Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Jóna Siggeirsdóttir og Þórunn Pálsdóttir Nú eru tæplega þrjú ár síðan bann við reyking- um gekk í gildi á Ríkisspítölum. Áætlun stjórn- arnefndar Ríkisspítala var að afnema allar reyk- ingar nema reykingar sjúklinga sem kynnu að fá undanþágu frá banninu (Ása Guðmunds- dóttir o. fl., 1990). Á geðdeildunum voru og eru mjög skiptar skoðanir meðal starfsmanna um það hvort slíkt bann sé framkvæmanlegt eða ekki. Oft hefur verið litið þannig á að geð- sjúklingar geti ekki takmarkað reykingar sínar. Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur haft áhyggjur af því að takmörkun á reykingum kunni að hafa slæm áhrif á meðferð (Erwin og Biordi, 1991). í rannsókn sem Smith og Grant (1989) gerðu, þar sem miðað var við að draga úr reykingum á geðdeild og skoða þau vanda- mál sem upp kynnu að koma við að breyta reglum um reykingar, kom fram að starfsfólkið sá fyrir mun fleiri vandamál en raun varð á. Niðurstaða þeirra varð sú að geðsjúklingar gætu dregið úr reykingum sínum engu síður en fólk almennt. Jóna Siggeirsdóttir lauk námi frá námsbraut í hjúkrunarfrceöi árið 1977 og stundaði nám í geð- hjúkrun við lowaháskóla, Bandarikjunum, 1980. Frá árinu 1987 hefur hún verið verkefnisstjóri við geðdeild Landspítalans. Þórunn Pálsdóttir lauk prófi frá Hjúkrunarskóla fslands árið 1960 og geð- hjúkrunarnámi frá Statens Special Skole í Noregi árið 1966, stundaði stjórnunar- nám við Royal College of Nursing í London 1971 - 1972 og nám í Kennara- háskóla fslands 1977 - 1979. Hefur verið hjúkr- unarforstjóri geðdeildar Landspítalans frá 1970. Aðferö Síðastliðin þrjú ár hefur farið fram mat á hjúkr- unarþjónustu á geðdeildum Landspítalans. Mat þetta fór þannig fram að spurningalisti var lagður fyrir alla sjúklinga deildanna nema á tveimur barnadeildum, einni langlegudeild og göngudeildum. Verkefnastjóri fór á hverja deild spítalans í febrúar og mars 1991, 1992 og 1993, lagði listann fyrir og aðstoðaði sjúklinga ef þörf krafði. Til úrtaksins töldust þeir sjúklingar sem voru á deildinni þann dag sem spyrjandi kom. Árið 1991 var svörun 80,6%, 1992 var hún 78%. í febrúar 1993 voru samtals 210 sjúkl- ingar á þessum deildum, 174 svör voru nýtileg eða 82,8% svörun. Skipting úrtaksins eftir kyni kemur fram í töflu 1. Eins og sjá má er hlutfall karla mun hærra en kvenna. Tafla 1. Skipting úrtaks sjúklinga eftir kyni 1991 1992 1993 karlar 68,6% 67,1% 55,7% konur 31,4% 32,9% 44,3% Reykingabann meðal sjúklinga geðdeildar Landspítalans Niðurstöður könnunar þessarar, sem gerð var meðal allra sjúklinga á geðdeild Landspítalans í febrúar og mars árin 1991, 1992 og 1993, sýna að reykingar eru miklar meðal sjúklinga geðdeildarinnar. Þannig reyktu árið 1991 71,2%, 1992 72,9% og 1993 66,9% aðspurðra sjúklinga. Viðhorf þeirra til reykingabanns á stofnuninni hafa lítið breyst frá því reykingabanni var komið á.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.