Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 26
eða einhverri, sem vinnur í sjónvarpinu, t. d. stúlkunni sem kynnir dagskráratriðin hverju sinni og brosir vingjarnlega um leið. Af einhverju annarlegu til- efni vogar þó hlutaðeigandi ekki að viðurkenna ást sína og þrá hreinskilnislega. Sj úklingurinn skrifar því bréf til og hringir í umrædda manneskju, reynir jafnvel að leita hana uppi, stundum með þeim afleiðingum, að lögreglan er tilkvödd. Stundum smitar paranoian. Maður getur fyrirhitt tvö náin skyldmenni eða t. d. hjón, sem bæði hýsa sama kerfi ranghug- mynda. Þá getur verið erfitt að ganga úr skugga um, hvor veiktist fyrr. Þetta fyrirbæri kallast folie á deux. Præmorbid persónuleiki þess- ara sjúklinga kallast prepara- noid eða auktoriter. Þeir koma oft frá heimilum, þar sem þeir hafa hlotið mjög strangt upp- eldi. Faðirinn var sá, sem ákvað og skar úr um hlutina og krafð- ist skilyrðislausrar hlýðni. Sér- staklega erfitt varð þetta fyrir synina. Kynferðispersónuleika þeirra hætti við að truflast, og það varð þeim erfitt að öðlast eðlilegt sjálfstraust og raunhæft sjálfsmat. Sjúklingunum finnst þeir alla ævina litlir og veik- byggðir, gagnslausir og mis- heppnaðir. Þeir fara út í lífið án þeirrar öryggiskenndar, sem betur þroskaður einstaklingur finnur í sjálfum sér, í reynslu sinni og þekkingu. Hjá sjálfum sér finnur paranoid sjúklingur bara veikleika og smæð, og þetta leiðir til þess, að hann kemur til með að fyrirlíta veikleika og aumingjaskap, hvar sem er og í hvaða formi sem er. Á hinn bóg- inn dáist hann að styrk, þrótti cg völdum og reynir að tileinka sér þessa eiginleika og láta aðra halda, að hann búi yfir þeim. Þetta leiðir auðveldlega til kyn- þáútafordóma og aðdáunar á einræðisstefnum. Sjúklingurinn hefur sterka tilhneigingu til að vekja athygli á annarra brest- um og smæð til þess að dylja eigin ágalla. Á yfirborðinu virð- ist sjúklingurinn oft sterkur á svellinu og öruggur með sjálfan sig, jafnvel hrokafullur í sum- um tilfel'lum. Árásarhneigð hans vekur sömu kenndir hjá öðrum og staðfestir enn frekar þá skoð- un hans, að fólk sé yfirleitt á móti honum. Hann skilur þó alls ekki, að þetta er honum sjálfum að kenna. Samkvæmt kenning- um Freuds hefur paranoid sjúk- lingur við að stríða sterk kyn- villuvandamál, en vill að sjálf- sögðu ekki við þau kannast og afneitar þeim með öllu. Hann telur þessa tilhneigingu sér al- gerlega framandi. Hann getur ekki þolað hana sem hluta af persónuleika sínum. Þess vegna grípur hann til flókinna varnar- ráðstafana, sem að miklu leyti eru ómeðvitaðar. Til skýringar er hægt að nefna eftirfarandi dæmi um, hvernig þessum varn- arráðstöfunum er hagað: Maður hugsar sér, að sjúklingurinn sé karlmaður með homosexuell til- hneigingu. Hann finnur, að viss karlmaður hefur kynferðislegt aðdráttarafl fyrir hann, hann dregst ósjál'frátt að þessum manni mót vilja sínum. Varnarviðbrögðin eru því sett í gang. Hann afneitar þessari forboðnu tilhneigingu og sann- færir sjálfan sig um, að hann hafi andúð á þessum manni. Síðan ætlar hann manninum sömu kenndir (projektion), maðurinn hlýtur að hafa andúð á sjúklingnum og vilja sjúk- lingnum illt. Hin paranoida ró- un er orðin að veruleika. Eða við tökum t. d. afbrýðisaman karlmann. Hann finnur, að hann dregst að öðrum manni, en af- neitar því og ætlar konu sinni þessa tilhneigingu í staðinn. Það er hún, sem elskar manninn, ekki sjúklingurinn sjálfur. Hið veika sjálfstraust sjúklingsins liggur einnig til grundvallar hypo- chondriskum og megaloman hug- villum hans. Hann finnur sjálf- an sig sem aumingja og skussa, bæði til líkama og sálar. En hann afneitar þessari staðreynd, það er ekki sálin, sem er sjúk, heldur líkaminn. Þar af l'eiðir hin margvíslegu líkamlegu ein- kenni. Eða þá að hann sannfær- ir sjálfan sig um, að hann sé ekki veikur og smár, heldur sé hann sterkur og voldugur og allir vegir færir. Því meiri van- metakennd og angist sem sjúk- lingurinn býr yfir, þeim mun sterkari og fastmótaðri verða ranghugmyndir hans. Paranoid sjúklingar geta í einstökum til- fellum orðið hættulegir um- hverfi sínu. Það er þegar of- sóknarhugmyndirnar hafa orðið svo stórkostlegar, að sjúklingur- inn vill verða fyrri til að vinna bug á ímynduðum ofsækjendum sínum. Þess eru dæmi, að para- noid sjúklingar hafa framið vel undirbúin og þaulhugsuð morð, en sem betur fer er þó afar sjaldgæft, að til nokkurra of- beldisverka komi. Hitt er al- gengai’a, að sjúklingarnir reyni að fara lagaleiðina og klekkja þannig á andstæðingi sínum, eins og við paranoia kværu- lans. 60 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.