Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 37
við, gerði mér ekki grein fyrir, að hægt væri að komast yfir svona mikið á þessum stutta tíma. Hvað er þér efst í huga að námskeiðinu loknu? Ég vil gjarnan láta í ljós á- nægju mína yfir því, að mér gafst kostur á að taka þátt í þessu námskeiði. Jafnframt vil ég færa fræðslumálanefnd þakkir fyrir að hrinda þessu af stað. Dagbjört Þórðardóttir, for- stöðukona, Reykjalundi. Telur þú, að slík námskeið eigi að halda reglulega? Já, ég er þeirrar skoðunar, að það væri mjög æskilegt. Að- sókn að þessum tveim nám- skeiðum hefur glögglega sýnt á- huga hjúkrunarkvenna á að auka þekkingu sína og fylgjast með nýjungum á sviði hjúkrun- ar- og heilbrigðismála. Kom námskeiðið þér á óvart? Já, að vissu leyti. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir, að hægt væri að hafa þetta svona gífurlega yfirgripsmikið á jafn- skömmum tíma. Er eifthvað, sem þú vildir gagnrýna? Sem þátttakandi kom ég ekkj auga á neitt, sem mér fannst betur mega fara. Hvað er þér efst í huga að námskeiðinu loknu? Fyrst og fremst þakkir til fræðslumálanefndar og félags- ins fyrir að hrinda þessu í framkvæmd og einnig, að mér gafst færi á að taka þátt í nám- skeiðinu. í öðru lagi, hvernig get ég bezt í starfi mínu not- fært mér þá fræðslu og þekk- ingu, sem ég varð aðnjótandi. Jóhanna Björnsdóttir, deildar- hjúkrunarkona, Landspítalan- um. Telur þú, að slík námskeið eigi að halda reglulega? Já, það finnst mér, og þau mættu vera lengri, minnst fjór- ar vikur. Er eitthvað, sem þú vildir gagnrýna? Mér fyndist æskilegt, að fyr- irlestrar í sálarfræði væru tekn- ir inn á námsskrá námskeið- anna, og að mínum dómi þyrfti að verja lengri tíma en tveimur kennslustundum í það efni. Fyr- irlestrar um barnasjúkdóma og meðferð barna yfirleitt hefðu einnig mátt vera á námskeiðinu. Þótt ég nefni þessi atriði, er ekki svo að skilja, að ég sé ó- ánægð með námskeiðið, síður en svo, og ég geri mér ljósa grein fyrir, að útilokað var að koma meiru fyrir á þeim tíma, sem til umráða var. Þess vegna vil ég undirstrika það, að lengja þyrfti tímann í minnst fjórar vikur. Jóhanrut, þú hefur verið starf- andi hjúkrunarkona í 35 ár samfellt, hefur þú haft tækifæri til að sækja námskeið erlendis? Já, ég fékk eins árs leyfi frá störfum árið 1954, starfaði þá í fjóra mánuði í Danmörku og fjóra mánuði í Svíþjóð. Einnig sótti ég tveggja mánaða nám- skeið fyrir deildarhjúkrunar- konur, sem haldið var á vegum danska hjúkrunarfélagsins. Var það námskeið eitthvaS frábrugSið námskeiðinu hér heima? Að nokkru leyti. Okkur var til dæmis útvegað pláss á ýms- um sjúkrahúsum í Danmörku og jafnvel í Svíþjóð. Ég var í nokkra daga á Amtsygehuset i Holbæk og Bispebjærg hosp- ital. Þar fylgdumst við með störfunum á hinum ýmsu deild- um og heimsóttum einnig hjúkr- unarskólana á báðum stöðunum. Var þetta mjög ánægjulegt og lærdómsríkt. Slíkt mætti einnig skipuleggja hér í tengslum við námskeiðin. Einnig fengum við tíma í sál- arfræði (vinnusálarfræði), og þótti mér það mjög gagnlegt. Hvað er þér efsjt í huga að námskeiðinu loknu? Ég er þakklát þeim, sem brutu þessa leið, einnig for- stöðukonu spítalans og vinnu- veitanda fyrir að gefa mér tækifæri til þátttöku í nám- skeiðinu. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.