Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 22
22 Fréttir Helgarblað 22.–25. janúar 2016
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Revestimiento
Ace Negro 33,3x100 cm
Ace Blanco 33,3x100 cm
Pavimento
Crystal Floor White 33,3x33,3 cm
Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm
Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2
Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2
Teppi og dúkar 25-70% afsláttur
WC innb. kassi/skál/seta kr. 39.700
Þúsundir fermetra af flísum með
20%-70% afslætti
ir Þór Jónasson og Carsten Staffelde,
sem síðar um kvöldið veittu Óla lífs-
hættulega áverka. Til ryskinga kom
fyrir utan veitingastaðinn en klæði
voru borin á vopnin og allt virtist vera
fallið í ljúfa löð.
Óli stóð með vini sínum í nokkurri
fjarlægð frá skipinu og áhöfnin var
komin um borð þegar Reynir og
Carsten snúa aftur í land til þess að
jafna um Ólaf. „Ekkert sem Óli gerði
áður réttlætir árásina sem hann varð
fyrir. Hann var farinn og á leiðinni
heim þegar þeir snúa til baka og ráð-
ast á hann,“ segir Guðbjörg ómyrk
í máli. Árásin var hrottaleg en hluti
hennar náðist á öryggismyndavél
sem var staðsett í nágrenninu.
„Hann er rotaður á
þessum tímapunkti“
Byrjun slagsmálanna náðust ekki á
mynd en þegar upptakan hefst má
sjá Óla reyna að verjast ofureflinu.
Carsten veitir honum þá þungt högg
með þeim afleiðingum að Óli fell-
ur aftur fyrir sig og skellur með höf-
uðið í götuna án þess að bera fyr-
ir sig hendur eða reyna að draga úr
fallinu á annan hátt. „Hann er rotað-
ur á þessum tímapunkti, hann liggur
hreyfingarlaus með hendurnar út frá
líkamanum,“ segir Guðbjörg. Í mynd-
bandsupptökunni sést hvernig Reyn-
ir krýpur yfir hreyfingarlausan lík-
ama Óla og veitir honum tvö högg í
andlitið með krepptum hnefa. Aðr-
ir áhafnarmeðlimir koma þá aðvíf-
andi og árásarmennirnir ganga með
þeim til skips. Á leiðinni sjást þeir slá
saman öxlum og klappa hvor
öðrum á bakið.
Höfuðkúpubrot
og mar á heila
Áverkar Óla voru
gríðarlega alvar-
legir og í raun og
veru er kraftaverk
að hann hafi lifað.
Hann höfuðkúpu-
brotnaði, fékk mar
á heila í neðanverðu
heilahveli með
bólgu og aukinn
bjúg og blæðingar
hægra megin í heila.
Að sögn Guðbjargar
er um að ræða
svipuð meiðsli og
kappaksturskappinn
Michael Schumacher varð fyrir eftir
skíðaslys fyrir rúmum tveimur árum.
Schumacher lifði slysið af en fregn-
ir herma að hann sé bundinn við
hjólastól, sé mállaus og hafi takmark-
að minni. „Fyrir tilviljun voru tveir
læknar staddir í Grundarfirði þessa
nótt. Óli var fluttur á heilsugæsluna
í Grundarfirði og þar gátu læknarn-
ir hlúð að honum og undirbúið hann
fyrir aðgerð,“ segir Guðbjörg og er
auðsýnilega þakklát fyrir það þrek-
virki sem unnið var.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á
vettvang og flutti Óla á Landspítalann
þar sem hann var strax tekinn í að-
gerð. Þrýstingur inni í höfuðkúpu Óla
var lífshættulegur. Af þeim sökum
varð að fjarlæga höfuðkúpubein til
þess að draga úr þrýstingi á heilann.
„Aðgerðin sem hann undirgekkst er
kölluð Schumacher-aðgerðin. Hún
er víst umdeild en öllu máli skiptir
hversu fljótlega eftir áverkana hún er
framkvæmd. Óli var heppinn hversu
fljótt hann komst undir hnífinn,“ seg-
ir Guðbjörg.
Eðlilegt líf útilokað
Fjölskyldu Óla var tilkynnt um at-
burðinn snemma um morguninn
og eldri bróðir hans var fyrstur upp
á spítala. „Það héldu í raun allir að
hann myndi ekki hafa þetta af, að
komið væri að kveðjustund,“ segir
Guðbjörg. Hún segir að fjölskylda Óla
hafa verið í áfalli vegna árásarinn-
ar og sárin muni eflaust aldrei gróa.
Aðgerðin heppnaðist vonum framar
og Óli tórði á einhvern
undraverðan hátt.
Enginn gat hins vegar
sagt til um hvert fram-
haldið yrði. Við út-
skrift af gjörgæslu eft-
ir þrettán daga dvöl
var Óli lamaður á vinstri hlið en gat
fylgt fyrirmælum og svarað einföld-
um já- og nei-spurningum.
