Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 12
OFNEYZLA AFENGIS Jóhannes Bergsveinsson Jóhannes Bergsveinsson geð- læknir, við Flókadeild Klepps- spítalans, flutti eftirfarandi er- indi á námskeiði í geðsjúkdóma- fræSi og geðhjúkrun í Klepps- spítalcmum. áfengi, þ. e. a. s. ethylalkohol í ýmsum styrkleika, hefur lyfja- verkan á líkama manna og dýra. Lyfjaáhrif áfengis í inntöku koma fyrst og fremst fram í ró- andi, afspennandi og hömluleys- andi áhrifum. Áfengi sogast út í blóðið frá öllum meltingarveginum, en hraði upptökunnar eykst þegar kemur niður í skeifugörnina og mjógirnið. Áhrif áfengis á miðtaugakerf- ið fara eftir magni þess í slag- æðablóði því, sem streymir um heilann. Helmingur allra áfeng- isneytenda yrði ölvaður, er áfengismagn í slagæðarblóði næði einum þúsundasta hluta (1 „promille"), en nær allir yrðu ölvaðir, þegar áfengismagnið næði tveim þúsundustu hlutum. Áfengið brotnar niður í lifr- inni. Talið er, að einstaklingur, 70 kg að þyngd, brenni um 7 grömmum af áfengi á klukku- stund. Það myndi því taka slík- an einstakling um 10 klukku- stundir að brjóta niður það á- fengismagn, sem hverfa þyrfti úr blóðinu eftir venjulega áfeng- isvímu, til þess að hann gæti tal- izt algáður, þ. e. a. s. með minna en 0.5 þúsundustu hluta áfengis í blóðinu OA ,,promille“). Venjulegri áfengisvímu þarf tæplega að lýsa, hana hafa flest- ir séð eða reynt svo oft. Óvenjuleg áfengisvíma (pata- logiskur rus) er sjaldgæft fyrir- brigði. Þar er um að ræða áber- andi mikil viðbrögð við litlu magni áfengis. Meðvitundar- ástand þessara einstaklinga verður þokukennt, án þess að þeir virðist raunverulega drukknir. Þeir hreyfa sig oft eðlilega um, en virðast nokkuð fjarrænir. Stundum eru þeir órólegir og geta sýnt umhverf- inu ofbeldi. Minni þeirra um það, sem gerðist á meðan þeir voru í áfengisvímunni, er oft- ast meira og minna gloppótt. Ó- venj uleg áfengisvíma kemur fyrir hjá flogaveikum einstakl- ingum, ættingj um flogaveikra einstaklinga, einstaklingum með afbrigðilegan persónuleika, eða hjá þeim, sem hlotið hafa vef- rænar heilaskemmdir. Lyf, sem áhrif hafa á starfsemi mið- taugakerfisins geta breytt mjög áhrifum áfengis, sé þeirra neytt samtímis áfengi, og getur það valdið óvenjulegri áfengisvímu hjá neytandanum. Raunveruleg túrad'rykkja (dip- somani) er sjaldgæf. Lýsir sér með tímabundinni vanlíðan, ó- róleika, svefnleysi og miklum þorsta. Sjúklingurinn neytir fyrst og fremst áfengis þann tíma, sem þessi einkenni standa yfir, að minnsta kosti í byrjun. Sjúklingurinn virðist oft ekki verða raunverulega ölvaður af áfenginu, aðeins minna spennt- ur og líða eitthvað betur. Heila- rafrit (EEG) eru óeðlileg hjá sumum túradrykkj umönnum og minna á heilarafrit flogaveikra. Stundum hjálpar sams konar lyfjameðferð og við flogaveiki þessum sjúklingum. Allir alkohólistar hefja þró- unarferil sinn sem áfengisneyt- endur. Áfengisneyzlan er fram- an af yfirleitt lítil og fer fram í félagsskap Þá tekur við tíma- bil, þar sem áfengisneyzlan fer hratt vaxandi, unz um greini- lega ofneyzlu áfengis er að fæða, t. d. miðað við félagslegar að- stæður og efnahag. Áfengis- neyzla um hverja helgi verður algeng. Tíminn, sem áfengis- neyzlan stendur yfir hverju sinni, lengist. Áfengis er neytt mörg kvöld hvert eftir annað. Magn þess áfengis, sem neytt er, eykst. Morgunafréttarinn kem- ur til skjalanna. Áfengisneyzlan fer að eiga sér stað 1 drykkju- túrum, sem ná yfir marga daga. Tíminn, sem það tekur að jafna sig eftir áfengisneyzluna, leng- ist. Þegar þessu stigi er náð, er áfengisneyzlan löngu farin að skaða einstaklinginn bæði efna- hagslega og félagslega. Hann á samt í erfiðleikum með að binda enda á drykkjutúrana. Hann er búinn að missa stjórn á áfengis- neyzlunni og er orðinn alkohól- isti. Við langvarandi drykkjusýki (alcoholismus chronica) koma 46 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.