Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 48
Helgarblað 22.–25. janúar 201610 Betra líf - Kynningarblað „Náttúruleg meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er“ Dr. Baldur Tumi: K erecis-kremin hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð en þau eru unnin úr olíu úr fiskroði. Kremið virkar vel til að með- höndla ýmis húðvandamál og einkennin sem þeim fylgja og má þar nefna sem dæmi exem, psorias- is, húðnabba og fótasigg. Við ræddum við dr. Baldur Tuma Baldursson húð- sjúkdómalækni um kremin og áhrif þeirra. Hvernig eru Kerecis-krem- in til komin? „Við stofnuðum Kerecis árið 2009 til að þróa notkun á fiskroði til að meðhöndla sár og vefjaskaða. Við tókum fljótlega eftir því að húðin umhverfis sárin varð heilbrigðari og fórum að velta því fyrir okkur hvern- ig stæði á því. Niðurstaðan er sú að omega-3 olían í roðinu virðist hafa af- skaplega heilnæm áhrif á húð.“ Baldur segir að það sé þó ekki roð í kremun- um sjálfum. „Við notum ekki roðið beint heldur vinnum sérstaka olíu úr hráefninu sem við köllum mOmega-3. mOmega-3 inniheldur mikið af EPA- og DHA-fitusýrum sem tengjast heil- brigði húðarinnar. Þetta er afskaplega spennandi tækni sem við hlutum ný- verið einkaleyfisvernd fyrir.“ Fjögur krem með mismunandi magni af ávaxtasýru Hvaða jákvæðu áhrif hafa kremin á húðina? „Húðin á okkur er byggð upp eins og múrsteinar með múrlím á milli. Múrsteinarnir eru frumurn- ar og múrlímið er hið svokallað milli- frumuefni. Millifrumuefnið er ríkt af fitu og öðrum efnum. Við erum með nokkrar tegundir af kremum sem meðhöndla húðina og millifrumu- efnið á mismunandi máta.“ Það eru fjórar gerðir af kremum sem öll inni- halda mOmega-3 en mismunandi magn af ávaxtasýru. „Exem-kremið er ekki með neina sýru, Psoria sem er fyrir hreistraða húð er með meiri sýru. Svo kemur Footguard sem er fyrir fótasigg og loks Smooth-kremið fyr- ir innvaxin hár og húðnabba, en það krem er með mesta sýru,“ segir Bald- ur. En hvaða tilgang hefur ávaxtasýr- an í kremunum? „Efsta lagið í húðinni okkar samanstendur af dauðum húð- frumum og millifrumuefnum. Ávaxta- sýran opnar þetta dauða efsta lag og losar upp í því. Þetta gerir mOmega-3 efnunum kleift að komast neðar í húðina og meðhöndla millifrumulag- ið sem ég nefndi áðan.“ Auðvelt að meðhöndla sum húð- vandamál með kremunum Þessi krem eru CE merkt sem þýðir að þau eru lækningavara en ekki snyrti- vara. „Reglugerðarumhverfið fyrir lækningavörur er miklu flóknara en fyrir snyrtivörur og alls konar próf- anir þarf að framkvæma áður en leyfi fæst til að CE merkja vörur. CE merk- ingin staðfestir að Kerecis-kremin „meðhöndli“ ýmsa húðsjúkdóma og einkenni þeirra s.s. exem, psoriasis, húðnabba og þrálátt fótasigg.“ Bald- ur segir reynsluna af kremunum vera afskaplega góða. „Ég starfa sem húð- læknir og sé mikið að erfiðum húð- vandamálum daglega. Sum þarfnast strax meðhöndlunar eða lyfja en sum vandamál er auðvelt að meðhöndla með Kerecis-kremunum. Það er auð- vitað alltaf betra að nota náttúru- lega meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er.“ „Ekkert hefur áður virkað al- mennilega“ Ég greindist með psoriasis árið 2010 og hef prófað ýmislegt; krem, bakstra, breytt mataræði, til að hjálpa mér en ekkert hefur áður virkað almennilega. Ég fékk prufur af psoriasis-kreminu frá Kerecis í október 2014 og sá strax mun þegar ég byrjaði að nota það, húðin róaðist og bólgur í kringum blettina minnkuðu. Ég notaði kremið í tvær til þrjár vikur og tók svo pásu í nokkra daga þar sem ég var ekki búin að kaupa mér kremið aftur. Ég fann þá fljótt hvernig ég versnaði þegar ég hætti að bera það á mig. Þegar ég byrjaði aftur að nota Kerecis-kremið þá fann ég strax aftur hvað ég lagaðist mikið, húðin róaðist og varð öll slétt- ari og margir blettir hafa nánast horf- ið. Ég hef ekki fengið sár eða sýkingar í blettina líkt og ég var vön áður fyrr. Einnig er þessi pirringur sem ég fann fyrir í húðinni horfinn. Viljandi ákvað ég að skilja einn blett útundan og bera ekki á hann og hann er mun verri en allir hinir. -Rósa, snyrtifræðingur „Hefur ekki verið svona góður í langan tíma“ Sonur minn hefur átt við að stríða vandamál sem kemur oft upp á ung- lingsárum, að fá bólur sem hafa ver- ið honum til mikils ama. Hann hef- ur prófað ýmislegt og í desember 2014 fór hann til húðsjúkdómalækn- is sem vildi láta hann prófa krem sem átti víst að kosta hálfan handlegginn. Benti ég honum á að prófa ykkar krem fyrst, við gætum þá alltaf tekið hitt út ef ekki gengi. Eftir ekki langa notkun á Kerecis Smooth sér hann mjög mikinn mun og hefur ekki ver- ið svona góður í langan tíma, ég vildi ég koma þessum skemmtilegu niður- stöðum áleiðis. Hef ég reyndar verið að fá eina og eina bólu sjálf sem ef- laust er hormónatengt en ég hef getað haldið þeim vel niðri með því að bera á þær bæði kvölds og morgna krem- ið ykkar. -Móðir unglings með húð- vandamál n Dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir Fyrir Eftir KERECIS XMA: Sérþróað til meðhöndlunar á aumri, rauðri, bólginni húð og einkennum exems. Dregur úr kláða og sefar húð. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena. KERECIS FOOTGUARD: Fótakrem fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Meðhöndl- ar og kemur í veg fyrir sigg, þykka húð og sprungna hæla. Er rakagefandi og eykur vatns- bindigetu húðar. Án stera, án parabena. KERECIS PSORIA: Fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Meðhöndlar hreistraða húð og einkenni psoriasis. Slakar á húðinni og eykur fyllingu. Dregur úr kláða og losar húðflögur. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena. KERECIS SMOOTH: Fyrir húðnabba, hárnabba, rakstursbólur og inngróin hár. Meðhöndlar og kemur í veg fyrir húðnabba. Slakar á húð og sléttir. Mýkir húðhnökra þannig að auðvelt er að nudda þá af. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.