Sérfræðingar telja útilokað að
hann geti lifað eðlilegu lífi héðan
af og að hann hafi í raun þegar náð
þeim bata sem vænta megi. Guð-
björg vill ekki heyra á það minnst.
„Ég hef unnið lengi með fötluðu
fólki og ég lít ekki svo á að Óli minn
sé fatlaður. Hann hefur tekið mun
meiri framförum en nokkur þorði
að vona og ég er viss um að honum
getur farið enn meira fram. Hann
er góður, hress og kemur mér til að
hlæja,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„En hann gerir mig stundum líka
alveg brjálaða,“ og Óli tekur bakföll
af hlátri við þau orð. Hún ætlar að
standa með sínum manni og saman
eru þeim allir vegir færir.
Mundi eftir álfunum
Óli hlustar hljóður á þegar Guðbjörg
stiklar á stóru varðandi atburða-
rásina enda hefur hann ekki margt
til málanna að leggja. Hann missti
nánast allt skammtíma- og langtíma-
minni í kjölfar árásarinnar og hef-
ur því aðeins frásagnir annarra af
atburðunum við að styðjast. Hann
man fyrst eftir sér í endurhæfingu á
Grensási og minningarnar um fyrra
líf eru sárafáar og flestar byggðar á
frásögn annarra. „Ég man eftir vini
mínum, sem ég lék mér við þegar
ég var lítill, og álfunum,“ segir Óli og
brosir. Guðbjörg útskýrir að á æsku-
árum þeirra hafi meintur álfasteinn
verið fjarlægður úr hverfinu vegna
framkvæmda og sú minning hef-
ur greinilega fest sig kirfilega í huga
hans. Guðbjörg bendir á að hann hafi
nýlega munað eftir íþróttaafrekum
bróður síns á unga aldri. Minningarn-
ar skjóta endrum og eins upp kollin-
um þegar síst skyldi.
Engin úrræði til staðar
Endurhæfing Óla gekk að mörgu leyti
vel en þökk sé hörku og þrautseigju
fór hann að geta gengið og gat tjáð
sig betur. Framfarirnar höfðu ekki
fyrr látið á sér kræla en hann strauk
úr endurhæfingunni. „Ég strauk til
mömmu,“ segir Óli og hlær. Minn-
islausum tókst honum að rata frá
Grensásvegi og á heimili móður sinn-
ar í Breiðholti. „Okkur þótti það með
ólíkindum en það hefur verið grafið
í undirmeðvitund hans,“ segir Guð-
björg og brosir til Óla. Þau hlæja bæði.
Óli útskrifaðist af Grenásdeild
Landspítalans í byrjun árs 2015, tæp-
um sex mánuðum eftir árásina, og
Guðbjörg segir endurhæfinguna hafa
verið alltof stutta. „Það virðist hafa
verið nóg að koma honum á lapp-
ir en síðan eru engin úrræði til stað-
ar. Hann er ekki nógu heilaskaðaður
til þess að fá áframhaldandi endur-
hæfingu en er með of mikinn skaða til
þess að önnur úrræði séu talin gagn-
ast honum. Óli er því á einhverju gráu
svæði í kerfinu og fær enga hjálp,“
segir Guðbjörg og leggur áherslu á
orð sín. Sem dæmi nefnir hún að
þegar Óli hafi verið útskrifaður hafi
þau fengið viðtal hjá „Atvinnu með
stuðningi“ sem er úrræði á vegum
Vinnumálastofnunar. „Ég hafði haft
samskipti við þau í mínu fyrra starfi
og sagði því þessum tiltekna starfs-
manni, sem ræddi við okkur, að öllu
fögru yrði lofað en svo myndum við
aldrei heyra í þeim aftur,“ segir Guð-
björg. Sú varð raunin en að hennar
sögn hefur ekki heyrst orð frá Vinnu-
málastofnun síðan.
Eitt úrræði sem er til staðar er svo-
kallað Mitii-forrit (Move it to improve
it) sem talið er frábært verkfæri til
þess að auka hreyfigetu og vitræna
færni fólks með heilaskaða. Um er
að ræða daglegar æfingar sem lagað-
ar eru að hverjum og einum og eru
æfingarnar framkvæmdar í gegnum
tölvu með vefmyndavél, ekki ósvipuð
Fastur í landi Eftir árásina
fékk Óli sér húðflúr á annað
handarbakið. Akkerið er
tilvísun í að hann er fastur í
landi um ókomna tíð.
Gleðigjafi Þrátt
fyrir áföll og erfiðleika
síðustu ára er Óli afar
lífsglaður og alltaf er
stutt í hláturinn þegar
hann er annars vegar.
Myndir ÞorMar ViGnir Gunnarsson
Framhald
„Ég man eftir vini
mínum, sem ég lék
mér við þegar ég var lítill,
og álfunum.
Michael schumacher Kappakstur-
kempan kunna fékk svipaða áverka og Óli
þegar hann lenti í skíðaslysi í Frakklandi
fyrir tæpum tveimur árum. Fregnir herma að
hann sé bundinn við hjólastól, sé mállaus og
hafi takmarkað minni. Mynd rEutErs