Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga /. tbl. 1. árg. 1993 Lovísa Baldursdóttir og Sólveig Sverrisdóttir Loftskipti utan líkama Hjúkrun sjúklings sem þarfnast TECLA (total extracorporeal lung assistance) Markmið TECLA (total extracorporeal lung assistance) meðferðar er að ná fram loftskiptum utan líkama þegar nauðsynlegt er að hvíla sjúk lungu sjúklings. Skýrt er frá aðdraganda og framkvcemd meðferðar einstaklings sem misst hafði annað lungað í slysi. Sjúklingur fékk ARDS (adult respiratory distress syndrome) og reyndist ekki mögulegt að viðhalda viðunandi loftskiptum með hefðbundnum aðferðum. Fjallað er um viðfangsefni sem sértœk eru fyrir þessa meðferð, m.a. skert loftskipti, breytingu á nœringarþörf, framkvœmd og viðhald kælingar og meðvitundarleysis, áhrif hátæknimeðferðar og líðan aðstandenda. Lovísa Baldursdóttir lauk B.S. prófi t hjúkr- unarfrceöi frá Háskóla fslands árið 1979 og M.S. prófi í hjúkrun gjörgceslu- sjúklinga frá University of Wisconsin - Madison, Bandaríkjunum, árið 1985. Hún er hjúkrunar- framkvæmdastjóri á gjör- gœsludeild og bráðamót- tökudeild Landspítalans og stundakennari við Háskóla fslands, námsbraut t hjúkr- unarfrœði. Sólveig Sverrisdóttir lauk B.S. prófi í hjúkr- unarfrœði frá Háskóla íslands árið 1988. Hún var aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild 1991-1992 og er nú deildarstjóri á bæklunarlækningadeild Landspítalans. TECLA (total extracorporeal lung assistance) meðferð er sérhæfð og áhættusöm. Markmið meðferðar er að hvíla sjúk lungu sjúklings og gefa þeim tíma til bata meðan loftskiptum er náð utan líkama. Beiting ECLA meðferðar er umdeild einkum vegna alvarlegra fylgikvilla, mikils kostnaðar og ótryggs árangurs. Þessi meðferð hefur einu sinni verið veitt sjúklingi á íslandi hingað til, og var það á gjörgæsludeild Landspítalans. Tilgangurinn með þessari grein er að kynna hjúkrun sjúklings sem þurfti á loft- skiptum utan líkama að halda. SJúkdómssaga Um er að ræða ungling sem lenti í slysi með þeim afleiðingum að vinstra lunga skaddaðist og reyndist nauðsynlegt að fjarlægja það sam- dægurs. Hægra lunga marðist, loftbrjóst (pneumothorax) myndaðist og rif brotnuðu. Aðrir áverkar voru ekki til staðar utan marblettir hér og þar, og var sjúklingur með meðvitund við komu á sjúkrahús. Unglingurinn hafði ávallt verið hraustur og tekið mikinn þátt í íþróttum og félagslífi. Eftir lungnaaðgerðina var sjúklingur í öndunarvél. Næstu tvo sólarhringa versnaði virkni hægra lunga. Lungnamynd sýndi út- breiddar þéttingar, loftskipti versnuðu svo og almennt ástand. Sjúkdómsgreining var ARDS (adult respiratory distress syndrome). Þrýst- ingur í loftvegum við innöndun hækkaði því þangeta (compliance) lungans minnkaði stöð- ugt. Sjúklingur var að lokum kominn á 100% súrefni með innöndunarþrýsting yfir 50 cmH20 og var þrýstingsáverki (barotrauma) á lungað yfirvofandi. Skipt var frá Servo 900 C öndunarvél yfir í hátíöniöndunarvél (high frequency jet ventilator). [Hátíðniöndun bætir súrefnisupptöku og eykur koltvíoxíðútskilnað án þess að valda þrýstingshækkun í loftvegum (Hurst, Branson og DeHaven,1987; White, Richardson og Raibstein,1990) ólíkt því sem gerist þegar hefðbundinni meðferð í öndunar- vél er beitt.]jafnframt var súrefnisþörf sjúklings

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.