Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 34
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
34 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 22.–25. janúar 2016
Heitar varir og blaut tuska
V
ið tókum á móti flóttamönn-
um frá Sýrlandi í vikunni. Á
meðan Sigmundur Davíð og
Eygló Harðardóttir kysstu
þá alla og bugtuðu sig og
beygðu, voru aðrir flóttamenn að fá
öðruvísi kveðjur frá íslenskum stjórn-
völdum. Þó er full ástæða til að óska
hælisleitendunum frá Sýrlandi til
hamingju með nýja landið sitt og um
leið að bjóða þá velkomna.
En á sama tíma og beinar út-
sendingar voru frá kossaflensi Sig-
mundar í Keflavík fékk albanska
Dega-fjölskyldan blauta tusku í and-
litið. Burt með ykkur! voru skilaboðin.
Þessi albanska fjölskylda telur
fimm manns; hjón sem bæði eru vel
menntuð, 21 árs son þeirra og 18 ára
gamla dóttur sem fékk inni í Flens-
borgarskóla á miðri önn en tók loka-
prófin og fékk frábærar einkunnir og
síðast en ekki síst 10 ára dreng sem
kann vel við sig í Lækjarskóla. Móðir-
in er komin með vinnu og talar orðið
fína íslensku. Er þetta ekki akkúrat
það sem við ætlumst til af nýjum
landnemum hér? Að þeir aðlagist
okkar samfélagi og auðgi?
Það er einhver ömurleg írónía í að
opna faðminn fyrir einni fjölskyldu
í beinni sjónvarpsútsendingu og
vísa svo annarri á brott, og það sama
kvöldið.
Ríkisstjórnin með innanríkisráð-
herra í broddi fylkingar verður að
gyrða sig í brók og setja hér reglur
um móttöku flóttamanna. Það er ekki
boðlegt að fólk dvelji hér mánuðum
saman, aðlagist samfélaginu og ali
með sér von um betra líf en sé síðan
kastað út á Guð og gaddinn. Norð-
menn hafa 48 stunda-regluna hvað
hælisleitendur áhrærir. Hvað ætlar
Ólöf Nordal að gera í málinu? Klukk-
an tifar. Á meðan beðið er svars við
þeirri spurningu fjölgar hælisleit-
endum á Íslandi, eins og komið hef-
ur fram í DV.
Hér með er sett fram sú krafa að
Sigmundur Davíð kyssi albönsku fjöl-
skylduna bless í Leifsstöð og jafnframt
að RÚV sendi beint út frá þeirri ömur-
legu kveðjustund. n
Það virkaði ekkert
Áslaug Kristjánsdóttir biður fólk um að taka tillit til aðstandenda fíkniefnaneytenda. – dv.is
Áhugaverðar skoðanir
Ummæli Einars Mikaels töfra-
manns um listamannalaun hafa
vakið athygli en hann sagði hóp
rithöfunda sem fengið hafa lista-
mannalaun árum saman eiga
að afþakka þau þetta árið og í
framtíðinni. Hann vill einnig að
fólk sniðgangi þá listamenn sem
þiggja listamannalaun. Þetta
framlag töframannsins getur
ekki talist málefnalegt innlegg
í umræðu um listamannalaun.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar, sá þó ástæðu til að
segja þessar hugmyndir áhuga-
verðar. Er sú skoðun Vigdísar
sannarlega áhugaverð.
Helga bolað burt
Helgi Magnússon ákvað að gefa
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu í stjórn Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna. Greinilegt er að
Helgi fékk dygga aðstoð við þessa
ákvörðun, þar sem Ólafía for-
maður VR var búin að segja að
hún vildi Helga ekki áfram.
Refsistefnan er
ekki að virka
Örvar Geir Geirsson stofnar félag áhugafólks um kannabis. – dv.is
Einelti er banvænt
Ólafur F. Magnússon segist hafa verið við dauðans dyr. – Útvarp Saga
„Arfurinn“
Hugleiðingar um gildi þjóðararfsins í raun og veru
É
g velti því oft fyrir mér hvort
menningararfur, þjóðrækni
og þjóðernisstefna séu endi-
lega góð fyrirbæri. Tilefnið er
raunar þær fyrirmyndir sem
„Arfurinn“ leggur fyrir okkur. Það er
oft talað um þennan menningararf
og mikilvægi þess að varðveita hann
og þar með tunguna.
