Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 46
BREYTINGAR Á HEIMAHJÚKR UN HEILSUVERNDARSTÖÐ VAR REYKJA VlKUR Þar sem töluverðar umbætur urðu á heimahjúkrun Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur um s. 1. áramót, sneri ritstjórnin sér til Sigríðar Jakobsdóttur, forstöðukonu stöðvarinnar, og fékk hjá henni eftirfarandi upp- lýsingar: 1. Útbúin hafa verið sérstök eyðublöð fyrir beiðnir um heimahjúkrun og þau send heimilislæknum og sjúkra- húsum borgarinnar (sbr. mynd). 2. Útbúin hafa verið skýrslu- eyðublöð og skýrslur (journ- al) fyrir hvern sjúkling. 3. Ráðin hefur verið hjúkrun- arkona, Rannveig Þórólfs- dóttir, sem hefur yfirum- sjón með heimahjúkruninni. Fer hún í fyrstu vitjun til allra nýrra sjúklinga og ger- ir sér grein fyrir heimilis- ástæðum og metur hjúkrun- arþörfina. Athugar hún þá einnig, hvort annarrar að- stoðar sé þörf, eins og t. d. heimilisþjónustu. 4. Starfandi eru nú 6 hjúkrun- arkonur (2 í y2 staríi) við heimahj úkrun. 5. Bætt hefur verið starfsað- staða hjúkrunarkvenna; þær fá vinnuföt (hjúkrunar- sloppa, hlífðarsloppa, káp- ur), töskur með nauðsynleg- um hjúkrunaráhöldum, sem eru flest einnota. 6. Leyfi hefur verið gefið fyrir að ráða 4 sjúkraliða í fullt starf. Eru nú starfandi tveir sj úkraliðar hj úkrunarkonun- um til aðstoðar. 7. Félagsráðgjafi hefur verið ráðinn að Heilsuverndarstöð- inni, og starfar hann m. a. í tengslum við heimahjúkr- unina. 8. Aðstoðarborgarlæknir starf- ar nú í meiri tengslum við heimahj úkrunina en verið hefur sem ráðgefandi aðili í læknislegu tilliti, ef ekki næst til heimilislæknis. 9. Auglýstur er nú daglegur viðtalstími á stöðinni kl. 13- 15, nema laugardaga. 10. Heimahjúkrunin hefur nú fengið sérstakt herbergi fyr- ir starísemina í Heilsu- verndarstöðinni. Ennfremur kom fram í við- talinu við Sigríði, að unnt hefði verið að sinna öllum beiðnum, sem borizt hefðu til stöðvar- innar á árinu 1971, og hefðu h j úkrunarkonur stöðvarinnar farið í 7131 vitjun til 141 sjúk- lings. Beiðnir komu aðallega frá aðstandendum, og höfðu þá í sumum tilvikum hjúkrunarkon- ur eða læknar bent þeim á þessa þjónustu. Beiðnir frá læknum og sjúkrahúsum voru fáar. Von- andi stendur það til bóta við til- komu þessara nýju eyðublaða, sem send voru sjúkrahúsum og heimilislæknum um síðustu ára- mót og þau kynnt með bréfi, þar sem m. a. stóð: „Bent skal á, að heimahjúkrunin byggist eingöngu á vitj unum og hámark vitjana til hvers einstaklings er tvær á dag og verða þær að vera á tímabilinu frá kl. 8-17. Því miður er ekki ennþá unnt að koma á fót vaktaþjónustu. Heimahjúkrunin er að mestu leyti greidd af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og veitt sjúkling- um að kostnaðarlausu“. Ritstjórnin. Sýnishorn af eyðublaði fyrir beiðni um heimahjúkrun Nafn Til Heimahjúkrunar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Fæðingard. Staða Heimili Sími Viðtalstími alla virka daga, nema Heimilisf. Nafnnr. laugardaga kl. 13-15. Sími: 22400 Beiðni trá: Sjúkdómur og núverandi ástand Núverandi meðferö: (Tegund lyfja, þjálfun, helztu ráðl. o. s. frv.) Hvers konar hjúkrunar er óskað? □ Aðhlynning □ daglega □ eftir þörfum □ Bað □ Skipting umbúða □ ídæling □ Stólpípugjöf □ Ýmislegt Dags. / 19 Læknir/hjúkrunarkona 76 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.