Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 68
Helgarblað 22.–25. janúar 201648 Skrýtið Sakamál Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar Banaráð í BaðherBerginu Þ ess eru mýmörg dæmi að menn hafi fyrirkomið eig­ inkonum sínum í baðher­ berginu. George Joseph Smith er einn sá alræmd­ asti þeirra manna, en hann var tví­ kvænismaður og fékk dauðadóm fyrir morð á þremur konum. Málið var kennt við brúðir og baðkör en Smith sagði skilið við jarðlífið með lykkju um hálsinn árið 1915. Nú víkur sögunni til ársins 1992. Maður er nefndur Peter Ellis, og var þegar þarna var komið sögu rúm­ lega þrítugur byggingarverktaki. Um nokkurra ára skeið hafði Ellis færst of mikið í fang, þó ekki hvað vinnu áhrærði heldur einkalífið. Hann hafði lifað tvöföldu lífi; einu með eiginkonu sinni Lisu, og öðru með hjákonunni, Mary Francis. Ellis fannst sem tími væri kom­ inn til að skapa Mary meira rými og þá á kostnað Ann. Blámi í baðherberginu Peter og Lisa bjuggu í Cardiff (ekki að það skipti nokkru máli) á suður­ strönd Wales. Allt virtist í stakasta lagi í fyrirtæki Peters og Lisa hafði enga ástæðu til að ætla annað en að allt væri í lukkunnar velstandi hjá þeim hjónum. Eitt októberkvöld, 1992, rölti Lisa, einu sinni sem oftar, upp á efri hæð heimilis hjónanna og lét renna í bað. Hún var rétt komin ofan í baðkarið þegar Peter kallaði til hennar af neðri hæðinni: „Ertu komin oní?“ Lisa svaraði að bragði: „Já,“ en varla hafði hún sleppt þessu eina orði þegar mikill blámi umlukti hana og keðjan í tappanum bráðnaði. Stöðurafmagni kennt um Með miklum harmkvælum tókst Lisu að klöngrast upp úr baðkar­ inu og öskraði að hún hefði fengið rafstuð. Eins og góðum eiginmanni sæmir var Peter á augabragði kom­ inn upp til konu sinnar, ekkert nema blíðmælgin og umhyggjan. Hann var þó með skýringar á reiðum höndum, kannski ekki trúverðugar en skýringar engu að síður; stöðurafmagn í líkama Lisu hafði hvort tveggja valdið blámanum og brætt málmkeðjuna í tappanum. Lisa var í áfalli og tók orð Peters góð og gild, en hann var ekki allur þar sem hann var séður. Hann hafði komið fyrir straumrofa og leitt rafleiðslur úr eldhúsi sem hann var að standsetja á efri hæðinni og tengt þær við yfir­ fallsrörið á baðkarinu. Hann hafði síðan hleypt straumi á þegar Lisa var komin ofan í baðkarið. Gestur í morgunsárið Hvort Peter hugði á aðra tilraun er ekki vitað, en ef sú var raun­ in fékk hann ekki tækifæri til þess. Daginn eftir knúði Mary Francis dyra. Eftir fjögurra ára samband var hún búin að fá sig fullsadda af lítt trú verðugum afsökunum, var orðin tortryggin og reiðubúin til að láta sverfa til stáls hvað samband hennar og Peters áhrærði. Þennan morgun hittust Lisa og Mary í fyrsta skipti og upplýsti hjá­ konan eiginkonuna um fjögurra ára framhjáhald Peters og spurði hvort satt væri að Lisa hefði farið fram á skilnað. Lisa kom af fjöllum, en eftir að hafa skipst á sögum við Mary fór hún að sjá atburði kvöldsins áður í nýju og ískyggilegu ljósi – og hafði samband við lögreglu. Svimandi há líftrygging Lögreglan uppgötvaði ídrátt sem fáir rafvirkjar hefðu sagt fagmann­ legan og til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að Peter hafði líf­ tryggt Lisu fyrir 600.000 sterlings­ pund og ekki séð ástæðu til að upp­ lýsa hana um það. Peter fékk 15 ára dóm fyrir morðtilraunina og þrjú ár að auki fyrir ellefu ákæruatriði sem vörðuðu þjófnað, falsanir og svik. Hann hafði ekki aðeins bruggað eiginkonu sinni banaráð heldur einnig haft, með svikum og prett­ um, 25.000 pund af vinnuveitanda hjákonunnar. n n Litlu munaði að Lisa færi yfir móðuna miklu í baðkari n Ellis ætlaði koma henni fyrir kattarnef „Hún var rétt komin ofan í baðkarið þegar Peter kallaði til hennar af neðri hæðinni: „Ertu komin oní?“ Peter Ellis Var ekki við eina fjölina felldur og vildi losna við eiginkonu sína. Í maí 2010 virtist leikarinn Daniel Wozniak vera með allt á hreinu. Hann hafði landað aðalhlut­ verki í leikriti sem setja átti á svið í heimabæ hans í Kaliforníu og fyrirhugað var brúðkaup hans og unnustunnar, Rachel Buffet. Það kom því öllum á óvart, meira að segja Rachel, þegar Wozniak var handtekinn fyrir morðið á upp­ gjafahermanninum Samuel Kerr og vinkonu hans, Julie Kibuishi. Fljót­ lega kom í ljós djöfullegt eðli leikar­ ans en tilgangur morðanna var að tæma bankareikninga Kerr til þess að fjármagna brúðkaup Wozniak. Wozniak skaut fyrst Samuel Kerr til bana á háalofti leikhúss sem hann hafði aðgengi að. Hann hlut­ aði líkið því næst niður og dreifði líkamspörtunum um nærliggjandi útivistarsvæði til þess að ekki væri hægt að bera kennsl á líkið. Því næst sendi hann skilaboð til vin­ konu Kerr, Julie Kibuishi, úr síma fórnarlambsins og narraði hana til þess að aðstoða sig á heimili Kerr. Þar myrti Wozniak hana með köldu blóði og gekk frá vettvangi glæpsins eins og um nauðgun væri að ræða. Eftir morðin tókst Wozniak að ná peningum út af af bankareikn­ ingi Kerr. Upp komst um ráða­ bruggið og leikarinn var handtek­ inn nokkrum dögum síðar. Daniel Wozniak var dæmdur til dauða fyr­ ir morðin og bíður fullnustu dóms­ ins í San Quentin­fangelsinu í Kali­ forníuríki. n ritstjorn@dv.is Daniel myrti til að fjár- magna eigið brúðkaup Djöfullegt ráðabrugg varð tveimur að aldurtila Daniel Wozniak Viðurkenndi glæpinn með orðunum: „Ég er geðveikur og ég gerði þetta“ (e. I'm crazy and I did it“).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.