Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
móts við fræðsluþörf þeirra. Tekið var viðtal
við sjúklingana daginn fyrir útskrift. Flestum
fannst fræðslan, sem þeir fengu, vera óljós eða
of almenn, þ.e. hún var ekki einstaklingsmiðuð.
Sögðust 36% sjúklinganna ekki hafa verið
fræddir um hvernig bregðast ætti við ef þeir
fengju brjóstverk. Einnig var athugað hvað þeir
töldu vera helstu áhættuþætti sína. Töldu 32%
of mikið vinnuálag vera helsta áhættuþáttinn,
28% streitu, 24% reykingar, 20% offitu, 8%
áhyggjur, of litla hreyfingu og fleira. Rann-
sóknin sýnir að sjúklingar telja andlegt álag, s.s.
of mikið vinnuálag og streitu, vera aðaláhættu-
þættina. Þrátt fyrir það fengu þeir litla eða enga
fræðslu um þessa þætti. í 56% tilvika sögðu
sjúklingar að þeir hefðu ekki verið spurðir um
hvað þeir héldu að væru þeirra helstu áhættu-
þættir.
Chan (1990) kannaði hjá 30 sjúklingum, sem
fengið höfðu kransæðastíflu, hvað þeim fannst
mikilvægast að fá fræðslu um fyrir útskrift.
Þeim þótti mikilvægast að fá fræðslu um það
sem gæti komið í veg fyrir að þeir fengju aðra
kransæðastíflu. Þessir þættir eru m.a. áhrif lyfja,
uppbygging og starfsemi hjartans og áhættu-
þættir.
Tilley, Gregor og Thiessen (1987) komust að
þeirri niðurstöðu að töluverður munur er á því
hvað hjúkrunarfræðingar fræddu sjúklinginn
um og á því sem hann vildi fá að vita. Þess
vegna virðist fræðslan ekki gagnast sjúklingn-
um sem skyldi. Sömu niðurstöður sýnir rann-
sókn Karlik og Yarcheski (1987). f þeirri rann-
sókn töldu 80% sjúklinganna sig hafa fengið
bestu upplýsingarnar um daglegar athafnir eftir
kransæðastíflu frá hjúkrunarfræðingum, en
44% sjúklinganna töldu að þeir hefðu fengið
gagnlegustu upplýsingarnar um hvað hefði
komið fyrir þá frá læknum. Einnig kom fram
að sumir sjúklinganna fengu mesta fræðslu frá
öðrum sjúklingum.
Nemendur í námsbraut í hjúkrunarfræði við
Háskóla íslands gerðu könnun á fræðsluþörfum
kransæðasjúklinga á hjartadeild Landspítalans
(Anna Lilja Gunnarsdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir,
Sólveig Hauksdóttir og Steinunn Gunnars-
dóttir, 1985). Kannaðar voru fræðsluþarfir
kransæðasjúklinga og nánasta aðstandanda
þeirra. Spurningalisti var sendur heim nokkrum
vikum eftir útskrift af deildinni. Einnig voru
könnuð viðhorf lækna og hjúkrunarfræðinga
á hjartadeild Landspítalans til fræðsluþarfa
kransæðasjúklinga og hvernig fræðslan var
veitt. Niðurstöður þeirra sýndu að meirihluti
sjúklinganna taldi sig þurfa mjög mikla fræðslu
um mataræði, viðbrögð við hjartaverk, ein-
kenni kransæðastíflu og líkamshreyfingu. Yfir-
gnæfandi meirihluti sjúklinganna taldi sig ekki
hafa fengið mikla fræðslu um neinn þessara
þátta. Hins vegar töldu læknar og hjúkrunar-
fræðingar sig veita fræðslu um þessa þætti.
Sjúklingarnir töldu sig líka þurfa fræðslu um
ýmsa áhættuþætti, s.s. reykingar, háþrýsting og
háa blóðfitu, en aftur á móti lögðu þeir minni
áherslu á þætti eins og starfsemi hjartans, and-
legt álag og félagslega þætti. Sjúklingarnir fengu
litla eða enga fræðslu á rituðu máli en töldu það
vera áhrifaríkustu fræðsluaðferðina. Næstárang-
ursríkust fannst þeim fræðsla á töluðu máli.
Reynsla þeirra var að sú fræðsla væri yfirleitt
veitt á skýru og einföldu máli. í könnunni kom
einnig fram að meirihluti aðstandenda taldi sig
ekki fá neina fræðslu þó að meirihluti hjúkr-
unarfræðinganna teldi að fræðsluþörfum
aðstandenda væri sinnt.
Mikil breyting verður á lífsmynstri fjölskyld-
unnar þegar einhver innan hennar verður fyrir
því áfalli að fá kransæðastíflu. Makarnir segjast
stundum haldnir miklum kvíða og þunglyndi
eftir að sjúklingarnir útskrifast. Þeim finnst þeir
ekki fá nægar upplýsingar og stuðning frá heil-
brigðisstarfsfólki. Athyglin beinist öll að því að
fræða sjúklinginn þannig að fræðsla til maka
og ættingja vill gleymast (Thompson og Cordle,
1988).
Miller o.fl. (1989) könnuðu hvort 81 ein-
staklingur, sem fengið hafði kransæðastíflu,
breytti um lífsstíl eftir útskrift. Lagðar voru
spurningar fyrir sjúklingana áður en þeir út-
skrifuðust, þrjátíu og sextíu dögum eftir útskrift