Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 15
HVERS VEGNA KRISTNIBOÐ ? Simonetta Bruvik hjúkrunar- kona, við Landspítalann, starf- aði í tæplega fimm ár í Eþíópíu. í greininni lýsir hún starfinu þar. Hver kristinn maður, sem öðl- azt hefur persónulega trú á Jes- úm Krist, kemst ekki hjá því að staðnæmast við þau orð, sem Kristur bauð lærisveinum sín- um og voru þau síðustu, sem hann talaði til þeirra, áður en hann steig upp til himins: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu, farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum, skírið þá til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar. Matt. 28. 18—21. FARIÐ — já, út um allan heim. Okkur hefur verið trúað fyrir fagnaðarerindinu, og allir eiga rétt á að fá að heyra það. Hver trúaður kristinn maður, sem fær að heyra þessi orð, brennur af löngun og þrá eftir að fleiri mættu heyra um hann, sem kom til að leita að hinu týnda og frelsa það, um hann, sem getur leyst hlekki satans og getur tendrað von, gefið frið og líf í órólega sál. Því er það, að við rekum kristniboð. Nær 18 ár eru liðin síðan Is- lendingar hófu kristniboðsstarf í Suður-Eþíópíu. Norðmenn höfðu byrjað þar kristniboðs- starf 5 árum áður. Samstarf hafði verið með íslendingum og Norðmönnum áður, og því var það, að Islendingar leituðu eftir samstarfi við þá í Eþíópíu. Þannig varð það, að Islendingar hófu starf á meðal Konsó-þjóð- flokksins í Suður-Eþíópíu. Konsó er lítið umdæmi á starfs- svæði Norðmanna. Konsómenn lifa helzt á akuryrkju og kvik- fjárrækt. Þeir eru mjög dug- legir að vinna og berjast hart fyrir brauði sínu. Þeir lifa enn á frumstæðan hátt. Húsin eru strákofar með moldargólfi, en þeir eru nægjusamir og una líf- inu vel þannig. En neyð heiðingjans er mikil. Vald töframannsins er mikið. Líf þeirra er fyllt skelfingu, ótta og angist. Þeir reyna að milda reiði andanna með fórn- um og gjöfum. Það eru því fáir, sem skilja neyð heiðingjans, nema þeir, sem sjá hana með eigin augum. Það má segja, að kristniboðs- starfið sé þríþætt: prédikunar- starfið, skólastarfið og hjúkr- unarstarfið. Þar sem ég starfaði við hjúkrunarstörf, langar mig til að gera því nokkur skil. Ég dvaldist í Eþíópíu 414 ár. 8 mánuðir fóru í málanám. Rík- ismálið er amhariska, en í land- inu finnast um 70—80 mállýzk- ur. Þar sem ekki þótti ástæða til að hafa 2 hjúkrunarkonur í Konsó og þar sem Norðmenn vantaði hjúkrunarkonu, var ég lánuð til þeirra. Reyndar var svo um fleiri Islendinga. Við vorum því staðsett í Gidole, sem er norsk kristniboðsstöð og er aðeins í 50 km fjarlægð frá Konsó. í Gidole er rekið sjúkrahús, og hefur Jóhannes Ólafsson kristniboðslæknir veitt því for- stöðu. Það getur tekið við 60 dvalarsjúklingum, en daglega koma um 100 sjúklingar til sjúkrahússins. Það er geysimik- ið öryggi, sem felst í því að hafa lækni á staðnum. Við hin minni sjúkraskýli, eins og t. d. í Konsó, er það aðeins hjúkrunar- konan, sem sér um allt. Vega- lengdin milli Konsó og Gidole er þó það stutt, að unnt er að aka á milli, ef um skyndihjálp er að ræða. Ingunn Gísladóttir er nú starfandi sem hjúkrunarkona í Konsó. Við sjúkrahúsið í Gidole starfa 1 læknir og 2 hjúkrunar- konur og um 25 innlendir starfs- menn. Má segja, að samvinnan hafi verið mjög góð, og var því ánægjulegt að starfa þar. Starfsdagurinn byrjar kl. 8 að morgni. Er þá genginn stofu- gangur. Að honum loknum safn- ast allir saman í biðskýlinu, og hlustað er á morgunhugleiðingu. Þannig byrja dagarnir með Guðs orði og bæn. Sjúkdómstil- fellin geta verið mörg, og oft er erfitt að greina, hvað um er að ræða. Aðstæður til rannsókna TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.