Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 43
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Kynningarblað - Betra líf 5 Heilsustofnun allra landsmanna Margir valmöguleikar í matarpokunum og fyrirtækjaþjónustunni frá Gló H eilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags Íslands (NLFÍ) í Hveragerði býður upp á ýmiss konar námskeið sem eru öllum opin. Þau stuðla að árangri dvalargesta við endur- hæfingu, forvarnir og aðlögun að daglegu lífi eftir áföll, veikindi eða sjúkdóma. Ingi Þór Jónsson mark- aðsstjóri segir Heilsustofnun bjóða upp á einstaklingsmiðaðar með- ferðir og trausta og faglega þjón- ustu. Nýjustu aðferðir í nútíma lækn- isfræði og náttúrulækningar „Við veitum gestum alhliða heilsu- eflingu með því að veita andlega og líkamlega endurhæfingu,“ segir Ingi. „Jafnframt kennum við dvalargest- um að bera ábyrgð á eigin heilsu, andlegri og líkamlegri, ásamt því að bæta færni og þátttöku þeirra í dag- legu lífi,“ bætir hann við. Ingi nefn- ir að notast er við nýjustu aðferðir í nútíma læknisfræði í bland við ýms- ar hefðir svo sem leir- og heilsuböð og grænmetisfæði. „Einnig er boðið upp á heilsueflingu með hvíldar- og hressingardvöl,“ segir hann. Ný námskeið að hefjast hjá Heilsustofnun NLFÍ „Við erum einnig með ýmiss kon- ar námskeið í boði fyrir almenning sem vill koma í styttri dvöl án beiðni frá lækni,“ segir Ingi. „Sem dæmi má nefna námskeiðið Komdu með, sem snýst um að kenna einstaklingum að bera ábyrgð á eigin heilsu og að setja sér markmið, Úrvinnsla áfalla, Líf án streitu, Ritmennska, þar sem kennd er skapandi aðferð gegn þunglyndi, Sorgin og lífið, vikudvöl fyrir þá sem misst hafa ástvin, Sam- kennd, sem snýst um að styrkja sig innan frá, og Núvitund eða Mind- fulness, sem notað er gegn verkj- um, kvíða, þunglyndi og streitu,“ segir Ingi. „Öll framan nefnd nám- skeið eru kennd á þessari önn,“ bæt- ir Ingi við. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heima- síðu Heilsustofnunarinnar. n MyNd HaraLdur GuðjóNssoN MyNd HaraLdur GuðjóNssoN M atarpokarnir á Gló eru þægilegur valkostur fyr- ir þá sem vilja spara sér tíma og fyrirhöfn en borða hollan og góð- an mat. Matarpokana er hægt að fá með kjúklingi, hráfæði eða græn- meti. Grænmetispokinn er hentugur kostur fyrir þá sem treysta sér ekki í 100% hráfæði, þá er meginuppistað- an hráfæði og ein elduð grænmetis- máltíð í hádeginu. Þú færð mat fyrir allan daginn tilbúinn þegar þú sæk- ir; þrjár máltíðir, grænan safa og millimál. djúspokarnir vinsælir Svo er hægt að fá djúspoka frá Gló en í honum eru sex flöskur: tve- ir grænir safar, einn túrmerik safi, rauðrófusafi og tveir berjasmoothie. „Ástæðan fyrir því að við settum saman þessa poka var að fólk lang- aði oft að taka sig í gegn eða lang- aði að „djúsa“ en lét alltaf eitthvað stoppa sig. Annaðhvort fór fólk að kvíða fyrir eða fannst það ekki hafa nægan tíma eða þekkingu. Því ákváðum við að bjóða upp á þessa sniðugu valmöguleika,“ segir Sól- veig Eiríksdóttir eigandi, sem er betur þekkt sem Solla. Segir hún al- gengast að fólk taki frá einum upp í þrjá daga í einu á djúsfæðinu. Ýmsir valkostir í fyrirtækjaþjónustu „Við erum líka með ótrúlega skemmtilega valkosti í fyrirtækja- þjónustu. Fjöldinn skiptir ekki máli, við sníðum að þörfum fyrirtækis- ins,“ segir Solla. Gló býður fyrirtækj- um að fá sendan mat beint á vinnu- staðinn. Þetta er tilvalið fyrir hollan hádegisverð fyrir starfsfólk eða létt- an mat fyrir fundi. Gló býður upp á mikið úrval rétta og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að vera í fastri áskrift eða panta þegar hentar. Fyrirtæki geta meðal annars pantað Gló skálarnar vinsælu. Gló skálarnar hafa slegið í gegn hér á landi og er fólk á öllum aldri sem kýs að velja samsetningu mat- ar síns með þessum hætti. Skál- in virkar þannig að þú hannar þína eigin gómsætu máltíð alveg eins og þú vilt hafa hana. Þú velur þér grunn, grænmeti, prótein, dressingu og skraut. Einfaldara gæti það varla verið. Það eru ótrúlega spennandi tímar fram undan hjá fyrirtækinu en stefnt er á að opna fleiri Gló Street Food staði á næstu mánuðum. n Hreint og gott mataræði með lítilli fyrirhöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.