Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 37
við, gerði mér ekki grein fyrir, að hægt væri að komast yfir svona mikið á þessum stutta tíma. Hvað er þér efst í huga að námskeiðinu loknu? Ég vil gjarnan láta í ljós á- nægju mína yfir því, að mér gafst kostur á að taka þátt í þessu námskeiði. Jafnframt vil ég færa fræðslumálanefnd þakkir fyrir að hrinda þessu af stað. Dagbjört Þórðardóttir, for- stöðukona, Reykjalundi. Telur þú, að slík námskeið eigi að halda reglulega? Já, ég er þeirrar skoðunar, að það væri mjög æskilegt. Að- sókn að þessum tveim nám- skeiðum hefur glögglega sýnt á- huga hjúkrunarkvenna á að auka þekkingu sína og fylgjast með nýjungum á sviði hjúkrun- ar- og heilbrigðismála. Kom námskeiðið þér á óvart? Já, að vissu leyti. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir, að hægt væri að hafa þetta svona gífurlega yfirgripsmikið á jafn- skömmum tíma. Er eifthvað, sem þú vildir gagnrýna? Sem þátttakandi kom ég ekkj auga á neitt, sem mér fannst betur mega fara. Hvað er þér efst í huga að námskeiðinu loknu? Fyrst og fremst þakkir til fræðslumálanefndar og félags- ins fyrir að hrinda þessu í framkvæmd og einnig, að mér gafst færi á að taka þátt í nám- skeiðinu. í öðru lagi, hvernig get ég bezt í starfi mínu not- fært mér þá fræðslu og þekk- ingu, sem ég varð aðnjótandi. Jóhanna Björnsdóttir, deildar- hjúkrunarkona, Landspítalan- um. Telur þú, að slík námskeið eigi að halda reglulega? Já, það finnst mér, og þau mættu vera lengri, minnst fjór- ar vikur. Er eitthvað, sem þú vildir gagnrýna? Mér fyndist æskilegt, að fyr- irlestrar í sálarfræði væru tekn- ir inn á námsskrá námskeið- anna, og að mínum dómi þyrfti að verja lengri tíma en tveimur kennslustundum í það efni. Fyr- irlestrar um barnasjúkdóma og meðferð barna yfirleitt hefðu einnig mátt vera á námskeiðinu. Þótt ég nefni þessi atriði, er ekki svo að skilja, að ég sé ó- ánægð með námskeiðið, síður en svo, og ég geri mér ljósa grein fyrir, að útilokað var að koma meiru fyrir á þeim tíma, sem til umráða var. Þess vegna vil ég undirstrika það, að lengja þyrfti tímann í minnst fjórar vikur. Jóhanrut, þú hefur verið starf- andi hjúkrunarkona í 35 ár samfellt, hefur þú haft tækifæri til að sækja námskeið erlendis? Já, ég fékk eins árs leyfi frá störfum árið 1954, starfaði þá í fjóra mánuði í Danmörku og fjóra mánuði í Svíþjóð. Einnig sótti ég tveggja mánaða nám- skeið fyrir deildarhjúkrunar- konur, sem haldið var á vegum danska hjúkrunarfélagsins. Var það námskeið eitthvaS frábrugSið námskeiðinu hér heima? Að nokkru leyti. Okkur var til dæmis útvegað pláss á ýms- um sjúkrahúsum í Danmörku og jafnvel í Svíþjóð. Ég var í nokkra daga á Amtsygehuset i Holbæk og Bispebjærg hosp- ital. Þar fylgdumst við með störfunum á hinum ýmsu deild- um og heimsóttum einnig hjúkr- unarskólana á báðum stöðunum. Var þetta mjög ánægjulegt og lærdómsríkt. Slíkt mætti einnig skipuleggja hér í tengslum við námskeiðin. Einnig fengum við tíma í sál- arfræði (vinnusálarfræði), og þótti mér það mjög gagnlegt. Hvað er þér efsjt í huga að námskeiðinu loknu? Ég er þakklát þeim, sem brutu þessa leið, einnig for- stöðukonu spítalans og vinnu- veitanda fyrir að gefa mér tækifæri til þátttöku í nám- skeiðinu. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 67

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.