Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 11
NOKKUR ORÐ UM HJÚKRUN SJÚKLINGA SEM ORÐIÐ HAFA FYRIR HEILASKEMMDUM Bjarni Hannesson læknir við Borgars'pitalann, sérf ræðingur í heila- og taugaskurðlækningum. Aukinn fjöldi bifreiða og batn- andi vegir hafa alls staðar í heiminum haft í för með sér fjölgun á alvarlegum höfuðslys- um. Svo mun einnig verða hér á landi. Sjúklingar, sem orðið hafa fyrir höfuðslysum, eru oft meðvitundarlausir í lengri eða skemmri tíma, og ræður þá hjúkrunin oft úi’slitum um líf eða dauða. Hér verður drepið á helztu grundvallaratriði í h j úkrun slíkra sjúklinga. Sömu reglur gilda um hjúkrun allra þeirra sjúklinga, er gerðar hafa verið höfuðaðgerðir á. Starf ssvið hj úkrunarf ólks slíkra sj úklinga er tvíþætt: A) Aðhlynning. B) Gæzla. Aðhlynning. Meðvitundar- lausir sjúklingar þarfnast mjög góðrar umönnunar, og er með því ekki aðeins hægt að forða þeim frá varanlegum örkuml- um, heldur einnig dauða. 1) Greiður öndunarvegur er mjög mikilvægur. Hálfstíflaður loftvegur orsakar lækkun á súrefnisþrýstingi og hækkun kolsýru í blóði og veldur heila- bjúg, sem þessir sjúklingar þola mjög illa. Meðvitundarlausir sjúklingar geta ekki losað sig við slím úr koki og barka, og því verður að sjúga vandlega upp úr þeim. Sjúklingurinn verður að liggja á hliðinni með höfuð- ið örlítið niður á við, svo að munnvatn geti runnið út, en safnast ekki fyrir í munni og koki. Þá kasta þessir sjúklingar oft upp, og gæta verður þess, að magainnihald lendi ekki niður í barka eða lungu, en það getur valdið bráðri öndunarteppu og lungnabólgu, ef ekki er að gert. Takist ekki að halda öndunar- vegi hreinum, skal gera lækni viðvart þegar í stað, þar sem þurft getur að gera barkaskurð. 2) Legusár geta valdið mikl- um erfiðleikum, og það er auð- veldara að fyrirbyggja þau en lækna. Þarf að snúa sjúklingn- um oft, forðast ójöfnur í sæng- urfötum o. s. frv. 3) Meðvitundarlausir sjúk- lingar eru oft mjög órólegir, og verður þá að binda þá, svo að þeir skaði sig ekki. Gæta verður þess, að böndin meiði ekki. Sam- anvafin handklæði um úlnliði og ökla eru einna bezt, en ekki má koma alveg í veg fyrir, að sjúk- lingur geti hreyft sig. 4) Gott eftirlit þarf að hafa með magaslöngum og þvagleggj- um, svo að ekki komi sár undan þeim. Það eru ófáir sjúklingar, sem hafa fengið ólæknandi þvagrásarþrengsli eða ævarandi lýti á nefi vegna vanrækslu á þessu sviði. 5) Ef blóð eða mænuvökvi iekur frá nefi eða eyrum, má aldrei stöðva þann leka, t. d. með því að troða upp í viðkom- andi op. Aftur á móti er gott að leggja gi’isju við. 6) Ef sjúklingurinn hefur fengið lamanir, á strax að byrja að liðka viðkomandi liði til þess að afstýra því, að þeir krepp- ist. Getur það ráðið úrslitum um, hvort sjúklingurinn nái fullum bata. Gæzla: Gæzla er ekki síður mikilvæg og krefst aðgátar og skyldurækni. Ef einhver vafi er á ferðum um eftirfarandi atriði, skal lækni ávalit gert viðvart: 1) Meðvitundarstig er erfitt að skilgreina, en þar skiptir máli, hvort breytingar verður vart, hvort sj úklingur svarar. ef á hann er yrt, o. s. frv. 2) Mæla þarf blóðþrýsting og púls allra meðvitundarlausra sjúklinga á 30 mín. fresti a. m. k. Lækkandi púls og hækkandi blóðþrýstingur benda venjulega til þess, að voði sé á ferðum. 3) Mjög mikilvægt er að at- huga stærð og lögun ljósopanna og hversu vel þau svara við ljósi. Höfuðmáli skiptir að bera þau vel saman. Ef ljósop hefur víkkað öðrum megin og svarar treglega við ljósi, merkir það, að blæðing hefur orðið á heila, þar til annað sannast. 4) Þá þarf að veita því at- hygli, hvort sjúklingur hreyfir jafnt alla útlimi. 5) Mjög hröð og djúp eða óregluleg öndun er ills viti. Get- ur hún gefið til kynna skemmd í heilastofni. Þessi fimm atriði skyldi at- huga í einu og eins oft og lækn- ir kveður á um. Þetta eru ein- Frh. á bls. 7l TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.