Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 61
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Fólk Viðtal 41 Lífið eftir krabbamein É g fékk spark í bakið í öðrum bekk og fékk fyr- ir vikið mikla bakverki og hrygg- skekkju. Læknar héldu að þetta væri tognun en seinna kom í ljós að þetta var æxli og ég var strax send í að- gerð,“ segir Alex- andra Dilja, 18 ára, sem greindist með góðkynja æxli við rifbein og mænu þegar hún var átta ára. Lögð í einelti Alexandra er með stórt ör á bak- inu sem nær frá miðju baki niður á rass. „Mér var strítt mikið af ör- inu þegar ég var yngri og var köll- uð Quasimodo, hryggskekkjubarn, aumingi og letingi. Það vildi enginn vera með mér og ég átti fáa vini,“ segir Alexandra og bætir við að ein- eltið hafi ekki hætt fyrr en hún byrjaði í framhaldsskóla. Alexandra seg- ir fólk enn horfa á örið. „Ég er orðin vön augngotun- um, þær særa mig ekki lengur og svo hefur örið dofnað mikið. Ég finn samt ennþá fyrir því og fæ oft bakverki sem fara örugglega með mér í gröfina en ég er laus við æxlið og það er aðalatriðið. Ég vil að mín saga sýni fólki að það er hægt að fara í gegnum svona reynslu en samt lifa lífinu. Ég dansaði áður en ég veiktist og ég dansa ennþá. Það er erfiðara í dag en ég geri það samt.“ É g vil segja mína sögu til að opna þessa umræðu því þegar ég veiktist áttu margir erfitt með að ræða þetta við mig. Ég mætti já- kvæð í skólann og þótt mér hafi ekki verið strítt fékk ég kannski ekki þann stuðning sem ég hefði viljað. Margir eru nefnilega hræddir við það sem þeir þekkja ekki,“ segir María Rós Magnúsdóttir, sem greindist með góðkynja æxli á eggjastokk þegar hún var 14 ára. María Rós, sem er í dag á sext- ánda ári, segir lækna hafa óttast að um krabbamein væri að ræða. „Það kom ekki í ljós fyrr en eftir rannsókn- ir að þetta var góðkynja,“ segir Mar- ía Rós og neitar því að hafa sjálf ver- ið hrædd. „Þetta gerðist allt svo hratt. Ég fór í rannsókn eftir rannsókn og svo strax í aðgerð.“ Örið líkt keisaraskurði Annar eggjastokkur og eggjaleiðari Maríu var fjarlægður í aðgerðinni og því gætu veikindin mögulega haft áhrif á frjósemi hennar í framtíðinni. „Það er samt ekkert víst því í rauninni þarf bara einn eggjastokk til að verða barnshafandi. Eftir aðgerðina hef ég hins vegar verið að fá blöðrur á hinn eggjastokkinn og mikil verkjaköst.“ María Rós viðurkennir að hafa orðið reið yfir sínum hlutskiptum. „Ég hef alveg spurt; af hverju ég? en ekki vil ég að þetta hafi frekar gerst fyrir einhvern annan. Ég er bara glöð að hafa lifað þetta af og að það sé allt í lagi með mig. Þetta hefur verið mik- il lífsreynsla,“ segir María Rós, sem er með níu sentimetra langt ör eft- ir uppskurðinn. „Örið er líkt og eftir keisaraskurð og ég finn að fólk starir oft á mig í sundklefanum en ég reyni bara að láta það ekkert á mig fá.“ Þ etta voru ekki skemmti- legar fréttir en það er ekk- ert annað í stöðunni en að halda áfram. Fyrst mér tókst að sigrast á þessu einu sinni get ég það aftur,“ segir Simon Harald Klüpfel, sem fékk þær fréttir eft- ir jólin að krabbinn hefði tekið sig upp að nýju. Pirrandi að greinast aftur Simon greindist með Hodgkins í mars 2014 en hafði verið ein- kennalaus frá mars 2015 eftir erfitt ferli sem lauk með háskammta- og geislameðferð. „Núna fundust lítil æxli í lifrinni og í þetta skipti svara ég meðferðinni mun betur. Svo er planið að fara í mergskiptingu. Ég trúi að þetta muni ganga allt saman vel. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn þótt þetta sé auðvitað mjög pirrandi.“ Simon leit ekki á greininguna sem dauðadóm. „Ég er vísinda- maður og hef því lesið og lært mik- ið um sjúkdóminn. Hodgkins er viðráðanlegra en margt krabba- mein og fyrst ég þurfti að veikjast var ég heppinn að greinast með Hodgkins. Þetta hefur eflaust verið erfiðara fyrir fjölskylduna mína en sjálfur er ég lítið að leiða hugann að því sem gæti mögulega gerst.“ Margt jákvætt við reynsluna Simon segist hafa lært mikið af þessari lífsreynslu. „Eins og að for- gangsraða. Ég var oft mjög kvíð- inn varðandi framtíðina og vinnu en í gegnum veikindin hef ég öðlast meiri ró, hef minnkað við mig vinnu og notað tímann til að hugsa. Ég sótti til dæmis um nýtt starf sem ég hefði eflaust ekki gert ef ég hefði ekki veikst. Veikindin hafa líka orðið til þess að bæta samband mitt og kærustunnar. Við erum nánari fyrir vikið. Það getur verið heilmargt jákvætt við þetta, þótt það sé kannski ekki augljóst í upphafi.“ erfiðara fyrir fjölskylduna „finn að fólk starir“ Greindist með góðkynja æxli María Rós missti bæði annan eggjastokkinn og eggjaleiðarann. Vön augn- gotunum Bakverkir og hryggskekkja Alexandra greindist með góðkynja æxli við rifbein og mænu þegar hún var átta ára. Strítt vegna örsins Alexandra Dilja var meðal annars kölluð Quasimodo. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon Krabbinn tók sig upp Simon hafði verið ein- kennalaus frá því í mars en eftir jól fundust lítil æxli í lifur. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.