Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 48
Helgarblað 22.–25. janúar 201610 Betra líf - Kynningarblað „Náttúruleg meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er“ Dr. Baldur Tumi: K erecis-kremin hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð en þau eru unnin úr olíu úr fiskroði. Kremið virkar vel til að með- höndla ýmis húðvandamál og einkennin sem þeim fylgja og má þar nefna sem dæmi exem, psorias- is, húðnabba og fótasigg. Við ræddum við dr. Baldur Tuma Baldursson húð- sjúkdómalækni um kremin og áhrif þeirra. Hvernig eru Kerecis-krem- in til komin? „Við stofnuðum Kerecis árið 2009 til að þróa notkun á fiskroði til að meðhöndla sár og vefjaskaða. Við tókum fljótlega eftir því að húðin umhverfis sárin varð heilbrigðari og fórum að velta því fyrir okkur hvern- ig stæði á því. Niðurstaðan er sú að omega-3 olían í roðinu virðist hafa af- skaplega heilnæm áhrif á húð.“ Baldur segir að það sé þó ekki roð í kremun- um sjálfum. „Við notum ekki roðið beint heldur vinnum sérstaka olíu úr hráefninu sem við köllum mOmega-3. mOmega-3 inniheldur mikið af EPA- og DHA-fitusýrum sem tengjast heil- brigði húðarinnar. Þetta er afskaplega spennandi tækni sem við hlutum ný- verið einkaleyfisvernd fyrir.“ Fjögur krem með mismunandi magni af ávaxtasýru Hvaða jákvæðu áhrif hafa kremin á húðina? „Húðin á okkur er byggð upp eins og múrsteinar með múrlím á milli. Múrsteinarnir eru frumurn- ar og múrlímið er hið svokallað milli- frumuefni. Millifrumuefnið er ríkt af fitu og öðrum efnum. Við erum með nokkrar tegundir af kremum sem meðhöndla húðina og millifrumu- efnið á mismunandi máta.“ Það eru fjórar gerðir af kremum sem öll inni- halda mOmega-3 en mismunandi magn af ávaxtasýru. „Exem-kremið er ekki með neina sýru, Psoria sem er fyrir hreistraða húð er með meiri sýru. Svo kemur Footguard sem er fyrir fótasigg og loks Smooth-kremið fyr- ir innvaxin hár og húðnabba, en það krem er með mesta sýru,“ segir Bald- ur. En hvaða tilgang hefur ávaxtasýr- an í kremunum? „Efsta lagið í húðinni okkar samanstendur af dauðum húð- frumum og millifrumuefnum. Ávaxta- sýran opnar þetta dauða efsta lag og losar upp í því. Þetta gerir mOmega-3 efnunum kleift að komast neðar í húðina og meðhöndla millifrumulag- ið sem ég nefndi áðan.“ Auðvelt að meðhöndla sum húð- vandamál með kremunum Þessi krem eru CE merkt sem þýðir að þau eru lækningavara en ekki snyrti- vara. „Reglugerðarumhverfið fyrir lækningavörur er miklu flóknara en fyrir snyrtivörur og alls konar próf- anir þarf að framkvæma áður en leyfi fæst til að CE merkja vörur. CE merk- ingin staðfestir að Kerecis-kremin „meðhöndli“ ýmsa húðsjúkdóma og einkenni þeirra s.s. exem, psoriasis, húðnabba og þrálátt fótasigg.“ Bald- ur segir reynsluna af kremunum vera afskaplega góða. „Ég starfa sem húð- læknir og sé mikið að erfiðum húð- vandamálum daglega. Sum þarfnast strax meðhöndlunar eða lyfja en sum vandamál er auðvelt að meðhöndla með Kerecis-kremunum. Það er auð- vitað alltaf betra að nota náttúru- lega meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er.“ „Ekkert hefur áður virkað al- mennilega“ Ég greindist með psoriasis árið 2010 og hef prófað ýmislegt; krem, bakstra, breytt mataræði, til að hjálpa mér en ekkert hefur áður virkað almennilega. Ég fékk prufur af psoriasis-kreminu frá Kerecis í október 2014 og sá strax mun þegar ég byrjaði að nota það, húðin róaðist og bólgur í kringum blettina minnkuðu. Ég notaði kremið í tvær til þrjár vikur og tók svo pásu í nokkra daga þar sem ég var ekki búin að kaupa mér kremið aftur. Ég fann þá fljótt hvernig ég versnaði þegar ég hætti að bera það á mig. Þegar ég byrjaði aftur að nota Kerecis-kremið þá fann ég strax aftur hvað ég lagaðist mikið, húðin róaðist og varð öll slétt- ari og margir blettir hafa nánast horf- ið. Ég hef ekki fengið sár eða sýkingar í blettina líkt og ég var vön áður fyrr. Einnig er þessi pirringur sem ég fann fyrir í húðinni horfinn. Viljandi ákvað ég að skilja einn blett útundan og bera ekki á hann og hann er mun verri en allir hinir. -Rósa, snyrtifræðingur „Hefur ekki verið svona góður í langan tíma“ Sonur minn hefur átt við að stríða vandamál sem kemur oft upp á ung- lingsárum, að fá bólur sem hafa ver- ið honum til mikils ama. Hann hef- ur prófað ýmislegt og í desember 2014 fór hann til húðsjúkdómalækn- is sem vildi láta hann prófa krem sem átti víst að kosta hálfan handlegginn. Benti ég honum á að prófa ykkar krem fyrst, við gætum þá alltaf tekið hitt út ef ekki gengi. Eftir ekki langa notkun á Kerecis Smooth sér hann mjög mikinn mun og hefur ekki ver- ið svona góður í langan tíma, ég vildi ég koma þessum skemmtilegu niður- stöðum áleiðis. Hef ég reyndar verið að fá eina og eina bólu sjálf sem ef- laust er hormónatengt en ég hef getað haldið þeim vel niðri með því að bera á þær bæði kvölds og morgna krem- ið ykkar. -Móðir unglings með húð- vandamál n Dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir Fyrir Eftir KERECIS XMA: Sérþróað til meðhöndlunar á aumri, rauðri, bólginni húð og einkennum exems. Dregur úr kláða og sefar húð. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena. KERECIS FOOTGUARD: Fótakrem fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Meðhöndl- ar og kemur í veg fyrir sigg, þykka húð og sprungna hæla. Er rakagefandi og eykur vatns- bindigetu húðar. Án stera, án parabena. KERECIS PSORIA: Fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Meðhöndlar hreistraða húð og einkenni psoriasis. Slakar á húðinni og eykur fyllingu. Dregur úr kláða og losar húðflögur. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena. KERECIS SMOOTH: Fyrir húðnabba, hárnabba, rakstursbólur og inngróin hár. Meðhöndlar og kemur í veg fyrir húðnabba. Slakar á húð og sléttir. Mýkir húðhnökra þannig að auðvelt er að nudda þá af. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.