Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 30
Bæklunarlækningadeild tekin til starfa BæMunardeild Landspítalans var formlega opnuð mánudaginn 7. febr. s. 1. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þessi nýja deild er á annarri hæð í Austur- álmu nýbyggingar spítalans, og eru þar 23 sjúkrarúm. Deildarhjúkrunarkona er Jóhanna Bene- diktsdóttir. En yfirlæknir deildarinnar, er dr. med. Stefán Haraldsson, auk hans starfa við deildina sérfræðingarnir Höskuldur Baldursson og Jó- hann Guðmundsson. Hjúkrunarnám fyrir ljósmæður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gengst fyrir kennslu í hjúkrunarfræðum fyrir ljósmæður, svo þær geti öðlazt hj úkrunarrétt- indi. Kennslutímabilið verður um 2 ár og hefst 1. október 1972. Rétt til þátttöku eiga allar ljósmæður, að af- loknu inntökuprófi. — Fyrir inntökupróf verður þátttakendum gefinn kostur á 4—6 vikna undir- búningsnámskeiði. Um sumarfrí Úr lögum um orlof frá 24. desember 1971: 1. gr. Allir þeir, sem starfa í þjónustu annarra gegn launum, hvort sem þau eru greidd í peningum eða öðrum verðmætum, eiga rétt á orlofi ásamt orlofsfé eða launum samkvæmt reglum þessara laga. 2. gr. Lög þessi rýra ekki víðtækari eða hagkvæm- ari orlofsrétt samkvæmt öðrum lögum, samn- ingum eða venjum. Samningur um minni rétt til handa launþeg- um en lög þessi ákveða er ógildur. 3. gr. Orlof skal vera 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári og reiknast hálfur mánuður eða meira sem heill mánuður, en skemmri tími telst ekki með. Það telst vinnu- tími samkvæmt þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa, meðan hann fær kaup greitt, eða hann er í orlofi. Sunnu- dagar og aðrir helgidagar teljast ekki orlofs- dagar. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. María Pétursdóttir, hjúkrunarkennari, mun annast stjómun námsins, en lokapróf fara fram við Hjúkrunarskóla Islands. Umsóknir um þetta nám svo og undirbúnings- námskeiðið sendist til ráðuneytisins fyrir 1. júní og þar eru veittar allar frekari upplýsingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. apríl 1972. Vr U. gr. Af orlofinu skal a. m. k. 21 orlofsdagur veitt- ur á tímabilinu frá 2. maí til 15. september. Ef orlof er skemmra en 21 dagur, skal það veitt í einu lagi á þessu tímabili. Afganginn af orlof- inu skal einnig veita í einu lagi, en það má veita á öðrum tíma árs. Vr 7. gr. Atvinnurekandi skal greiða í orlofsfé 8%% af launum. Ákvæði til bráðabh’gða: Orlofslaun fastra starfsmanna miðast við 22 daga virka á árinu 1972. Að öðru leyti vísast til fyrri ákvæða um orlof, í Lög og reglur er varða ríkisstarfsmenn, 1. kafla, 1. gr. í reglugerð um orlof og veikinda- forföll, þar sem segir: Þeir starfsmenn, sem hafa 10 ára starfsaldur, skulu fá orlof í 24 virka daga. Starfsmönnum, sem eiga að baki lengri starfsaldur en 15 ár, skal veita orlof allt að 27 virkum dögum.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.