Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
Niðurstöðurnar sýna að fræðsluþörf sjúkling-
anna er lítið eða ekki metin áður en fræðslan
er veitt. Helmingur sjúklinganna taldi sig vita
mikið eða töluvert um áhættuþætti kransæða-
stíflu áður en þeir fengu hana. Þrátt fyrir það
töldu þeir sig fá mesta fræðslu um áhættuþætti.
f könnuninni vildu 72% sjúklinganna ein-
staklingshæfða fræðslu, 60% vildu hópfræðslu,
55% vildu fræðslu á prentuðu máli og 52%
vildu fræðslu á myndbandi. Hér á landi hefur
fræðslan verið byggð á töluðu og prentuðu
máli. Því vekur athygli að 52% svarenda vilja
fá fræðslu á myndbandi. Þetta er í samræmi
við þær kenningar innan kennslufræðinnar að
fræðslan eigi að höfða til sem flestra skilningar-
vita (Whitman o.fl., 1986).
í þessari könnun er athyglisvert hversu fáir
eða 10% telja vinnuálag eða líkamlegt álag vera
sinn helsta áhættuþátt. í erlendum könnunum
er þetta hlutfall mun hærra eða um 32%
(Murray,1989). Þetta stingur í stúf við þá
umræðu að íslendingar vinni að meðaltali meira
en aðrar þjóðir. Einnig er athyglisvert að 50%
telja reykingar vera sinn áhættuþátt en erlendar
kannanir sýna þetta hlutfall mun lægra eða um
24% (Murray, 1989). Má vel velta því fyrir sér
hvort þetta háa hlutfall þeirra sem telja reyk-
ingar vera sinn áhættuþátt sé árangur fræðslu
og áróðurs um skaðsemi reykinga.
Fram kemur að 90% sjúklinga segjast breyta
um lífsstíl í kjölfar fræðslunnar en 10% ekki.
Þrátt fyrir að fræðsluþörfum sjúklinga sé alls
ekki fullnægt virðist sú fræðsla, sem þeir fá,
bera góðan árangur. Eins og sjá má á mynd 3
um árangur fræðslunnar kemur í ljós að af þeim
29 einstaklingum, sem telja reykingar vera sinn
Helmlldatkrá
Anna Lilja Gunnarsdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir, Sólveig Hauks-
dóttir og Steinunn Gunnarsdóttir (1985). Könnun á
frœðsluþörfum kransœöasjúklinga á hjartadeild Land-
spitalans. Óbirt BS - ritgerð: Háskóli íslands, námsbraut
í hjúkrunarfræði.
Chan, V. (1990). Content areas for cardiac teaching: patients’
perceptions of the importance of teaching content after
myocardial infarction, fournal of Advanced Nursing, 15,
1139 - 1145.
áhættuþátt, segjast 23 hætta að reykja. Af þeim
17 einstaklingum, sem telja offitu eða of hátt
kólesteról vera einn af sínum áhættuþáttum,
segjast 16 breyta um mataræði. Því má ekki
gleyma að sjúkdómurinn og mikill kvíði sem
fylgir honum getur haft áhrif á breyttan lífsstíl
eftir útskrift. Hafa ber í huga að einungis eru
liðnir 1-11 mánuðir frá því að viðkomandi fær
kransæðastíflu og útskrifast af hjartadeildinni
þar til hann svarar spurningalistanum. Á þess-
um tíma eru margir utanaðkomandi þættir sem
geta haft áhrif á þennan breytta lífsstfl. Sjúkl-
ingar, sem útskrifast eftir kransæðastíflu, eru
frá vinnu samkvæmt læknisráði í 2 - 3 mánuði,
en það getur skýrt hversu margir minnkuðu við
sig vinnu. Margir fara í endurhæfingu eftir
útskrift og gæti það skýrt hversu margir auka
við
sig hreyfingu. Því væri fróðlegt að kanna
síðar t.d. eftir 2 ár hjá sömu einstaklingum
hvort þetta breytta lífsmynstur sé enn þá til
staðar.
Alhæfingargildi þessarar könnunar er tak-
markað. Hins vegar er hægt að álykta út frá
niðurstöðum hennar fyrir úrtakið.
Niðurstöður könnunarinnar gefa vísbend-
ingu um hvað skortir á fræðslu sem veitt er
sjúklingum sem fengið hafa kransæðastíflu.
Könnunin gæti því komið að góðum notum við
undirbúning og skipulagningu fræðsluefnis
fyrir kransæðasjúklinga.
Sérstakar þakklr fá Margrét Björnsdóttlr, hjúkrunar-
framkvæmdastjórl á Borgarspftalanum, fyrlr góöar
lelöbelningar og frábæran stuönlng vlö gerö könn-
unarlnnarog Helgl Þórsson, hjá Reiknlstofnun Há-
skólans, fyrlr ómetanlega aðstoð vlð tölvuvlnnslu.
Garding, B.S., Kerr, J.C., og Bay, K. (1988). Effectiveness of a
program of information and support for myocardial infarc-
tionpatientsrecoveringathome.Heart&Lung, 17, 355-62.
Karlik, B.A., og Yarcheski, A. (1987). Learning needs of cardiac
patients: a partial replication study. Heart and Lung, 16,
544 - 551.
Lindsay, N., Judith, A., Jennrich og Biemolt, M. (1991). Pro-
grammed instruction booklet for cardiac rehabilitation
teaching Heart and Lung, 20, 648 - 653.