Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 4
Fastanefnd hjúkrunarkvenna, sem skipuð var til þess að vinna að þessum málum fyrir Vestur- Evrópusamband h j úkrunar- kvenna, hefur orðið nokkuð á- gengt, þótt staða hennar sé veik samanborið við fastanefnd lækna. Aðalástæður fyrir erfiðleik- um hennar eru: 1. að fulltrúarnir í nefndinni hafa aðeins umboð fyrir hluta af hj úkrunarstétt- inni í sínu landi, 2. að hjúkrunarstéttin nýtur ekki alls staðar sömu við- urkenningar sem sjálfstæð stétt, eins og t. d. lækna- stéttin, heldur litið á hana sem eina af aðstoðarstétt- um lækna (paramedical). Spurt var á fundinum, hvort hjúkrunarkonur hefðu verið með í ráðum, er skýrsla Efna- hagsbandalagslandanna um lág- marks menntunarkröfur var samin fyrir nokkrum árum, og hj úkrunarkonur væru e. t. v. meðábyrgar, og þá var því ein- mitt svarað til, að svo hefði ekki verið, a. m. k. ekki fulltrúar frá þessum félögum, verið gæti samt, að einhverjar hjúkrunar- konur hefðu verið spurðar ráða. Mér var einnig betur ljóst en nokkru sinni fyrr, hversu fá- breytilegir möguleikar til fram- haldsmenntunar og sérnáms væru í þessum löndum og mis- jafn skilningur og framkvæmd á tilhögun framhaldsmenntunar og sérnáms, og einnig misjafnt mat á sérnámi og sérhæfingu til launahækkunar. Jafnvel í þessum tveimur Norðurlöndum, Noregi og Dan- mörku, er um fátt að velja. Norskar hjúkrunarkonur knýja á sitt félag, að sögn formanns þeirra, til þess að fá það til að skipuleggja ýmis námskeið allt árið. Stjóm félagsins hefur skrifað a. m. k. 5 bréf til stjórn- valda þar, með útskýringum og beiðni um fjárstyrk, en hafa ennþá alltaf fengið synjun. Það væri of langt mál að gera ýtarlega grein fyrir því, sem kom fram á fundinum um bar- áttumál hj úkrunarstéttarinnar í þessum löndum. Stundum heyrast hér raddir, sem segja: Það er leiðinlegt að heyra um Norðurlandasamvinnu hjúkrun- arkvenna, Alþjóðasamband hj úkrunai'kvenna, um alls konar ráðstefnur, þing og fundarsam- þykktir. Hvað varðar okkur um það, sem gerist í hjúkrunar- málum erlendis, nema þegar við þurfum að sækja um starf eða skólavist? En þetta er regin- misskilningur. Það varðar okk- ur mikið, hvað gerist um allan heim, til þess að lyfta hjúkrun- arstétt eða draga niður, því að áhrifin og afleiðingarnar berast til okkar. Það, sem við gerum hér heima, getur engu síður verið athyglisvert - og haft áhrif til góðs eða ills, - ekki bara árang- ur, sem við náum sjálfra okkar vegna í sambandi við laun, starfsskilyrði, réttindi og skyld- ur, ábyrgð, starfssvið og mögu- leika til menntunar og sérhæf- ingar, heldur ættum við að geta verið öðrum til fyrirmyndar - í stefnumótun, í heilbrigðis- vernd og sjúkraþjónustu, og at- kvæðamikill aðili innan heil- brigðisstétta. Til þess eigum við að hafa næga þekkingu og reynslu. Eftir fundinn í París var mér ljósara en áður, að hjúkrunar- stéttin í ýmsum Evrópulöndum þyrfti að vera betur á vegi stödd, en raun ber vitni, og sennilega hefur samstöðuleysi hamlað æskilegri framþróun verulega. Ritstjórapistillinn, sem ég minntist á í upphafi máls míns, undirstrikar gildi samstöðu, og er ánægjulegt, hvað Finnum hefur nú tekizt vel að mynda heildarsamstöðu hjúkrunar- stéttarinnar, og hjúkrunarmál þar eru talin vera með því bezta sem þekkist. Það er ómetanlegur fengur fyrir HFÍ og stéttina í heild að fá ykkur, nýútskrifaðar hjúkr- unarkonur, sem fullgilda félaga, og þá strax til samstarfs við okkur eldri félagana. Framund- an bíða okkar allra á ýmsum sviðum vandasöm verkefni í örri þróun heilbrigðisþjónust- unnar. Verkefni, sem ætti að vera gaman að glíma við. Við skulum aldrei hlífast við að leggja hart að okkur til þess að gera okkur hæfar til að valda þeim verkefnum, sem varða f ramtíðarheill h j úkrunarstétt- arinnar. Hjúkrunarstéttinni ber að á- vinna og skipa sér atkvæðamik- inn sess meðal heilbrigðisstétta í öllum veigamiklum þáttum heilbrigðisþjónustunnar, jafnt í strjálbýli sem þéttbýli. Við bjóðum ykkur, nýju fé- lagana, innilega velkomna, væntum mikils af ykkur, og í sameiningu reynum við þá að hjálpast að í stöðugri framfara- baráttu. Ég lýk máli mínu með ákalli, sem þúsundir manna nota víðs- vegar um heim og á við alla þá, sem á einhvern hátt vilja láta gott af sér leiða, en í þeim hópi viljum við öll vonandi vera. ,,Megi kraftur allífsins streyma gegnum öll samtök, er í sannleika vinna að almenn- ingsheill. Megi kærleikur al- heimssálarinnar birtast í lífi allra, er leitast við að þjóna hin- um æðri máttaröflum. Megi mér auðnast að eiga þátt í hinu mikla alheimsstarfi, sem leitast við að byggja upp fagurt mann- líf, með því að stunda orðhelgi, sjálfgleymi og mildi“. 38 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.