Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 30
Bæklunarlækningadeild tekin til starfa BæMunardeild Landspítalans var formlega opnuð mánudaginn 7. febr. s. 1. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þessi nýja deild er á annarri hæð í Austur- álmu nýbyggingar spítalans, og eru þar 23 sjúkrarúm. Deildarhjúkrunarkona er Jóhanna Bene- diktsdóttir. En yfirlæknir deildarinnar, er dr. med. Stefán Haraldsson, auk hans starfa við deildina sérfræðingarnir Höskuldur Baldursson og Jó- hann Guðmundsson. Hjúkrunarnám fyrir ljósmæður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gengst fyrir kennslu í hjúkrunarfræðum fyrir ljósmæður, svo þær geti öðlazt hj úkrunarrétt- indi. Kennslutímabilið verður um 2 ár og hefst 1. október 1972. Rétt til þátttöku eiga allar ljósmæður, að af- loknu inntökuprófi. — Fyrir inntökupróf verður þátttakendum gefinn kostur á 4—6 vikna undir- búningsnámskeiði. Um sumarfrí Úr lögum um orlof frá 24. desember 1971: 1. gr. Allir þeir, sem starfa í þjónustu annarra gegn launum, hvort sem þau eru greidd í peningum eða öðrum verðmætum, eiga rétt á orlofi ásamt orlofsfé eða launum samkvæmt reglum þessara laga. 2. gr. Lög þessi rýra ekki víðtækari eða hagkvæm- ari orlofsrétt samkvæmt öðrum lögum, samn- ingum eða venjum. Samningur um minni rétt til handa launþeg- um en lög þessi ákveða er ógildur. 3. gr. Orlof skal vera 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári og reiknast hálfur mánuður eða meira sem heill mánuður, en skemmri tími telst ekki með. Það telst vinnu- tími samkvæmt þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa, meðan hann fær kaup greitt, eða hann er í orlofi. Sunnu- dagar og aðrir helgidagar teljast ekki orlofs- dagar. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. María Pétursdóttir, hjúkrunarkennari, mun annast stjómun námsins, en lokapróf fara fram við Hjúkrunarskóla Islands. Umsóknir um þetta nám svo og undirbúnings- námskeiðið sendist til ráðuneytisins fyrir 1. júní og þar eru veittar allar frekari upplýsingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. apríl 1972. Vr U. gr. Af orlofinu skal a. m. k. 21 orlofsdagur veitt- ur á tímabilinu frá 2. maí til 15. september. Ef orlof er skemmra en 21 dagur, skal það veitt í einu lagi á þessu tímabili. Afganginn af orlof- inu skal einnig veita í einu lagi, en það má veita á öðrum tíma árs. Vr 7. gr. Atvinnurekandi skal greiða í orlofsfé 8%% af launum. Ákvæði til bráðabh’gða: Orlofslaun fastra starfsmanna miðast við 22 daga virka á árinu 1972. Að öðru leyti vísast til fyrri ákvæða um orlof, í Lög og reglur er varða ríkisstarfsmenn, 1. kafla, 1. gr. í reglugerð um orlof og veikinda- forföll, þar sem segir: Þeir starfsmenn, sem hafa 10 ára starfsaldur, skulu fá orlof í 24 virka daga. Starfsmönnum, sem eiga að baki lengri starfsaldur en 15 ár, skal veita orlof allt að 27 virkum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.