Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 21
MINNING Vilmundur Jónsson landlæknir Fæddur 28. maí 1889 Dáinn 28. marz 1972 Vilmundur JÓNSSON, fyrrv. landlæknir, and- aðist 28. marz s.l., 82 ára að aldri. Hann varð stúdent árið 1911 og lauk embættisprófi í lækn- isfræði frá Háskóla íslands vorið 1916. Síðar það ár var hann settur héraðslæknir í Þistilfjarðarhéraði og ári síðar í ísafjarðar- héraði og jafnframt yfirlæknir sjúkrahúss ísa- fjarðar. Gegndi hann þessum embættum við á- gætan orðstír, fór nokkrar kynnisferðir til út- landa og þótti farsæll og úrræðagóður læknir og hamhleypa til allra verka, er að starfinu lutu. Árið 1931 urðu þau þáttaskil í lífi Vilmundar Jónssonar, að hann var skipaður landlæknir, en því embætti gegndi hann óslitið í 28 ár eða til ársins 1959, er hann vegna aldurs sagði starfinu lausu. Alþingishátíðin 1930 vakti íslenzku þjóðina til ýmissa dáða. Það var svo margt ógert, og nú vildi yngri kynslóðin sýna, hvað í henni bjó. Stéttarfélög voru stofnuð og kröfur til náms og kunnáttu voru auknar. Ein þeirra stétta, sem fóru að einbeita sér að sínum málum, var hj úkr- unarstéttin. Hún hafði að vísu stofnað með sér félag nokkrum árum fyrr, en það voru hj úkrun- arkonur, sem allar höfðu stundað nám sitt er- lendis, þar eð enginn íslenzkur spítali var þess megnugur að veita viðurkennt hjúkrunarnám. Það var fyrst síðla árs 1930, að stofnaður var hjúkrunarkvennskóli með fullum réttindum. Hinn nýskipaði landlæknir hafði snemma af- skipti af skólanum, enda var hann formaður skólanefndar og prófdómari fyrstu árin. Þar hófust kynni mín við Vilmund landlækni, og varaði það samstarf nær alla hans embættistíð. Við hjúkrunarkonur vorum svo heppnar, að Vilmundur Jónsson átti sæti á Alþingi á árun- um 1931-1934 og aftur frá 1937-1941. Honum varð strax ljóst, að aðbúnaður hjúkrunarnem- anna var með öllu óviðunandi, en þær bjuggu þrjár og fjórar saman í rishæð Landspítalans. Árið 1932 flutti. Vilmundur landlæknir laga- frumvarp á Alþingi um hj úkrunarkvennaskóla, og var frumvarpið samþykkt. Nokkrum árum síðar fékk landlæknir samþykkt ný lög um hjúkrunarfræðsluna, er snertu aukna menntun fyrir hjúkrunarkonur í sambandi við væntan- lega skólabyggingu, sem samþykkt var að reisa á lóð Landspítalans. Af öðrum merkum málum, sem Vilmundur Jónsson beitti sér fyrir í þágu hjúkrunarstétt- arinnar, má nefna reglur um, að starfsheitið hj úkrunarkona mættu ekki aðrir nota en full- lært hjúkrunarfólk úr viðurkenndum hjúkrun- arskóla. Og ekki get ég látið hjá líða að minnast á mál, sem oft var rætt á fundum með Vilmundi landlækni: þörfina að fá til starfa í heilbrigðis- málaráðuneytinu sérmenntaða hj úkrunarkonu, sem væri bæði til eftirlits og ráðgjafar í stofn- unum, sem hefðu hjúkrunarkonur í þjónustu sinni. Þær hugmyndir hafa nú orðið að veru- leika, þótt ekki yrði í embættistíð hans. Loks skal nefnd kjarabót, sem Vilmundur Jónsson bar fram til sigurs á Alþingi og mér finnst alltaf hafa verið afar mikilvæg fyrir hjúkrun- arkonur með lýjandi starfsævi að baki. Það var stofnun Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna, en sam- kvæmt lögum hans geta hj úkrunarkonur hætt störfum sextugar á fullum eftirlaunum. Eg hef af ásettu ráði aðeins getið mikilvæg- ustu málanna, sem Vilmundur Jónsson beitti sér fyrir til handa íslenzkri hjúkrunarstétt. Þegar hans var minnzt á Alþingi, kom það ber- lega í ljós, hve fjölgáfaður afreksmaður hann var, sem notaði gáfur sínar og starfsþrek til að bæta það, sem honum þótti ekki fara vel í Framh. á bls. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.