Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 64
Helgarblað 22.–25. janúar 201644 Sport
bjuggu þau, sem áður sagði, í Vest-
mannaeyjum og líkaði vel. Eft-
ir fyrsta árið bauðst henni að fara
til Ungverjalands eða Þýskalands
og spila. „En, mér finnst fólkið þar
ekki nógu hlýlegt. Það er frekar
kaldlynt,“ segir hún. „Hér er fólk
með fallegra hjartalag. Mér finnst
það að minnsta kosti.“ Þau hjón-
in ákváðu að halda sínu striki og
urðu áfram í Vestmannaeyjum.
„Við vissum það bæði að ef ég
stæði mig ekki vel hérna yrði ég að
fara heim og ég vildi það alls ekki.
Ég ákvað að ég yrði að bæta mig ár
frá ári og ég held að mér hafi tek-
ist það.“
Eftir tvö vel heppnuð ár þar
vildu þau breyta til og fóru þá í
Garðabæinn til Stjörnunnar og
voru í fjögur ár. Florentina var
meðal annars valinn íþróttamað-
ur Garðabæjar hjá Stjörnunni og
hefur að auki verið valinn besti
markmaðurinn hjá HSÍ átta ár í
röð. Florentina eignaðist sitt fyrsta
barn á meðan hún spilaði með
Stjörnunni og í kjölfarið fluttu þau
til Vestmannaeyja. „Mér fannst
svo gott að vera með son minn
þar svona lítinn. Ég gat verið með
honum að degi til, enda var hann
ekki kominn til dagmömmu, en
spilað á kvöldin og þá var maður-
inn minn hjá honum. Það er mjög
fjölskylduvænt samfélag í Vest-
mannaeyjum og gott fyrir fjöl-
skyldur að vera þar. Mér finnst það
líka núna í Garðabænum, það er
gott að vinna, spila og búa í sama
bæjarfélaginu,“ segir hún.
Leyndarmálin
Florentina er þekkt fyrir metnað-
inn inni á vellinum, en einnig fyr-
ir sérstaklega góðan undirbún-
ing fyrir leikina. „Ég undirbý mig
mjög mikið fyrir hvern leik og er
með miklar hefðir í tengslum við
það. Ég gerði það sérstaklega áður
en sonur minn fæddist. Ég hef að-
eins dregið úr því, enda vinn ég
líka meira með handboltanum en
ég gerði. En ég er alltaf með sömu
rútínuna,“ segir hún. Hún tekur
sér gjarnan frí frá vinnu fyrir mik-
ilvæga leiki, tekur æfingu, borðar
vel og íhugar.
„Ég vil ekki gefa upp öll leyndar-
málin mín – það skiptir kannski
ekki eins miklu máli núna þegar
ég er búin að ákveða að hætta. Ég
læt þau samt ekki öll, því við eig-
um allt að vinna í Stjörnunni í vet-
ur,“ segir hún glaðhlakkaleg og
bætir við:
„Ég skoða andstæðinginn og
liðið mitt mjög vel. Ég er stund-
um með heilu veggina veggfóðr-
aða af blöðum með upplýsingum
og ég horfi á myndbönd. Ég fer vel
yfir það fyrir leikinn, hugsa þetta
taktískt, velti fyrir mér veikleikum
og styrkleikum mínum og þeirra.