Ég legg á það áherslu að íslenska
og íslensk þjóð eru mér hugleikin
fyrirbæri en ég velti fyrir mér þeim fyr-
irmyndum sem fyrir mig voru lagðar í
uppeldi mínu og á þroskaskeiði mínu
á árum fyrr.
Sögufölsun?
Einn af öflugri stöplum þess skeiðs
voru bækur sem ég var látinn læra um
íslenska sögu. Þetta voru bækur eftir
Jónas Jónasson frá Hriflu. Þær komu
fyrst út árin 1915 til 1917. Ég las þær
fimmtíu árum síðar og mér vitanlega
voru þær víða í notkun fram yfir 1980.
Mér er það óskiljanlegt að slíkar
bækur væru notaðar í áratugi, jafn
mörg ósannindi og þar var að finna.
Ég minnist þess að þegar ég var í
barnaskóla þá vorum við m.a. látin
þylja upp kafla hennar, standandi við
borðið. Maður gat endursagt kafl-
ann eða lært hann utanbókar, sem í
raun var einfaldara. Þar kynntumst
við ýmsum hetjum sögunnar og iðu-
lega voru þær hetjur okkur til lítils
sóma þegar betur er að gáð. Þar er
t.d. kristnitökuhetjan Þorgeir Ljós-
vetningagoði sem fékk Alþingi til að
samþykkja það að taka upp kristni,
út á það að heimila frávik s.s. útburð
barna – meðan ekki kæmist upp um
menn. Þetta situr í þjóðarsál okkar og
er grópað þar inn. Það er sem sé að
margra mati í lagi að brjóta reglur, ef
viðkomandi kemst upp með það. Ef
ekki þá fær sá sér lögfræðing og þræt-
ir. Við erum þar með ekki að hugsa
um orð Sókratesar sem er mun virt-
ari lögspekingur á heimsvísu. Hann
sagði að ef maður er ósáttur við lög-
in, þá ætti að fylgja lögunum eftir en
knýja á um breytingar. Það ætti aldrei
að brjóta lög.
Enn önnur hetjan var Einar Þveræ-
ingur sem beitti sér fyrir því á 11. öld
að vorir landar gerðu ekki sáttmála við
Noregskonung. Rökin voru þau að þó
að menn teldu þáverandi Noregskon-
ung góðan þá væri ekki á vísan að róa
með þann næsta. Með þetta að vopni
hafa skoðanabræður Þveræingsins
haldið aftur af okkur með að gera al-
þjóðasamninga. Einnig tryggt að við
færum inn í slík samtök með það að
augnamiði einu að tryggja hvað við
fáum út úr því. Ekki hvað við getum
lagt fram og þar með bætt heiminn.
Ekki eingöngu okkar litla samfélag.
Svona má halda áfram með út-
úrsnúninga Íslandssögunnar hans
Jónasar. Hún er barn síns tíma en það
versta var að kynslóð fram af kyn-
slóð var fólk stríðalið á henni, eins og
hún væri rétt útgáfa Íslandssögunn-
ar. Hún sagði sögu góðra íslenskra
karla sem voru hetjur, konur komu
varla við sögu og útlend yfirvöld voru
náttúrulega bara til vansa. Í öllu falli
þá velti ég því fyrir mér hvernig eigi
að bera menningararfinn og söguna
á borð. Og ég kalla á endurskoðun á
rangfærslum og karllægum myndum
þessa án efa merka en villuboðandi
menningararfs. n
„Hún sagði sögu
góðra íslenskra
karla sem voru hetjur,
konur komu varla við
sögu og útlend yfirvöld
voru náttúrulega bara til
vansa.
Jónas frá Hriflu
Magnús Þorkelsson
skólameistari Flensborgarskóla
Kjallari
Fá þau koss?
Fjórir af fimm
fjölskyldumeðlimum
Dega-fjölskyldunnar.
Þeirra bíður brott-
vísun. Þau lærðu
íslensku til einskis.
Mynd SiGurður MiKaEl JÓnSSon
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
TANITA FITUMÆLINGAVOGIR
Nauðsynleg hjálpartæki eftir jól
Nánari upplýsingar á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
Tengist við iPhone
með Bluetooth