Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 24
er algengastur hjá sjúkling- um með manio-depressiv sj úkdóm og endogen depress- ion. Sjúklingurinn er út- hverfur og félagslyndur, á auðvelt með að kynnast öðru fólki. Hann er glaðlyndur og þykir oft mj ög skemmtilegur í hópi vina sinna, hefur gam- ansögur á reiðum höndum, er mikið fyrir góðan mat og drykk og veraldlega hluti yfirleitt. Hann hefur mjög ríka þörf fyrir blíðu, ástúð og uppörvun, en getur ekki veitt öðrum ástúð að sama skapi og hann er sjálfur þiggjandi. I höfn hjóna- bandsins heimtar hann meira af mótpartinum en hann er sjálfur fær um að gefa. Sjúklingurinn hefur tilhneigingu til að leita halds og trausts hjá öðrum, að vera öðrum háður, helzt til- heyra ákveðnum hóp, sem veitir vernd. Hann er sjálf- miðaður (narcissistiskur), er sífellt í þörf fyrir upp- örvun, hrósyrði og að láta á sér bera. Samkvæmt kenn- ingum Freuds hýsir þessi að því er virðist glaðlyndi og vinsæli einstaklingur oft heilmiklar árásarkenndir, sem hann á í erfiðleikum með að veita eðlilega útrás. Þess vegna bælir hann þess- ar óþægilegu kenndir niður í undirmeðvitund sína og tekst að gleyma þeim að mestu eða öllu leyti. Sál- kreppan heldur þó áfram að verka í undirmeð- vitundinni, og hinar bældu árásarkenndir valda þungri sektarkennd, sem krefst refsingar af einhverju tagi. Þessai'i refsingarþörf er full- nægt með því að beina árás- arhneigðinni inn á við að eigin persónu í stað hins rétta aðila. Afleiðingin verð- ur geðlægð, minnimáttar- kennd, enn meiri sektartil- finning, dauðaþrá og sjálfs- morðshugleiðingar. I svæsn- ustu tilfellum leiðir þessi ó- heillaþróun til sjálfsmorðs. 8. Reglubundnir afturkippir. Endogen depression kemur oft fram á vorin og haustin. 9. ECT verkar oft vel á endo- gen, en ekki exogen depress- ionir. Það, sem áður var sagt um reaktivar og neurotiskar depressionir, gildir einnig að mestu um þær endogen. Einkennandi fyrir endogen depressionir er þó, að þær eru dýpri og sjúkdómsá- stand allt alvarlegra, tregð- an miklu meiri og sektar- og smæðartilfinningin magn- aðri. Depressionin byrjar oft mjög hægfara, oft með óeðlilegri þreytu, lystarleysi, megrun og almennu áhuga- leysi, bæði fyrir atvinnu og frístundaiðju. Smám saman verður tregðan meir og meir áberandi, sérstaklega að morgninum. Á sama tíma er einnig kvíðinn og þunglynd- ið verst. Að lokum kemst sjúklingurinn ekki á fætur lengur, heldur liggur fyrir allan daginn. Við psykomotoriska tregðu í hámarki fær maður svo- kallaðan depressions stupor, sjúklingurinn liggur þá fyr- ir algerlega hreyfingarlaus, ófær um að tala og neitar fæðu. Ef ekki er snarlega hægt að binda enda á þetta lífshættulega ástand, verður að sondumata sjúklinginn eða flytja honum næringu og vökva parenteralt. Ef á hinn bóginn tregðan er lítt áber- andi í sjúkdómsmyndinni, en angistin og óróleikinn þeim mun meiri, talar maður um agiteraða depression. Sjúklingurinn á þá erfitt með að vera kyrr, æðir fram og aftur, kveinandi og kvartandi og talandi um sína eigin vonzku, afbrot og mis- gjörðir, sem muni steypa sér í glötun. SjáJfsmorðshætta er fyrir hendi við hvers konar þunglynd- isástand og má aldrei gleymast. Hættan er yfirleitt mest við endogenar depressionir og oft mest, þegar sjúklingur er í afturbata. Paranoid einkenni. Paranoid einkenni koma fyrir fyrst og fremst í sambandi við langvinna paranoid schizofreni, en eru engan veginn bundin við þennan sjúkdóm einvörðungu. Paranoid einkenni koma einnig fyrir við maniska og depressiva sj úkdóma og eru einkum tiltölu- lega vanaleg í depressivum psykosum kvenna á miðjum aldri og efri árum. Paranoid einkenni geta einn- ig verið alláberandi í epilep- tiskum psychosum við temp- oral lob. epilepsi. Sömuleiðis við dementia senilis og arterios- clerosis cerebri hjá öldruðu fólki. Einnig við amfetamin- psychosur. Paranoia hjá mið- aldra fólki og eldra, þar sem paranoid einkenni eru áberandi, sér í lagi ofsóknarhugmyndir, en aðrar dæmigerðar geðtrufl- anir schizofreniu vantar í sjúk- dómsmyndina, kallast stundum parafrenia. Hvað eru paranoid einkenni? Með þessu heiti er átt við ýmiss konar hugvillur og ranghug- myndir, sem eru aðallega þrenns konar: 1. Megaloman ranghugmyndir. Sjúklingur álítur sig vera snilling, t. d. fremsta lista- mann heimsins í einhverri grein, rithöfund, tónlistar- mann og því um líkt, eða þá frábæran vísindamann og uppfinningamann, einn af velgj örðarmönnum mann- kynsins. Sjúklingurinn telur sig e. t. v. útvalinn til að frelsa heiminn. Eða þá að sjúklingurinn telur sig auð- ugustan og fegurstan allra manna, að allir séu skyld- ugir að hlýða honum o. s. frv. 58 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.