá 3.490 kr. á mán. 6.107 börn á Íslandi líða skort n Nýjar tölur UNICEF sýna að skortur meðal barna eykst n 9.000 börn upplifa húsnæðisskort M estar líkur eru á að barn líði skort á Íslandi ef um er að ræða dreng sem á foreldra sem eru yngri en 30 ára, hafa einungis með grunnmenntun og sinna hlutastarfi, eru í lægsta tekjubilinu, búa á leigu­ markaði, fædd á Íslandi og búsett í stærri bæjarfélögum. Barnið býr lík­ lega á heimili með tveimur fullorðn­ um og á ekki systkini, að minnsta kosti ekki systkini sem býr með því. Líða skort Á Íslandi líða 6.107 börn skort, þar af líða 1.586 börn verulegan skort. Þetta kemur fram í tölum og nýrri skýrslu UNICEF á Íslandi, en skortur er metinn út frá lífskjararannsókn Evrópusambandsins, spurningalista sem Hagstofa Íslands leggur fyrir hér á landi. Að þessu sinni voru tölurnar greindar með tilliti til stöðu barna. Það er gert með sérstökum spurning­ um um aðgengi barna að næringu, klæðum, upplýsingu, menntun, fé­ lagslífi, afþreyingu og húsnæði. Tölurnar eru frá árinu 2014, en greining UNICEF leiðir í ljós að 9,1 prósent allra barna á Íslandi liðu skort árið 2014, samanborið við fjögur prósent barna árið 2009. Á þessu fimm ára tímabili tvöfaldaðist fjöldi barna sem líða skort og veru­ legur skortur þrefaldaðist. Árið 2009 skorti ekkert barn meira en fjögur atriði af lista lífskjararannsóknarinn­ ar en árið 2014 var staðan orðin allt önnur. Þá skorti börn allt að sjö þætti af listanum. Talað er um að börn búi við skort ef þau skortir tvennt eða meira og að þau búi við verulegan skort ef þau skortir þrennt eða meira. Fjölgun Tölurnar segja meira um efnislegan skort og ekkert um atlæti, umönnun og stuðning sem börnin fá frá for­ eldrum sínum. Einnig er upplifun barnanna sjálfra ekki inni í þessum tölum, heldur eru það foreldr­ ar þeirra sem hafa orð fyrir börn­ unum. Þær sýna þó svart á hvítu að aðstæður barna á Íslandi hafa far­ ið versnandi. En spyrja má, meðal annars, hvað það er sem gerir það að verkum að börn foreldra með eitt barn og foreldra sem eru yngri en 30 ára mælast líklegri til þess að líða skort en önnur börn? UNICEF bendir einnig á að staðan á hús­ næðismarkaði, sem er mikið til um­ ræðu, hefur mikil áhrif á velferð barnanna. Þröngbýli er að aukast og staða leigjenda þykir athugunar­ efni. Tæplega 9.000 börn líða skort á sviði húsnæðis á Íslandi. „Það á ekki að skipta máli hvernig barn á Íslandi býr, hvar á landinu það á heima eða hverjir eru foreldrar þess. Barnið á að geta gengið að sömu tækifærum vís­ um og öll önnur börn. Slíkt jafnræði er tryggt bæði í íslensku stjórnar­ skránni og í Barnasáttmála Sam­ einuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest,“ segir í skýrslu UNICEF. Í meiri hættu á félagslegri einangrun Þegar rýnt er í tölurnar sjást margar niðurstöður. Þar á meðal kemur fram að skortur meðal barna af erlendum uppruna hefur minnkað um helming og mælist nú minni en hjá börnum sem eiga foreldra fædda á Íslandi. Skortur mælist meiri hjá drengjum en stúlkum og má því spyrja hvort drengir séu í meiri hættu hvað félags­ lega einangrun áhrærir og þá einnig hvers vegna. Einnig er ljóst að staða ungra barnafjölskyldna er slæm og bendir UNICEF á að þar þurfi fleiri rannsóknir sem fari ofan í saumana á því hvað valdi þessari þróun. Hér má sjá tölulegar upplýs­ ingar úr könnuninni. Börn sem skortir tvennt eða fleira af lista lífs­ kjararannsóknarinnar eru sögð „líða skort“, það er skort, til dæmis, í flokkunum félagslíf og menntun. Börn sem skortir þrennt eða fleira af lista lífskjararannsóknarinn­ ar eru sögð „líða verulegan skort“, það er skort, til dæmis, í flokkun­ um klæði, húsnæði og næring. Til að teljast líða skort á ákveðnu sviði (til dæmis húsnæðis) þarf að skorta að minnsta kosti eitt af þeim atrið­ um sem spurt var um varðandi við­ komandi svið. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Næring 3,2% barna á Íslandi líða skort. Spurt var hvort börn fengju daglega grænmeti eða ávexti og hvort þau fengju a.m.k. eina kjöt- eða fiskmáltíð eða sambærilega grænmetismáltíð daglega. Húsnæði 13,4% barna á Íslandi líða skort. Spurt var hvort barnið byggi við þröngbýli, hvort aðgengi að baðkeri eða sturtu væri í húsnæðinu, hvort þar væri salerni og hvort næg dagsbirta kæmi inn um gluggana. Tæplega 9.000 börn líða skort á sviði húsnæðis á Íslandi. Upplýsingar 1,3% barna á Íslandi líða skort. Spurt var hvort börn hefðu aðgang að tölvu eða sjónvarpi á heimili sínu. Menntun 3% barna á Íslandi líða skort *Þau hafa þá ekki aðstöðu til heimanáms á heimili sínu og/eða geta ekki tekið þátt í ferðum eða viðburðum á vegum skólans sem kosta peninga. * Klæðnaður 4,9% barna á Íslandi líða skort. Spurt var hvort barnið ætti a.m.k. tvö pör af skóm sem passa og hvort það ætti föt sem það hefði fengið ný, þ.e. sem enginn annar hefði átt. Nærri 5% barna eiga ekki a.m.k. tvö pör af skóm sem passa og/eða föt sem þau hafa fengið ný. Að líða skort í félagslífi 5,1% barna á Íslandi líður skort. Spurt var hvort þau gætu haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu og gætu boðið vinum sínum heim til að borða eða leika við. Afþreying 4,9% barna á Íslandi líða skort. Börnin skortir eitt eða fleira af því sem spurt var um: Bækur sem henta aldri; leiktæki, leikföng eða íþróttabúnað til að vera með ut- andyra; eða leikföng, spil, tölvuleiki eða aðra hluti til að leika sér með innandyra. Nærri 5% barna á Íslandi eiga ekki bækur sem henta aldri og/eða innileikföng, íþróttabúnað og leik- tæki til að vera með úti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.