Svo fæ ég stundum eiginmann
minn til að koma og fylgjast með
mér á sjálfum leiknum og veita
mér stuðning. Hann er traustur
ráðgjafi minn – stendur utan vall-
ar og hjálpar mér að átta mig á því
hvar ég get gert betur.“
Aldrei ein
Auk þess að skoða andstæðinginn
gaumgæfilega fer hún með bænir
fyrir hvern leik. „Trúin skiptir mig
miklu máli,“ segir hún. „Hún hefur
fleytt mér langt og ég er alveg viss
um það að ég hef Guð með mér
inni á vellinum. Ég er ekkert án
hans og ég er aldrei ein. Það er mér
mikilvægt að vera jákvæð, glöð og
góð og vera trúrækin. Ég segi liðs-
félögum mínum það líka að þeir
verði að trúa og halda í vonina.“
Hún segist finna vel fyrir þess-
um aukna styrk. „Í fyrra spiluðum
við við Fram í undanúrslitum. Ég
held að það hafi verið einn erfið-
asti og eftirminnilegasti leikur sem
ég hef spilað. Þetta var fimmti leik-
urinn og þetta var erfitt. En mér
fannst eins og ég væri með fjórar
hendur í markinu. Guð var með
mér í þessum leik, svo sannarlega.
Það var svo sætur sigur, við unn-
um þær á heimavelli og ég fann
svo sterkt hvað í okkur bjó,“ seg-
ir hún. Liðsfélagarnir sem höfðu
fylgst með henni undirbúa sig fyrir
leikinn sögðust núna loksins skilja
hvað hún væri að meina þegar hún
talaði um trú sína. Hún benti þeim
þó góðfúslega á að það væri ekki
nóg að hafa trú í meðvindi, held-
ur þyrfti hún líka að vera til staðar
í mótvindi.
Valdi Ísland
Það vakti athygli þegar Florentina
ákvað að taka upp íslenskt ríkis-
fang og spila með íslenska lands-
liðinu í handbolta. Hún hafði
verið markvörður rúmenska
landsliðsins og verið burðarás í
liðinu. Rúmenska liðið er mjög
sterkt, hefur til að mynda keppt á
öllum heimsmeistaramótunum
sem haldin hafa verið. Florentina
sóttist mjög ákveðið eftir því að fá
að spila með íslenska landsliðinu.
„Ég vildi gefa til baka til Íslands,
eftir allt sem það hafði gefið mér.
Ég hef verið svo hamingjusöm á Ís-
landi. Mér fannst það skylda mín
að gefa af mér til baka,“ segir hún.
Hún trúir því að íslenska og
norræna hugarfarið sé frelsandi.
„Ég spilaði síðast með Rúmeníu
árið 2009 á heimsmeistaramótinu
í Kína og mér fannst hugarfar
liðsins ekki vera það sem ég sótt-
ist eftir. Mér fannst það vera óþarfa
stress og mér fannst eins og ég
væri sett í ákveðinn kassa. Ef ég er
sett í kassa get ég ekki gefið af mér
og hjálpað liðinu. Hér hef ég meira
frelsi og þá á ég auðveldara með að
gefa af mér – þótt ég ætli mér alltaf
að gera meira.“
Íslenska landsliðið hefur allt til
að bera til að vera mjög sterkt og í
því eru öflugir leikmenn sem geta
náð langt að hennar mati. Sama
má segja um Stjörnuna. „Við erum
með sterkt lið, liðið er fullt af leik-
mönnum sem berjast. Ég vona að
okkur takist að klára þetta ár með
góðum árangri, ég held að við get-
um það ef við leggjum allt í sölurn-
ar. Ég myndi vilja klára árið vel og
mun gera allt sem ég get til þess
að láta það verða að veruleika,“
segir hún. „Við verðum að halda
okkur heilbrigðum og vera í topp-
formi áfram. Stjarnan hefur stað-
ið sig mjög vel síðustu tvö ár og ég
treysti því að við komumst í und-
anúrslitin í ár. Maður veit aldrei en
ég veit að við getum það.“
Kveðjustund
Það er komið að því að kveðja
handboltann og Ísland. Í júní spil-
ar Florentina líklega síðustu leik-
ina sína og fer svo til Rúmeníu
aftur. „Ég ætla að hætta. Maður-
inn minn á foreldra í Rúmeníu og
pabbi minn er þar líka. Þau vilja að
við komum aftur heim og Costinel
hefur elt mig og fylgt mér svo lengi
að það er komið að því að ég fari
með honum. Ég held að þetta sé
góður tími til þess og ég er sátt við
þessa ákvörðun. Ég finn það vel að
mig langar til þess að breyta til. Ég
held að það sé líka réttur tími fyrir
okkur að fara gagnvart syni okkar.
