Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 22.–25. janúar 20162 Betra líf - Kynningarblað Margt framundan hjá Margréti Eddu Gnarr M argrét Edda Gnarr er at- vinnumaður í bikiní-fit- ness og með þó nokkur járn í eldinum. Margrét ræddi við blaðamann um það sem er framundan hjá henni, af hverju hún byrjaði í fitness og hvern- ig hún undirbýr sig fyrir mót. Hvað kom til að þú byrjaðir í fit- ness? „Ég hafði eitthvað fylgst með fitness hér á landi í gegnum árin en það var ekki fyrr en byrjað var að keppa í módel-fitness sem ég fékk fyrst áhuga á að keppa. Mér var oft ráðlagt að reyna fyrir mér í módelbransan- um en alltaf fékk ég að heyra að ég væri of stælt og of lágvaxin svo mód- el-fitness flokkurinn var fullkominn fyrir mig.“ Hvernig undirbýrð þú þig fyrir mót? „Ég fer eftir æfinga- og matar- prógrömmum frá keppnisþjálfara mínum, Jóhanni Norðfjörð, sem er einn færasti keppnisþjálfari á landinu og einnig Alþjóðadómari hjá IFBB. Ég æfi svo keppnispósur á hverjum degi og tek slökun í Laugum Spa allavega einu sinni í viku.“ Hvernig hagræðir þú þínu matar- æði? „Keppnisþjálfari minn sér um mín matarprógrömm og fer ég eftir þeim. Ég borða sex til sjö máltíðir á dag á tveggja tíma fresti. Prógrömmin innihalda yfirleitt haframjöl, Whey- prótein, ávexti, magurt kjöt, brún hrísgrjón, sætar kartöflur og mikið magn af grænmeti.“ Hvað æfir þú að meðaltali oft í viku og hvernig er æfingakerfið sem þú notar? „Ég lyfti sex sinnum í viku, tek auka brennslur fimm sinnum í viku og æfi KickFit tvisvar í viku. Lyftingaæfingar byrja á góðri og langri upphitun. Lyftingatækni fer eftir hvaða vöðva- hóp ég er að æfa og er ég þá ann- aðhvort að lyfta þungu til að stækka eða léttu til að móta. Ég kenni KickFit tvisvar í viku og er mikið með á æf- ingunum en KickFit er æfingakerfi sem ég setti saman og er blanda af taekwondo og fitness.“ Hvað er framundan hjá þér? „Næst á döfinni er mót sem heitir Legends Classic og er það haldið 30. janúar í Las Vegas. Þetta er fyrsta at- vinnumót ársins og hlakka ég mikið til að stíga á svið eftir árs pásu frá keppnum vegna veik- inda sem ég var að kljást við. Www. musclecontest. com heldur þetta mót en það heldur öll Pro-mót í Kaliforníu og Nevada. Mig hefur alltaf lang- að til að keppa á þeirra mótum og þau eru hrikalega flott.“ Í framhaldinu ertu að fara að keppa á Arnold Classic í Ohio í mars í annað sinn sem atvinnu- maður. Hvað ætlar þú að gera öðruvísi fyrir það mót? „Að þessu sinni ætla ég að breyta hugarfarinu og einnig mun ég mæta örlítið stæltari. Hugarfarið sem ég var með árið 2014 var „ég er rosa- lega hepp- in að vera hér“ og með því hugar- fari gaf ég ekki allt í sviðs- framkom- una. Núna ætla ég að hugsa eins og sigurvegari og gefa allt í undirbúning og sviðs- framkomu.“ Hver eru helstu markmið þín í sportinu? „Fyrsta markmið var að vinna mót á Íslandi, seinna markmið var að vinna stórmót og gerast atvinnu- maður, þriðja markmið var að fá boð á Arnold Classic og næstu markmið eru að vinna atvinnumót og í kjölfarið fá réttindi til að keppa á Mr. Olympia“ Hver eru þín mottó? „Allir eiga möguleika á að láta drauma sína rætast.“ n Mynd richard gyuricz 2015 Mynd Eva SiMon PhotograPhy LLc Hilton Reykjavik Spa – fyrsta flokks heilsurækt H ilton Reykjavik Spa er fyrsta flokks heilsurækt á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu og býður upp á allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkams- og heilsurækt. Ragnheið- ur Kristín Guðmundsdóttir, deildar- stjóri Hilton Reykjavík Spa segir að meðlimagjald innihaldi meðal annars fjölbreytta opna tíma og aðgengi að heilsulindinni þar sem boðið er upp á herðanudd í heitum pottum og handklæði við hverja komu. Í heilsu- lindinni eru tveir heitir pottar, ilmgufa ásamt slökunarlaug. Úti á verönd er sauna, heitur pottur og kaldur pottur, ásamt sólbaðsaðstöðu. Jafnframt fá meðlimir aðgengi að fjölmörgum fær- um einkaþjálfurum sem búa til sér- sniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn, kenna á tækin og aðstoða eftir þörfum. Auk þess fá meðlimir 10% af- slátt hjá snyrti- og nuddstofunni, sem er hluti af heilsulindinni, af öllum lík- ams- og snyrtimeðferðum. Persónuleg og góð þjónusta „Við leggjum áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu sem fullnægir þörfum þeirra sem gera kröfur þegar kemur að líkamsrækt og vellíðan,“ segir Ragnheiður. „Við hugum vel að slökun og jafnvægi þar sem líkami og sál er það sem við vinnum með,“ segir Ragnheiður. námskeið fyrir 60 ára og eldri „Við erum með fjögurra vikna nám- skeið fyrir 60 ára og eldri sem eru mjög vinsæl hjá okkur sem eru fyrir bæði konur og karla þar sem lögð er áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Fólk er á námskeiðinu þrisvar í viku í hóptím- um og hefur kost á að koma tvisvar í viku í líkamsræktarsalinn undir leið- sögn en við erum með næringar- og styrktarþjálfara til taks fyrir meðlimi. Á þessum tíma er opið í heilsulindina fyrir þá sem sækja námskeiðið,“ segir Ragnheiður. Næsta námskeið hefst 29. febrúar. 100 daga lífsstílsáskorun „Við fórum af stað með 100 daga lífs- stílsáskorun í síðustu viku og enn er tækifæri til að hoppa á vagninn. Þar er markmiðið að bæta lífsstíl og huga að hreinna og næringar- ríkara mataræði, auka hreyfingu og efla heilsufar og vellíðan. Nám- skeiðið er byggt upp á hóptímum, fyrirlestrum, næringar ráðgjöf og heilsufarsmælingum,“ segir Ragn- heiður. „Við vorum með námskeið fyrir jólin og var árangur þátttak- enda framar vonum,“ bætir hún við. yoga Sculpt „Við erum að fara af stað með frá- bært yoga-námskeið sem er yoga með lóðum í heitum sal og er þessi þjálfun frábær fyrir þá sem vilja liðka sig og styrkja í hægum krefj- andi æfingum,“ segir Ragnheiður en námskeiðið hefst í næstu viku. Hægt er að finna nánari upplýs- ingar á heimasíðu heilsulindarinn- ar og facebooksíðu hennar. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.