Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 10
hvers skólaárs skal vei'a 5 vikna bóklegt nám- skeið með 130—140 kennslustundum. Námsefni, sem þá er eftir, skal dreifa á 7—8 mánuði. Kenndar skulu eftirfarandi námsgreinar: Almenn hjúkrunarfræði: Bókleg kennsla og sýnikennsla 28 stundir Verklegar h j úkrunaræf ingar 42 — Líffæra- og lífeðlisfræði..... 26 — Heilsufræði og heilsuvernd .... 30 — Frumatriði í skyndihjálp...... 8 — Hjúkrun gamalmenna............... 8 — Siðfræði ....................... 10 — Sjúkdómafræði .................. 12 — Sálarfræði ..................... 12 — Næringarefnafræði, sérfæði . . 8 — Starfsstellingar ................ 4 — Námsleiðbeiningar, fyrirlestrar, fræðslukvikmyndir, námsferða- lög o. fl....................... 20 — Alls 208 stundir 7. gr. Próf skulu vera í þremur námsgreinum: Hjúkrunarfræði, líffæra- og lífeðlisfræði og heilsufræði og heilsuvernd. Skrifleg próf skulu vera í líffæra- og lífeðlis- fræði og heilsufræði og heilsuvernd, er kennslu í þeim námsgreinum er lokið. Skrifleg og verkleg próf í hjúkrun skulu fara fram í lok skólaársins. Einkunnir skulu gefnar í heiluni og hálfum tölum frá 0 og upp í 10. Til að standast próf þarf einkunnina 5 í öllum greinum. 8. gr. Heilbrigðisráðuneytið skipar prófdómara eða samþykkir tillögur forstöðukonu um prófdóm- ara. 9. gr. Nemendur eru í verknámi á hinum ýmsu deildum sjúkrahússins. Að lokinni námsdvöl á sérhverri deild fær nemandinn einkunn, er deildarhj úkrunarkona gefur. 10. gr. Nemendur skulu fá greidd laun, sem svarar til 60% af byrjunarlaunum sjúkraliða. Veikindaleyfi skal vex-a 2 vikur og sumar- leyfi í samræmi við lög um orlof. 11. gr. Nemandi sem stenzt próf, hlýtur prófskírteini og starfsheitið sjúkraliði með þeim réttindum og skyldum, er því fylgir lögum samkvæmt. Sjúkraliði hefur rétt til að vinna hjúkrunar- störf í samræmi við ákvæði námsskrár um námsefni, en ekki önnur störf. Honum er óheim- ilt að stunda sjálfstæð hjúkrunarstörf. Ráðherra getur og veitt sjúkraliðum með er- lent sjúkraliðanám ríkisviðurkenningu og leyfi til starfa. IV. KAFLI Um rekstur skólans. 12. gr. Ríkissjóður greiðir laun fyrir kennslu og próf. Sjúkrahúsið greiðir námslaun, kennslu- efni og kennsluaðstöðu. V. KAFLI Starfssvið sjúkraliöa. 13. gr. Sjúkraliðar skulu starfa undir stjórn hjúkr- unarkonu. Störf sjúkraliða í sjúkrahúsum. Umbúnaður. Búið upp autt rúm. Búið um lín á rúmuni þeirra sjúklinga, sem minna eru veik- ir. Aðstoð við umbúnað og skiptingu á mikið veikum sjúklingum. Sjúklingum þvegið um-andlit og hendur. Hár- hirðing, munnhirðing, neðanþvottur, fótahirð- ing. Sjúklingar baðaðir í baðkeri og í rúmi. Að- stoð við að baða mikið veika sjúklinga í rúmi. Hitamæling. Púlstalning. Blóðþrýstingsmæl- ing. Varnir gegn legusárum. Fylgzt með líðan sjúklinga. Sjúklingum hjálpað á fætur og hagrætt í stól. Kalli sjúklinga svarað og flutt skilaboð. Gefin og tekin bekja. Tekin og merkt sýnis- horn af þvagi og saur. Gefin stólpípa. Aðstoð við frami'eiðslu matar. Sjúklingum hagrætt fyrir og eftir máltíð. Sjúklingar mat- aðir, sem ekki geta borðað sjálfir. Aðstoð við umbúnað líks. Umbúðir gerðar. Tekið við blómum og öðru til sjúklinga og gestum þeirra leiðbeint. Notkun ýmissa hjálpargagna og hirðing á þeim. Hirðing á sjúkrastofum, skolherbergjum, baðherbergjum og líni. Hreinsun ýmissa hjúkr- unargagna. Hirðing á blómum sjúklinga, blóma- vögnum og blómaskolum. Sjúkraliöar mega ekki taka til eða gefa lyf i sjúkrahúsum. VI. KAFLI 14. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heim- ild í 8. gr. hjúkrunarlaga, nr. 42 12. maí 1965, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 325 frá 12. nóvember 1965. I heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyfinu, 29. desember 1971. Magnús Kjartansson. Pá!l Sigurðsson. 44 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.