Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
i ■ n ■
Öll lyf >50% 50% <50% Öll lyf Annað
rangt lyfja lyfja lyfja rétt
tekin rangt rangt rangt tekin
tekin tekin tekin
MYND 4. Lyfjataka.
lyfið var afgreitt. Lyf, sem voru tekin inn eftir
þörfum (p.n. lyf), var heldur ekki hægt að meta.
Ef fyrirmæli á umbúðum svefnlyfja var skráð
,,fyrir svefn“ en ekki getið um eftir þörfum,
mátum við þau sem p.n. lyf ef einstaklingurinn
reyndist hafa tekið þau sjaldnar en á hverju
kvöldi. Aftur á móti skráðum við þau rangt tekin
ef um ofnotkun var að ræða.
Lyf, sem fólk var hætt að nota en var enn þá
með í fórum sínum, voru 126 talsins eða 24%
af heildarfjölda lyfja í könnuninni.
Það voru því 224 lyf sem hægt er að meta eða
41%. Af þessum 224 lyfjum voru ranglega tekin
153 lyfeða 71 %. Í90% tilfella varoflítið tekið
en ofnotkun var í 10% tilfella. Rétt tekinlyfvoru
71 eða 30% þeirra sem metin voru.
42 einstaklingar sáu alveg um sín lyf sjálfir,
eða 63 %. Aðstandendur tóku til lyf fyrir 20 þátt-
takendur og hjúkrunarfræðingar fyrir fimm ein-
staklinga. Níu einstaklingar tóku lyfin alveg rétt.
Aðstandendur tóku til lyfin fyrir sjö þeirra en
hjúkrunarfræðingar sáu alveg um lyfjagjöf
tveggja. 25 einstaklingar notuðu lyfin rangt að
hluta til. Af þeim tóku 19 einstaklingar til lyf sín
sjálfir. Aðstandendur tóku til lyfin í fimm til-
fellum og hjúkrunarfræðingur í einu tilfelli. í 31
tilfelli tók einstaklingurinn öll lyfin rangt inn.
Einstaklingurinn sá um sín lyf sjálfur í 21 þessara
tilfella, aðstandendur í átta og hjúkrunarfræð-
ingar tóku til lyf til einnar viku í senn hjá tveimur
einstaklingum (mynd 4).
Sjö eirístaklingar eða 10% fengu lyf lánuð hjá
öðrum. Tveir þeirra gerðu það í samráði við
lækni. Tveir einstaklingar lánuðu öðrum lyf.
Umfjöllun
Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar fer
fólk ekki eftir fyrirmælum læknis hvað varðar
lyfjatöku. Það hefur í fórum sínum töluvert af
lyfjum sem það er hætt að nota. Þekking eldra
fólks á lyfjum, sem það notar, er að jafnaði ónóg.
Það sama gildir um flesta þá sem aðstoða við
lyfjatökuna.
Röng lyfjataka aldraðra (van- eða ofnotkun)
er vandamál sem erfitt er að rannsaka og skil-
greina. Aldraðir, sem taka lyfin ekki rétt, eiga
á hættu að læknast ekki eða að sjúkdómi sé ekki
haldið í skefjum eins og til er ætlast. Fjölmargar
ástæður geta verið fyrir því að fólk fari ekki eftir
fyrirmælum læknis um lyfjatöku.
Ýmsar líkamlegar breytingar hjá öldruðum
geta komið í veg fyrir að þeir ráði við að taka