Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 33
ÞÚSUNDASTI NEMANDINN BRA UTSKRÁÐUR FRÁ HJÚKR UNARSKÓLA ÍSLANDS Við hátiðlega atliöfn í Hjúkrunar- skóla íslands, laugardaginn 18. niarz s. 1., hrautskráðist að þessu sinni eitt þúsund- asti nemandinn, Maríanna Haraldsdóttir. Afhenti Sigtirhelga Pálsdóttir, hjúkrunar- kennari, Maríönnu kertastjaka frá skól- anum til minningar um þennan áfanga í sögu skólans. Við athöfnina voru í fyrsta sinn af- hent verðlaun úr Minningarsjóði Krist- ínar Thoroddsen, en liún var fyrsti skóla- stjóri skólans, á árunuin 1931—1949. Verðlaunin eru hronzpeningur með á- grafinni mynd af Kristínu, hannaður af Sigurjóni Ólafssyni. Voru verðlaunin veitt fyrir mjög góðan námsárangur, og hlaut þau Margrét Cústafsdóttir. Sig- ríður Eiríksdóttir, fyrrum formaður Hjúkrunarfélags íslands, afhenti verð- launin. Soroptimistar gáfu listaverkabækur neniendum, sem sýnt höfðu góða framnii- stöðu í hjúkrun. Þau verðlaun lilutu: Áslaug Ásgeirsdóttir og Katrín G. Þór- lindsdóttir. Sigurlín Gunnarsdóttir, forstöðukona Borgarspítalans, afhenti verðlaunin. Soroptimistar eru félags- skapur kvenna, sem sérmenntaðar eru í menningar- og líknarmálum. Gáfu fé- lagskonur þessi verðlaun í tilefni 50 ára afmælis félags sins. Hjúkrunarkonur, sem hrautskráðust frá HSI fyrir 10 árum, gáfu skólanum niyndarlega hókagjöf í fagbókasafn skól- ans. Skipulagsskrá fyrir Bókasjóð Hjúbunarfélags íslands ElNS og fram kom í 4. tölubl. 1971 barst Hjúkrunarfélagi fs- lands gjöf frá Hjúkrunarfélag- inu Líkn, sem starfaði að hjúkr- unar- og heilsuverndarmálum í Reykjavík frá árinu 1915, þar til Heilsuverndarstöð Reykja- víkur tók til starfa árið 1956. Gaf félagið eftirstöðvar af starfsfé sínu, að upphæð kr. 169.191,60. Skyldi vöxtum þess varið til kaupa á bókum um fag- leg málefni hjúkrunarstéttar- innar. Nú hefur skrifstofu HFf bor- izt frá dóms- og kirkjumála- i'áðuneytinu staðfest skipulags- skrá fyrir sjóðinn og er hún svo hljóðandi: SKIPULAGSSKRÁ f y r i r . Bókasjóö Hjúk'i'unarféhujs íslands 1. ffr. Sjóðurinn er stofnaður 1. des. 1971. Stofnfé sjóðsins er kr. 169.191,60 og er það gjöf Hjúkr- unarfélagsins Líknar. Sjóðurinn veitir móttöku gjöfum frá félagsmönnum og öðrum, sem kunna að vilja styrkja sjóðinn. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að efla bókakost félagsins. 3. gr. Sjóðinn skal ávaxta í banka og má aldrei skerða höfuðstól- inn, en vöxtum má verja til bókakaupa. b. gr. Málefnum sjóðsins skal stjórnað af stjórn Hjúkrunar- félags íslands. 5. gr. Stjórn sjóðsins sér um bóka- kaupin og hefur reikningshald sjóðsins með höndum. Skal sjóð- urinn hafa sérstaka bók og skal skipulagsskrá þessi innfærð í hana svo og öll bókakaup og reikningar. 6. gr. Reikningsár sjóðsins er alm- anaksárið. Eftir hver árslok skulu reikningar sjóðsins end- urskoðaðir, en síðan skulu þeir bornir upp til samþykktar á aðalfundi félagsins. 7. gr. Leita skal staðfestingar for- seta íslands á skipulagsskrá þessari. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 63

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.