Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 16
Ólafur Þ. Jónsson Ólafur Þ. Jónsson svæfinga- læknir, við Borgarspítalann. Fyrir nokkru var fengin Eng- ström öndunarvél að gjörgæzlu- deild Borgarspítalans. Hef ég verið beðinn að skýra lesendum nokkuð frá vél þessari. Engström öndunarvélar eru framleiddar í Svíþjóð, og gerð þeirra hófst upp úr 1950. Fékkst mikil reynsla þeirra í mænuveikifaraldrinum, sem gekk um 1952. Þær hafa lítið breytzt á þessum tuttugu árum ENGSTRÖM ÖNDUNAR VÉLAR nema útlitið. Grundvallarbygg- ingin er hin sama. Þessar vélar hafa alltaf þótt einhverjar þær beztu og vönduðustu, sem völ er á. Vélarnar má nota á tvennan hátt: annars vegar á sjúkra- deildum til að anda fyrir sjúk- linga með öndunarbilun og hins vegar á skurðstofu og koma þá í stað svæfingavéla. Má þá tengja þær súrefni, glaðlofti og úðurum fyrir svæfingalyf. Skal nú skýrt stuttlega frá því, hvernig vélin vinnur. Loftmagn það, sem blása skal í sjúklinginn, sogast inn í gúmmíblöðru, sem er innan í þéttu hólfi. Rafmagnsmótor knýr síðan bullu í strokk, og loftið, sem þannig þjappast sam- an, fer inn í hólfið og þrýstir gúmmíblöðrunni saman, og fer þá loftskammturinn, sem í blöðrunni var, niður í lungu sjúklingsins. Þegar bullan í strokknum gengur til baka, myndast neikvæður þrýstingur í hólfinu, blaðran þenst út og loft dregst á ný inn í hana og síðan áfram koll af kolli. Hægt er að blanda loft það, sem í blöðruna fer, með súrefni og svæfingaefnum eftir þörfum. Vélin gengur fyrir rafmagni, eins og áður er sagt, og þarf eru ekki eins góðar og skyldi. Þó er mikil hjálp í litlu röntgen- tæki og lítilli rannsóknarstofu, sem getur gefið okkur svolitla hugmynd um sjúkdóm sjúklings. Helztu sjúkdómar eru hitabelt- issjúkdómar, svo sem malaría, meltingartruflanir og næringar- skortur hjá unglingum, berklar, sár og húðsjúkdómar, og þannig mætti lengi telja. Fólk gætir ekki hreinlætis, og ef til vill á vatnsskorturinn drjúgan þátt í því. Oft þarf að grípa til skurð- aðgerða. Talsvert hefur verið um móðurlífsæxli. Man ég þá sérstaklega eftir einni konu, sem sagðist hafa haldið, að hún væri barnshafandi, var hún farin að ganga nokkuð lengi með, svo að eitthvað var að. Þegar hún kom á sjúkrahúsið, hafði hún fyrst fundið fyrir stækkun í kviðar- holi fyrir 6 árum. Þegar hún kom, leit hún út fyrir að ganga með þríbura. Hún var síðan skorin, og æxlið reyndist vera 11,7 kg. Henni heilsaðist vel á eftir og fór frísk heim. Einnig hefur verið dálítið um plastísk- ar aðgerðir. Er það þá helzt þegar um brunasár er að ræða. Oft er komið með sjúklinga, sem orðið hafa fyrir spjótstungum, slöngubiti og öðrum slysum. Man ég þar eftir einni konu. Maður hennar hafði stungið hana með spjóti á undarlegan stað eða í mjöðmina, farið fram hjá mjaðmargrindinni, og þeg- ar hún kom, lágu þarmarnir út á mjöðminni. Hún var skorin upp í skyndi, og tókst að bjarga lífi hennar. Þannig mætti lengi telja. Það er ekki sjaldan staðið frammi fyrir atvikum, þar sem líf sjúklings er í hættu, en kraftaverk gerast, það fáum við að sjá, því að það, sem er ómögulegt fyrir mönnum, er mögulegt fyrir Guði. Það er beð- ið í trú til hans, sem allt vald hefur, og hann heyrir. Reynt er að hafa svolítið eft- irlit með ungbörnum. Mæðurn- ar fá þá kort, og eiga þær að koma mánaðarlega í eftirlit. Felst það þá í að vikta barnið, bólusetja og reyna að tala við mæðurnar um mataræði og hreinlæti. En oft vill þetta far- ast fyrir vegna vanþekkingar þeirra á slíkum hlutum. Það mætti nefna fleira frá hjúkrunarstarfinu, en það yrði of langt mál að tína allt tii. Það er von mín, að þessi fáu orð gefi einhverja hugmynd um það starf, sem unnið er úti á kristni- boðsakrinum. □ 50 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.