Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 12
OFNEYZLA AFENGIS
Jóhannes Bergsveinsson
Jóhannes Bergsveinsson geð-
læknir, við Flókadeild Klepps-
spítalans, flutti eftirfarandi er-
indi á námskeiði í geðsjúkdóma-
fræSi og geðhjúkrun í Klepps-
spítalcmum.
áfengi, þ. e. a. s. ethylalkohol
í ýmsum styrkleika, hefur lyfja-
verkan á líkama manna og dýra.
Lyfjaáhrif áfengis í inntöku
koma fyrst og fremst fram í ró-
andi, afspennandi og hömluleys-
andi áhrifum.
Áfengi sogast út í blóðið frá
öllum meltingarveginum, en
hraði upptökunnar eykst þegar
kemur niður í skeifugörnina og
mjógirnið.
Áhrif áfengis á miðtaugakerf-
ið fara eftir magni þess í slag-
æðablóði því, sem streymir um
heilann. Helmingur allra áfeng-
isneytenda yrði ölvaður, er
áfengismagn í slagæðarblóði
næði einum þúsundasta hluta
(1 „promille"), en nær allir yrðu
ölvaðir, þegar áfengismagnið
næði tveim þúsundustu hlutum.
Áfengið brotnar niður í lifr-
inni. Talið er, að einstaklingur,
70 kg að þyngd, brenni um 7
grömmum af áfengi á klukku-
stund. Það myndi því taka slík-
an einstakling um 10 klukku-
stundir að brjóta niður það á-
fengismagn, sem hverfa þyrfti
úr blóðinu eftir venjulega áfeng-
isvímu, til þess að hann gæti tal-
izt algáður, þ. e. a. s. með minna
en 0.5 þúsundustu hluta áfengis
í blóðinu OA ,,promille“).
Venjulegri áfengisvímu þarf
tæplega að lýsa, hana hafa flest-
ir séð eða reynt svo oft.
Óvenjuleg áfengisvíma (pata-
logiskur rus) er sjaldgæft fyrir-
brigði. Þar er um að ræða áber-
andi mikil viðbrögð við litlu
magni áfengis. Meðvitundar-
ástand þessara einstaklinga
verður þokukennt, án þess að
þeir virðist raunverulega
drukknir. Þeir hreyfa sig oft
eðlilega um, en virðast nokkuð
fjarrænir. Stundum eru þeir
órólegir og geta sýnt umhverf-
inu ofbeldi. Minni þeirra um
það, sem gerðist á meðan þeir
voru í áfengisvímunni, er oft-
ast meira og minna gloppótt. Ó-
venj uleg áfengisvíma kemur
fyrir hjá flogaveikum einstakl-
ingum, ættingj um flogaveikra
einstaklinga, einstaklingum með
afbrigðilegan persónuleika, eða
hjá þeim, sem hlotið hafa vef-
rænar heilaskemmdir. Lyf, sem
áhrif hafa á starfsemi mið-
taugakerfisins geta breytt mjög
áhrifum áfengis, sé þeirra neytt
samtímis áfengi, og getur það
valdið óvenjulegri áfengisvímu
hjá neytandanum.
Raunveruleg túrad'rykkja (dip-
somani) er sjaldgæf. Lýsir sér
með tímabundinni vanlíðan, ó-
róleika, svefnleysi og miklum
þorsta. Sjúklingurinn neytir
fyrst og fremst áfengis þann
tíma, sem þessi einkenni standa
yfir, að minnsta kosti í byrjun.
Sjúklingurinn virðist oft ekki
verða raunverulega ölvaður af
áfenginu, aðeins minna spennt-
ur og líða eitthvað betur. Heila-
rafrit (EEG) eru óeðlileg hjá
sumum túradrykkj umönnum og
minna á heilarafrit flogaveikra.
Stundum hjálpar sams konar
lyfjameðferð og við flogaveiki
þessum sjúklingum.
Allir alkohólistar hefja þró-
unarferil sinn sem áfengisneyt-
endur. Áfengisneyzlan er fram-
an af yfirleitt lítil og fer fram
í félagsskap Þá tekur við tíma-
bil, þar sem áfengisneyzlan fer
hratt vaxandi, unz um greini-
lega ofneyzlu áfengis er að fæða,
t. d. miðað við félagslegar að-
stæður og efnahag. Áfengis-
neyzla um hverja helgi verður
algeng. Tíminn, sem áfengis-
neyzlan stendur yfir hverju
sinni, lengist. Áfengis er neytt
mörg kvöld hvert eftir annað.
Magn þess áfengis, sem neytt er,
eykst. Morgunafréttarinn kem-
ur til skjalanna. Áfengisneyzlan
fer að eiga sér stað 1 drykkju-
túrum, sem ná yfir marga daga.
Tíminn, sem það tekur að jafna
sig eftir áfengisneyzluna, leng-
ist. Þegar þessu stigi er náð, er
áfengisneyzlan löngu farin að
skaða einstaklinginn bæði efna-
hagslega og félagslega. Hann á
samt í erfiðleikum með að binda
enda á drykkjutúrana. Hann er
búinn að missa stjórn á áfengis-
neyzlunni og er orðinn alkohól-
isti.
Við langvarandi drykkjusýki
(alcoholismus chronica) koma
46 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS