Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 18
MINNING
Gróa Herdís Bjarnadóttir
hjúkrunarkona
Fædd 10. október 1947
Dáin 2. febrúar 1972
Fyrir tæpum 7 árum, eða í nóvember 1965, hófst nýr forskóli í Hjúkrun-
arskóla íslands og- voru mættar 22 stúlkur til að hefja þar hjúkrunar-
nám. Þetta var ósköp venjulegur hópur og ekki frábrugðinn öðrum, sem
þarna höfðu verið við nám. í þessum hópi byrjaði Gróa Herdís nám sitt
í skólanum, nýorðin 18 ára og full af áhuga og eftirvæntingu eins og
við allar hinar. Ekki vorum við búnar að vera lengi saman, þegar við
uppgötvuðum Dísu. Fyrir utan að vera bráðgreind hafði hún einstak-
iega skemmtilega framkomu, sem einkenndist af því að vera í senn
barnaleg og fullorðinsleg. Hún liafði líka mikla kímnigáfu. Það voru
ekki fá skiptin, sem hún kom bekknum til að hlæja með því að segja
sína meiningu og jafnvel hugsanir, án þess að það kæmi beint efninu
við, sem um var verið að ræða í það og það skiptið. Alltaf gat hún út-
skýrt torskilda hluti fyrir okkur þannig, að allir skildu, var það henni
leikur einn.
Hinn 6. marz 1969 útskrifaðist Dísa með prýðiseinkunn, og hélt hún
ræðu fyrir okkar hönd og þakkaði öllum, sem stóðu að menntun okkar.
Við bekkjarsystumar trúum því varla enn, að Dísa sé horfin okkur að
öllu. Eftir námið starfaði hún á Barnaspítala Hringsins, en hélt síðan
til Kaupmannahafnar og vann á Rigshospitalet til dauðadags.
Framtíðardraumur hennar var að verða hjúkrunarkennari, og þar
hefði Hjúkrunarskólinn sannarlega fengið góðan starfskraft. Það er því
ekki aðeins höggvið stórt skarð í okkar hóp, heldur hefur öll hjúkrunar-
stéttin misst mikið. Foreldrum hennar, bróður og ömmu sendum við
okkar innilegustu hluttekningu. Þessi hinzta kveðja okkar er fátækleg,
en minningin um góða vinkonu og bekkjarsystur mun aldrei gleymast.
Bekkjarsystur. £
Gróa Herdís Bjarnadóttir var fædd 10. október 1947 í Reykjavík, dóttir
Elínar Þorgerðar Magnúsdóttur og Bjarna Guðmundssonar. Hún ólst
upp hjá móður sinni og ömmu, Margréti Björnsdóttur.
Eg þekkti Dísu frá því að hún fæddist í þennan heim og horfði á hana
vaxa upp og verða að manneskju. Hún var ákaflega tápmikið og dug-
legt barn, vissi strax hvað hún vildi, og stefndi að ákveðnu marki. Lífs-
B