Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 35
Umræða 35Helgarblað 22.–25. janúar 2016
Myndin Beðið eftir vagninum Það getur verið kyrrðarstund að bíða eftir strætó. Þormar Vignir gunnarsson
Ólafur F. magnússon segist hafa verið við dauðans dyr. – Útvarp Saga
Ég get þetta ekki lengur
ugla stefanía er ósátt við ummæli yfirlæknis Barnaspítala Hringsins um intersex fólk. – DV
Ég get tekist á
við lífið
stefán Karl stefánsson segir ADHD-lyfin hafa breytt lífi hans. – DV
Það er ekki að
funkera
Bjarki sigurðsson gagnrýndi landsliðsþjálfarateymið. – HM stofan
A
usturríkismenn tilkynntu
í gær að þeir ætluðu að
minnka fjölda þeirra flótta-
manna, sem þeir ætla að
taka við á þessu ári mjög
mikið. Hver þjóðin á fætur annarri
lokar annaðhvort landamærum sín-
um eða ætlar að takmarka fjölda
flóttamanna, nema hvort tveggja
sé. Forseti Þýskalands, Austur-Þjóð-
verjinn Joachim Gauck, sem er son-
ur fórnarlambs Gúlag-fangabúð-
anna í Sovétríkjunum, og það sem
Stasi kallaði óforbetranlegan „antí-
kommúnista“, sendi Austur-Þjóð-
verjanum Angelu Merkel skýr skila-
boð í gær.
Þetta er ekki síður merkilegt af
því að embætti forseta Þýskaland er
ekki ósvipað stöðu íslenska forset-
ans, sem öllu jafna skiptir sér ekki af
hápólitískum málum. Í ræðu sinni í
Davos benti þýski forsetinn á hætt-
una á því að gjá skapaðist milli kjós-
enda og margra þingmanna borg-
aralegu flokkanna SPD og CDU, sem
„representera“ millistéttina, því al-
menningur hefði miklar áhyggjur af
þeim miklum þjóðflutningum sem
væru í gangi til Evrópu. Á sama tíma
skammaði hann þó einnig ríki Aust-
ur-Evrópu, sem hann sagði að ættu
að líta til sögu sinnar sem kúgaðra
þjóða undir kommúnisma og hefðu
þar af leiðandi ákveðnum skyld-
um að gegna að taka við ákveðnum
hluta flóttamanna. Angel Merkel er
að tapa þingmeirihluta sínum þegar
kemur að þessu viðkvæma máli og
þá mun hlakka í mörgum óvinum
hennar innan Þýskalands og ESB.
Íslendingar sem halda því fram að
Þjóðverjar stjórni einu og öllu innan
ESB sjá núna að svo er bara alls ekki,
heldur ræður meirihluti ríkja sam-
bandsins ferðinni, þegar stærstu
mál eiga í hlut.
Allt virðist stefna í sömu átt og ég
hef bent á í u.þ.b. eitt ár að Vestur-
lönd muni gera útlendingalöggjöf
sína strangari og taka aðeins við
þeim flóttamönnum sem virkilega
eru í bráðri lífshættu. Í stað þessa
munu ríkin einbeita sér enn frekar
að því að bæta aðbúnað flóttamanna
í nágrannalöndum stríðshrjáðu ríkj-
anna, sem velflest eru múslimaríki,
og er að finna í Norður-Afríku, fyrir
botni Miðjarðarhafsins eða á Arabíu-
skaganum. Landamæravarsla á ytri
landamærum ESB verður styrkt til
muna bæði hvað mannskap varðar
og líklega settar upp landamæra-
girðingar. Þetta er einmitt sama af-
staða og við ættum að taka í þessum
málaflokki í stað þess að opna lög-
gjöfina enn meira. Það er ekki leng-
ur annað hægt en að horfast í augu
við að stríðsástandið tengist trúar-
brögðum flóttafólksins og að lýð-
ræðisvandinn í löndum múslima
tengist einnig trúarbrögðunum, þar-
lendri menningu, gildum og siðum.
Það er því tómt mál að tala um að ís-
lam komi þessu máli bara alls ekki
við, sérstaklega þegar augljóst mál
er að stríðið snýst að stórum hluta
um innbyrðis átök shíta og súnníta
í mörgum þessara landa og þeirra
sem vilja íslömsk lýðræðisríki í stað
einræðisríkja eða hrein og klár sjar-
ía-klerkaríki. Það
er hálf ömurlegt
að stór hluti Vest-
urlandabúa skuli
halda því fram,
að öll þessi átök
séu runnin und-
an rifjun Banda-
ríkjamanna og
bandamanna
þeirra í Evrópu,
en séu ekki trúar-
bragðastríð eða
borgarastríð, þar
sem barist er
um hluti eins og lýðræði eða sjaría-
klerkastjórn wahabista eða enn verri
útgáfu þess sama í formi ISIS-ríkis.
Vissulega er þó hárrétt að af-
skipti Vesturlanda hafi auðvitað oft
á tíðum gert illt verra. Þessa sömu
reynslu höfum við úr nær öllum
heimshlutum, þótt á örfáum stöð-
um hafi slík afskipti hjálpað, t.d. í
Evrópu og Asíu 1939–1945 og í Kóreu
stríðinu 1950–1953. Annars staðar
hafa afskipti Vesturlanda einungis
gert illt verra. Engu að síður er horft
til Vesturlanda þegar mál komast
í óefni og saklausir borgarar verða
fyrir barðinu á stríðsherrum eins og
alltaf verður á endanum. Þá er oft
úr vöndu að ráða, hvort Vesturlönd
eigi að hjálpa til, hverjum og hvern-
ig það skuli gera. Kostirnir eru oft á
tíðum einungis mjög slæmir, hvað
sem menn ákveða að gera. Þetta
er vandamálið í Sýrlandi, þar sem
annars vegar er við völd hræðilegur
einræðisherra og hins vegar einhver
skelfilegustu og ómannúðlegustu
hryðjuverkasamtök sem heimurinn
hefur alið af sér auk fjölda annarra
stríðsherra. Lausnin er auðvitað
að reyna að koma á friði en einföld
lausn á því vandamáli blasir síður
en svo við, ekki síst af því að stærstu
valdaríki heims geta ekki komið sér
saman um lausn. Nú er þó ljóst að
eitthvað „drastískt“ verður að gera,
þar sem lausnin felst klárlega ekki
í að ESB taki við nær öllum íbúum
Norður-Afríku, Mið-Austurlanda og
Arabíuskagans. n
Austurþýska prestsdóttirin og orrustan við ríki ESB
guðbjörn guðbjörnsson
skrifar
Af Eyjunni
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki
Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is
→ Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við
fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.