Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 30
Helgarblað 22.–25. janúar 201630 Fréttir Erlent Nose & Blows blautklútarnir hjálpa til við að hreinsa lítil og viðkvæm nefgöng á mildan hátt. Þeir vernda húðina gegn roða, ertingu og þurrki sem myndast þegar oft þarf að snýta og innihalda rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentól & eucalyptus til þess að auðvelda öndun. Enginn rauður nebbi lengur! Er litli nEbbinn díbblaður? Fæst í apótEkum um land allt Yngstu milljarðamæringarnir n Stofnuðu samfélagsmiðla og blóðrannsóknarfyrirtæki n Flestir erfa auðæfi foreldra Julio Mario Santo Domingo III Aldur: 29 ára Eignir umfram skuldir: 2,2 milljarðar dollara Julio er plötusnúður í New York. Hann er einn erfingja nafna síns og afa, sem átti bjórrisann Anheuser-Busch InBev. Faðir hans lést árið 2009 svo afi hans ánafnaði sonarsyni sínum einum sjötta auðæfa sinna. Julio býr í 500 milljóna króna íbúð í borginni og ver tíma sínum í að koma plötusnúðahópi DJ Sheik 'n' Beik á framfæri, en hópurinn spilar raftónlist. Þess má geta að Julio erfði eftir föður sinn stærsta ópíumpípusafn í heimi, 50 þúsund bækur, ýmis plaköt, ljósmyndir og annað sem tengist athugunum hans á áhrifum hugbreytandi efna á fólk og sam- félög. Harvard University hýsir munina. Mark Zuckerberg Aldur: 30 ára Eignir umfram skuldir: 33,4 milljarðar dollara Zuckerberg þarf vart að kynna. Hann hefur fyrir löngu tekið samfélagsmiðilinn Facebook í nýjar hæðir, jafnvel þó að yngsta kynslóðin hafi sumpart fært sig annað. Hlutabréf í Facebook hækkuðu árið 2014 um heil 58%, aðallega vegna aukinna auglýs- ingatekna fyrir snjallsíma. Um 1,4 milljarður manna notar Facebook og Instagram hefur 300 milljónir notenda. Þá hefur WhatsApp, sem Facebook keypti 2014, 700 milljónir notenda. Zuckerberg er konungur samfé- lagsmiðlanna og er vellauðugur. Hann hefur verið duglegur að gefa til góðra málefna. Dustin Moskovic Aldur: 30 ára Eignir umfram skuldir: 7,9 milljarðar dollara Moskovic var þriðji starfsmaðurinn sem Facebook réði á sínum tíma og hjálpaði Zuckerberg við að koma samfélagsmiðl- inum á koppinn. Hann yfirgaf fyrirtækið 2008 til þess að stofna hugbúnaðarfyr- irtækið Asana. Hann er giftur Cari Tuna, fyrrverandi blaðamanni hjá Wall Street Journal og saman hafa þau varið tíma sínum í að koma á góðgerðarsjóðnum Good Ventures á laggirnar, sem hefur meðal annars stutt baráttuna gegn malaríu og stuðlað að jafnrétti í hjóna- böndum. Hann hefur vakið athygli fyrir látlaust fas og íburðarlausan lífsstíl. Evan Spiegel Aldur: 24 ára Eignir umfram skuldir: 1,5 milljarðar dollara Spiegel er framkvæmdastjóri mynda- og örmyndbandaforritsins Snapchat. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt Bobby Murphy árið 2011. Fyrirtækið, sem metið var á 10 milljarða Bandaríkjadala, um 1.300 milljarða íslenskra króna, árið 2014 hafði tvöfaldast að verðgildi ári síðar. Félagarnir, sem kynntust í Stanford University, bjuggu fyrst til forritið Picaboo. Það gekk ekki sem skyldi. Þeir gáfust ekki upp og bjuggu til nýtt forrit byggt á sömu hugmynd, Snapchat. Það er í dag notað af 100 milljónum manna um heim allan. Bobby Murphy Aldur: 25 ára Eignir umfram skuldir: 1,5 milljarðar dollara Murphy er hinn stofnandi Snapchat. Hann og Evan Spiegel eiga hvor um sig um 15 prósent í fyrirtækinu en Facebook er á meðal þeirra sem reynt hafa að festa kaup á Snapchat. Murphy þykir jarðbund- inn og gott mótvægi við hvatvísan félaga sinn, Spiegel. Árið 2014 tókst þeim að semja við þriðja manninn, Reggie Brown, sem krafðist hlutdeildar í eignum Spiegels og Murphys, en hann stofnaði með þeim Picaboo á sínum tíma. T íu ára íslamskur drengur var yfirheyrður af lögreglu í Bretlandi eftir að hafa fipast á stafsetningu í kennslustund. Mistökin sem drengurinn gerði voru að skrifa að hann byggi í „terrorist house“ en ekki „terraced house“ eins og hann hafði ætlað að skrifa. Hann skrifaði sem sagt að hann byggi í „hryðjuverkamannahúsi“ en ekki í raðhúsi. Villuna örlagaríku gerði drengurinn í enskutíma í Accrington í Lancaskíri. Daginn eftir bönkuðu lögregluþjónar upp á heima hjá drengnum og foreldrum hans. Þeir yfirheyrðu pilt og leituðu í heimilisfartölvunni. BBC hefur eftir foreldrum drengsins að hann hafi tekið heimsóknina mjög nærri sér og væri í áfalli. Þau kalla eftir afsökunarbeiðni lögreglunnar og skólayfirvalda. Þá er haft eftir frænku drengsins, sem er heldur ekki nefnd á nafn í því skyni að vernda drenginn: „Maður getur ímyndað sér að svona nokkuð geti átt sér stað þegar þrítugur karlmaður á í hlut – en ekki lítið barn. Okkur býður við því sem gerðist.“ Fram kemur að drengurinn hafi einangrast eftir atvikið. Hann upplifði mikla vanlíðan; lék sér ekki við önnur börn og hvorki nærðist almennilega né svaf. „Hann faldi sig bara undir teppi,“ segir frænkan. „Kennarinn hefði átt að láta sig stafsetningu hans varða, en ekki þetta.“ Fram kemur að hann sé smeykur við að nota Ótti við hryðjuverk bitnaði á tíu ára barni Tíu ára yfirheyrður vegna stafsetningarvillu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.