Hann er fimm ára og ætti að byrja
í skóla eftir tvö ár í Rúmeníu. Við
höfum þá ráðrúm til þess að sjá
hvernig okkur gengur að aðlagast
aftur áður en hann byrjar í skóla.
Það væri erfiðara ef hann væri
eldri og gæti truflað námsfram-
vindu hans,“ segir hún og segist
hafa velt þessu mikið fyrir sér. Hún
telur líklegt að hún komi sjálf til
með að starfa sem kennari í Rúm-
eníu.
„Ég er menntaður íþrótta-
kennari og vinn á leikskóla í Garða-
bæ sem kennari. Mér finnst það
svo skemmtilegt, ég vinn á góðum
vinnustað og næ góðri tengingu
við börn. Ég er góð í handbolta, en
mér finnst ég ná sérstaklega vel til
barnanna sem kennarinn þeirra.
Starfið hentar mér vel og hvatvís-
inni minni,“ segir hún.
Is it true?
Það er ekki hlaupið að því að hætta
í handboltanum, eftir allan þenn-
an tíma. „Stundum trúi ég því
varla að ég sé að hætta – eins og Jó-
hanna Guðrún söng í Eurovision:
„Is it true – is it over?“ Ég held að
ég verði alltaf tengd handbolt-
anum og íþróttum. Ég er íþrótta-
maður í eðli mínu, ég verð að geta
hlaupið, lyft og hreyft mig. Annars
– úff ég veit ekki hvað myndi ger-
ast annars,“ segir hún. En hún seg-
ist vita að það verði mjög erfitt að
kveðja, erfiðara sjálfsagt en hægt
er að ímynda sér. Hér á Íslandi
verða áfram bróðir hennar og syst-
ir sem komu á eftir henni og hafa
búið sér heimili hér. „Við höfum
haft gott stuðningsnet hérna með
þeim. Við systkinin erum mjög
náin,“ segir hún. „Þau eru mjög
ánægð og ég hef sagt þeim að ef
þau verði hérna mikið lengur komi
þau aldrei aftur til Rúmeníu. Ég
skil það vel,“ segir hún og hlær. „Ég
skil eftir hluta af mér.“
Takk
„Þótt ég sé enn að spila og auðvitað
ekki farin langar mig svo að segja
aftur: Takk. Takk ÍBV, takk Stjarn-
an og takk Ísland fyrir að vera mér
svona góð og miklir vinir mínir. Ég
er stolt af því að ÍBV hafi valið mig
og svo Stjarnan. Mér finnst Ísland
vera heimilið mitt. Ég gerði það
að heimili mínu með ykkar hjálp,“
segir hún og hleypur af stað, enda
var mikilvægur leikur um kvöldið.
Það var viðeigandi að það var leik-
ur Stjörnunnar við ÍBV í Eyjum,
þar sem Stjörnukonur unnu fræk-
inn sigur á ÍBV og komust áfram í
átta liða úrslit í Coca-Cola bikarn-
um. n
Metnaðarfull Þótt Florentina
vilji ekki gefa upp öll leyndar-
málin sín, er ljóst að hún er
afar metnaðarfull og vinnur
heimavinnuna sína fyrir leiki.
Mynd ÞorMAr VIgnIr gunnArsson
„Ég mun hágráta þegar
ég fer frá Íslandi
„Ég segi liðsfélög-
um mínum það
líka að þeir verði að trúa
og halda í vonina
Ekki missa af næsta tölublaði
Reykjavíkur vikublaðs þar sem rætt
verður við Jóhannes Stefánsson í
Múlakaffi um þorramat.