Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 13
fram breytingar á persónuleika sjúklinganna og andlegu at- gervi. Áhugasvið þeirra þreng- ist. Áhuginn beinist fyrst og fremst að áfengi, öflun þess og neyzlu. Starfsorka og starfs- áhugi þverra. Sjúklingarnir verða hirðulausir um skuldbind- ingar sínar. Þeir verða hirðu- lausir um ytra útlit sitt og fram- komu. Þeir missa vald yfir til- finningum sínum, verða ýmist reiðigjarnir, uppstökkir eða full- ir sjálfsvorkunnar og volandi. Kyngeta fer þverrandi. Náms- gáfur og minni bilar. Flestar þessar breytingar standa sjálf- sagt í sambandi við það, að frumudauði í heilavefnum verð- ur óeðlilega ör vegna langvar- andi truflunar áfengisins á efnaskipti heilafrumanna. Rýrn- un heilavefsins kemur oft fram á loftmyndum (pneumoence- phalographi). Stundum valda þessar heilaskemmdir krampa- flogum. Áfengið veldur ýmsum öðrum skemmdum í líkamanum. Lifrin, sem verður að sjá um brunann á öllu áfenginu, lætur á sjá. Frumur hennar fyllast af fitu. Stundum eyðast þær og hverfa, en í þeirra stað safnast bandvef- ur í lifrina og veldur lifrar- herzli (cirrhosis hepatis). Of- neytendur áfengis verða oft sér- kennilegir í útliti. Stundum verða þeir rauðir, þrútnir og uppblásnir í andliti, feitir og hvapmiklir. Stundum verða þeir magrir og gulfölir. Lifrin hefur m. a. það hlut- verk að brjóta niður eiturefni, sem sýklar kunna að framleiða í líkamanum við sýkingu. Lifrar- skemmdir draga mjög úr mót- stöðu gegn sjúkdómum, svo sem lungnabólgu, sem oft dregur á- fengissjúklinga til dauða. Lifrin gegnir einnig hlutverki í sam- bandi við framleiðslu eggja- hvítuefna og skortur eggja- hvítuefna í blóðinu leiðir af sér bjúg. Mikil orka losnar úr læðingi við bruna áfengis í líkamanum. Líkaminn fær þannig fullnægt stórum hluta af hitaeiningaþörf sinni. Þetta, ásamt t. d. maga- bólgu, sem oft leiðir af áfengis- neyzlu, dregur úr matarlyst áfengissjúklingsins. Löngunin í áfengi, lystarleysið og takmörk- uð fjárráð leiða gjarnan til þess, að næringarvalið verður fá- breytt og ófullnægjandi. Nær- ingarskortur, einkum skortur á B- og E-vítamínum, svo sem an- eurini og pyridoxini, virðist valda úttaugabólgu, og sjást þess merki hjá mörgum alkohólist- um. Delerium tremens er skyndi- leg geðtruflun, sem lýsir sér sem skjálfti og óráð. Sést eingöngu hjá þeim, sem lengi hafa ofnotað áfengi. Venjulega kemur hún fram á öðrum eða þriðja degi, eftir að áfengisneyzlu er hætt í beinu framhaldi af langvarandi drykkjutúr. Líkamlegir sjúk- dómar, svo sem lungnabólga, þvagfærasýking eða hjartasjúk- dómar, virðast stundum með- verkandi um að framkalla þessa geðtruflun. Undanfari geðtruflunarinnar er oft vanlíðan, vaxandi óróleiki, skjálfti og svefnleysi. Meðvit- und sjúklingsins verður skyndi- lega gruggug. Hann áttar sig ekki lengur á stað og stund. Hann verður haldinn mjög líf- legum rang- eða ofskynjunum á sjón. Hann sér gjarnan óhugn- anlega hluti, svo sem smákvik- indi alls konar, sem ásækja hann. Sjúklingar í þessu ástandi eru mjög auðsefjaðir. Auðvelt er að telja þeim trú um, að þeir sjái þá hluti, sem um er spurt, og lýsa þeim gjarnan mjög líf- lega. Mikill ótti og órói er oft fylgjandi þessu ástandi. Sjúk- lingarnir svitna mjög, og getur það ásamt truflun á starfsemi heiladingulsins valdið röskun á jafnvægi vökva og salta í líkam- anum. Hugsunin er öll mjög sundurlaus og í molum. Delerium tremens er mjög al- varlegt ástand. Það getur endað með dauða sjúklingsins, ef illa tekst til. Röskun á vökvajafn- vægi og mikil orkueyðsla reynir svo á veiklaðan líkama sjúk- lingsins, að ofboðið getur hjarta hans og hann fallið saman og dáið. Delerium tremens getur geng- ið yfir í Korsakoff’s geðtruflun, sem einkennist af truflun á nær- minni og því, að sjúklingurinn skáldar í eyðurnar. Kunnátta og minningar um eldri atburði haldast. Heilasjúlcdómur Wernicke’s er ennþá alvarlegri afleiðing áfengisofneyzlu og vítamíns- skorts, sem henni er samfara. Þessum sjúkdómi valda smá- blæðingar í heilavef. Lýsir sér með rugli, óöryggi í hreyfing- um útlima og augna og úttauga- bólgu. Sjúkdómurinn endar allt- af fljótlega með dauða, ef ekk- ert er að gert. Getur hins vegar batnað, ef sjúklingum eru gefnir stórir skammtar af aneurini í æð (aneurin er B-vítamín). Ofskynjanir eftir áfengis- neyzlu (alcohol hallucinosis) er langvinn og stundum ólæknandi geðveiki, sem einkennist af heyrnarofskynjunum, þ. e. a. s. ósvífnum röddum, sem skamma sjúklinginn og atyrða. Meðvit- und sjúklingsins er hrein. Hann áttar sig fullkomlega á stað og stund. Þessir sjúklingar hafa yfirleitt ekki önnur einkenni um geðklofa, svo sem tilfinninga- lífs- eða hugsanatruflanir. Ýms- ir hafa þó haldið því fram, að hér sé um að ræða geðklofa, sem framkallist af áfengisáhrifum. Meðferð áfengissjúklinga beinist fyrst og fremst að tvennu: 1) Að því að ráða bót á bráð- um afleiðingum hinnar langvar- andi áfengisneyzlu, þ. e. a. s. næringarskorti, truflun á jafn- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.