Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 33
ÞÚSUNDASTI NEMANDINN BRA UTSKRÁÐUR FRÁ HJÚKR UNARSKÓLA ÍSLANDS Við hátiðlega atliöfn í Hjúkrunar- skóla íslands, laugardaginn 18. niarz s. 1., hrautskráðist að þessu sinni eitt þúsund- asti nemandinn, Maríanna Haraldsdóttir. Afhenti Sigtirhelga Pálsdóttir, hjúkrunar- kennari, Maríönnu kertastjaka frá skól- anum til minningar um þennan áfanga í sögu skólans. Við athöfnina voru í fyrsta sinn af- hent verðlaun úr Minningarsjóði Krist- ínar Thoroddsen, en liún var fyrsti skóla- stjóri skólans, á árunuin 1931—1949. Verðlaunin eru hronzpeningur með á- grafinni mynd af Kristínu, hannaður af Sigurjóni Ólafssyni. Voru verðlaunin veitt fyrir mjög góðan námsárangur, og hlaut þau Margrét Cústafsdóttir. Sig- ríður Eiríksdóttir, fyrrum formaður Hjúkrunarfélags íslands, afhenti verð- launin. Soroptimistar gáfu listaverkabækur neniendum, sem sýnt höfðu góða framnii- stöðu í hjúkrun. Þau verðlaun lilutu: Áslaug Ásgeirsdóttir og Katrín G. Þór- lindsdóttir. Sigurlín Gunnarsdóttir, forstöðukona Borgarspítalans, afhenti verðlaunin. Soroptimistar eru félags- skapur kvenna, sem sérmenntaðar eru í menningar- og líknarmálum. Gáfu fé- lagskonur þessi verðlaun í tilefni 50 ára afmælis félags sins. Hjúkrunarkonur, sem hrautskráðust frá HSI fyrir 10 árum, gáfu skólanum niyndarlega hókagjöf í fagbókasafn skól- ans. Skipulagsskrá fyrir Bókasjóð Hjúbunarfélags íslands ElNS og fram kom í 4. tölubl. 1971 barst Hjúkrunarfélagi fs- lands gjöf frá Hjúkrunarfélag- inu Líkn, sem starfaði að hjúkr- unar- og heilsuverndarmálum í Reykjavík frá árinu 1915, þar til Heilsuverndarstöð Reykja- víkur tók til starfa árið 1956. Gaf félagið eftirstöðvar af starfsfé sínu, að upphæð kr. 169.191,60. Skyldi vöxtum þess varið til kaupa á bókum um fag- leg málefni hjúkrunarstéttar- innar. Nú hefur skrifstofu HFf bor- izt frá dóms- og kirkjumála- i'áðuneytinu staðfest skipulags- skrá fyrir sjóðinn og er hún svo hljóðandi: SKIPULAGSSKRÁ f y r i r . Bókasjóö Hjúk'i'unarféhujs íslands 1. ffr. Sjóðurinn er stofnaður 1. des. 1971. Stofnfé sjóðsins er kr. 169.191,60 og er það gjöf Hjúkr- unarfélagsins Líknar. Sjóðurinn veitir móttöku gjöfum frá félagsmönnum og öðrum, sem kunna að vilja styrkja sjóðinn. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að efla bókakost félagsins. 3. gr. Sjóðinn skal ávaxta í banka og má aldrei skerða höfuðstól- inn, en vöxtum má verja til bókakaupa. b. gr. Málefnum sjóðsins skal stjórnað af stjórn Hjúkrunar- félags íslands. 5. gr. Stjórn sjóðsins sér um bóka- kaupin og hefur reikningshald sjóðsins með höndum. Skal sjóð- urinn hafa sérstaka bók og skal skipulagsskrá þessi innfærð í hana svo og öll bókakaup og reikningar. 6. gr. Reikningsár sjóðsins er alm- anaksárið. Eftir hver árslok skulu reikningar sjóðsins end- urskoðaðir, en síðan skulu þeir bornir upp til samþykktar á aðalfundi félagsins. 7. gr. Leita skal staðfestingar for- seta íslands á skipulagsskrá þessari. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.