Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 8
ákveðnum hlutföllum. Áður en menn fundu þetta ráð, var storknun blóðsins talsvert vanda- mál, og var þá hrært í blóðinu með glerstaut til þess að af- trefja það. 1 Rússlandi er getið einnar stofnunar, sem tekur blóð úr ný- látnu fólki. (S. Yudin í Moskvu varð fyrstur til að taka blóð úr líkum 1930). Bióð þeirra,sem deyja skyndi- dauða, storknar miklu seinna en annars vegna fibrinolysis. Ekki má vera lengra liðið frá andláti en 6—8 klst. Úr hverju líki fást 2—2% lítri blóðs. Þetta blóð er notað á sama hátt og blóð tekið úr lifandi mönnum. Blóð, sem ætlað er til blóð- gjafa, er geymt í kæli í allt að 3 vikur. Hitastigið í kælinum má ekki fara niður fyrir + 4° C og ekki yfir +6° C. Þegar blóð er geymt, verður alltaf einhver hæmolysis á rauðu blóðkornun- um, sem eykst með aldrinum, og er talið, að hún sé um 1% eftir 3 vikur. Þess vegna er óhætt að gefa allt að þriggja vikna gamalt blóð, ef engin óeðlileg hæmolysis sést í því. Áríðandi er að hafa j afnt og rétt hitastig við geymslu á blóði. Úr blóði má vinna ýmis eggja- hvítuefni (albumen og globu- lin) með sérstökum aðferðum, en ekki er hægt að fara nánar út í það hér. Plasma (blóðvatn) er vökv- inn, sem eftir er eða flýtur ofan á, þegar blóðkornin eru skilin frá eða setjast á botninn. Er mjög gott að gefa það sjúkling- um í losti við hypoproteinæmiu og bruna. Hefur plasma marga kosti umfram heilblóð, svo sem þá, að 1. hægt er að geyma það allt upp í 5 ár, 2. það er stöðugt þrátt fyrir breytingar á hitastigi og 3. ekki þarf að flokka það. Má nota það sem venjulegt blóðvatn eða sem þurrplasma og er þá vökva bætt saman við, þeg- ar það á að gefa. Var mikið notað í síðustu heimsstyrjöld með mjög góðum árangri. Nýtt frosið blóðvatn (fresh frozen plasma) er einnig mjög gagn- legt, t. d. við hæmophilia. Auk þess má nota „packed cells“: Þegar blóðvatninu er fleytt ofan af, svo eftir verður um 40% af magninu. Ennfremur er hægt að gefa thrombocyta, ýmist úr óunnu plasma eða sem con- centrat, og fer styrkleikinn eftir hraðanum, þegar blóðið er skil- ið. Þegar gefa þarf blóö, er ekki nægilegt að vita um blóðflokk þess, sem á að fá blóð- ið, og þess, sem gefur, og að þeir séu hinir sömu (ABO og Rh), heldur verður að ganga úr skugga um, hvort óhætt muni að gefa sjúklingnum blóðið og þá, hvort nokkuð það geti skeð, sem stofni lífi sjúklings í hættu, þegar blóðið kemur saman. Það er gert með svonefndu krossprófi, sem byggist á því, að blandað er saman eftir viss- um reglum blóðkornum og blóð- vatni þiggjanda og blóðgjafa og athugað fyrir kekKjamyndun (agglutination) og blóðtalna- leysingu (hæmolysis). Er mjög mikilvægt, að vand- að sé til þessarar rannsóknar, og ætti aldrei að gefa sjúklingi það blóð sem gefur vafasama svörun í krossprófi. Eins og áður hefur verið vik- ið að í sambandi við aðalblóð- flokkana (ABO) og Rhesus- faktorinn, eru sérstök efni, sem eru bundin rauðu blóðkornun- um, kölluð mótefnavakar: anti- gen, og önnur í blóðvatni kölluð mótefni: antibodies. Eru til tvenns konar mótefni (antibodies): 1. Naturally occurring anti- bodies („meðfædd“ mótefni) eru til staðar án þess að vera mynduð fyrir tilverknað mót- efnavaka og tilsvarandi mót- efnavaki ekki til staðar, og má sem dæmi nefna ABO iso-agglu- tinin (anti-A og anti-B). 1 öðr- um blóðflokkakerfum eru þau sjaldgæf. 2. Immun antibodies (áunnin mótefni) myndast hjá einstak- ling fyrir tilverknað mótefnis- vaka, sem hann vantar. Þetta getur gerzt við blóðflutning, innspýtingu á blóðvatni í æð eða vöðva (anti-sera) eða um með- göngutíma hjá konum. Mótefnavakar eru mjög mis- jafnir að styrkleika, en mót- efnavakar allra blóðflokkanna hafa möguleika á því að fram- kalla mótefni. Mótefnum má ennfremur skipta í: 1. Complete antibodies, sem einkennast af því, að þau or- saka kekkjamyndun (agglutina- tion) blóðkorna, sem hafa til- svarandi mótefnavaka (anti- gen), þegar blóðkornin ásamt blóðvatni með mótefnunum eru sett í saltvatnsupplausn. 2. Incomplete antibodies valda ekki kekkjamyndun í salt- vatni, en flest þeirra gera það í albumenupplausn. Ennfremur er hægt að finna þau með indi- rect Coombs’ prófi. Þeir sjúklingar, sem fá end- urteknar blóðgjafir eða hafa einhvern tíma áður fengið blóð- gjöf, hafa mjög líklega myndað mótefni gegn mótefnavökum ýmissa hinna veikari blóðflokka og þau mótefni geta síðan vald- ið hæmolysis við endurtekna blóðgjöf. Þess vegna þarf að nota eftir- farandi aðferðir við krosspróf: 1) saltvatns-, 2) albumen-, 3) indirect Coombs’ (antiglobu- lin)-aðferð. Það að blanda ein- faldlega saman serum og blóð- kornum sjúklings og blóðgjafa á víxl, eins og e. t. v. stundum er gert, er aðferð, sem ekki er hægt að mæla með. Framh. í næsta blaöi. 42 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.