Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 46
BREYTINGAR Á HEIMAHJÚKR UN HEILSUVERNDARSTÖÐ VAR REYKJA VlKUR Þar sem töluverðar umbætur urðu á heimahjúkrun Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur um s. 1. áramót, sneri ritstjórnin sér til Sigríðar Jakobsdóttur, forstöðukonu stöðvarinnar, og fékk hjá henni eftirfarandi upp- lýsingar: 1. Útbúin hafa verið sérstök eyðublöð fyrir beiðnir um heimahjúkrun og þau send heimilislæknum og sjúkra- húsum borgarinnar (sbr. mynd). 2. Útbúin hafa verið skýrslu- eyðublöð og skýrslur (journ- al) fyrir hvern sjúkling. 3. Ráðin hefur verið hjúkrun- arkona, Rannveig Þórólfs- dóttir, sem hefur yfirum- sjón með heimahjúkruninni. Fer hún í fyrstu vitjun til allra nýrra sjúklinga og ger- ir sér grein fyrir heimilis- ástæðum og metur hjúkrun- arþörfina. Athugar hún þá einnig, hvort annarrar að- stoðar sé þörf, eins og t. d. heimilisþjónustu. 4. Starfandi eru nú 6 hjúkrun- arkonur (2 í y2 staríi) við heimahj úkrun. 5. Bætt hefur verið starfsað- staða hjúkrunarkvenna; þær fá vinnuföt (hjúkrunar- sloppa, hlífðarsloppa, káp- ur), töskur með nauðsynleg- um hjúkrunaráhöldum, sem eru flest einnota. 6. Leyfi hefur verið gefið fyrir að ráða 4 sjúkraliða í fullt starf. Eru nú starfandi tveir sj úkraliðar hj úkrunarkonun- um til aðstoðar. 7. Félagsráðgjafi hefur verið ráðinn að Heilsuverndarstöð- inni, og starfar hann m. a. í tengslum við heimahjúkr- unina. 8. Aðstoðarborgarlæknir starf- ar nú í meiri tengslum við heimahj úkrunina en verið hefur sem ráðgefandi aðili í læknislegu tilliti, ef ekki næst til heimilislæknis. 9. Auglýstur er nú daglegur viðtalstími á stöðinni kl. 13- 15, nema laugardaga. 10. Heimahjúkrunin hefur nú fengið sérstakt herbergi fyr- ir starísemina í Heilsu- verndarstöðinni. Ennfremur kom fram í við- talinu við Sigríði, að unnt hefði verið að sinna öllum beiðnum, sem borizt hefðu til stöðvar- innar á árinu 1971, og hefðu h j úkrunarkonur stöðvarinnar farið í 7131 vitjun til 141 sjúk- lings. Beiðnir komu aðallega frá aðstandendum, og höfðu þá í sumum tilvikum hjúkrunarkon- ur eða læknar bent þeim á þessa þjónustu. Beiðnir frá læknum og sjúkrahúsum voru fáar. Von- andi stendur það til bóta við til- komu þessara nýju eyðublaða, sem send voru sjúkrahúsum og heimilislæknum um síðustu ára- mót og þau kynnt með bréfi, þar sem m. a. stóð: „Bent skal á, að heimahjúkrunin byggist eingöngu á vitj unum og hámark vitjana til hvers einstaklings er tvær á dag og verða þær að vera á tímabilinu frá kl. 8-17. Því miður er ekki ennþá unnt að koma á fót vaktaþjónustu. Heimahjúkrunin er að mestu leyti greidd af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og veitt sjúkling- um að kostnaðarlausu“. Ritstjórnin. Sýnishorn af eyðublaði fyrir beiðni um heimahjúkrun Nafn Til Heimahjúkrunar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Fæðingard. Staða Heimili Sími Viðtalstími alla virka daga, nema Heimilisf. Nafnnr. laugardaga kl. 13-15. Sími: 22400 Beiðni trá: Sjúkdómur og núverandi ástand Núverandi meðferö: (Tegund lyfja, þjálfun, helztu ráðl. o. s. frv.) Hvers konar hjúkrunar er óskað? □ Aðhlynning □ daglega □ eftir þörfum □ Bað □ Skipting umbúða □ ídæling □ Stólpípugjöf □ Ýmislegt Dags. / 19 Læknir/hjúkrunarkona 76 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.