Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 1988. Sœmd hinni íslensku fálkaorðu af Vigdísi, forseta, ásamt Þórarni Guðnasyni, lcekni. Hjúkrunarforstjóri á Akureyri ásamt Guðfinnu Thorlacius hjúkrunarkennara. Ég gekk í Menntaskólann á Akureyri, lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1941. í skólanum var þriggja vetra gagnfræðanám og þriggja vetra menntadeild sem lauk með stúdentsprófi. Það var ekki mikið rætt heima fyrir að ég héldi áfram námi og lyki stúdentsprófi. Því hefl ég alltaf séð eftir, og eftir að ég kom til Reykjavíkur fór ég í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. Það má nefna ýmislegt sem sýnir tíöarandann á þessum árum og aðstöðu fólks til að mennta börn sín. Þetta voru stríðstímar. Mikil kreppa hafði ríkt hér sem og erlendis. íslendingar voru að byrja að rétta úr kútnum, farnir að sjá peninga. Við vorum sex systkinin, pabbi var kennari og hafði lítil efni á að kosta allan sinn barnahóp til langskólanáms. Þá þótti það eðlilegra að bræður mínir héldu áfram námi en ég. Þrír þeirra luku háskólanámi og tveir iðnnámi. Ég var miklu betri í raungreinum, stærðfræði og efnafræði, en málum. Ég hefði því farið í stærðfræði- deild ef ég hefði haldið áfram í skólanum. Það þótti ekki beinlínis kvenlegt eða skynsamlegt fyrir stúlkur í þá daga. Örfáar stúlkur höfðu farið í stærðfræðideild. í mínum bekk héldu aðeins þrjár stúlkur áfram námi, allar í máladeild. Nokkrum árum síðar fjölgaði verulega stúlkum í skólanum og nú er svo komið að fleiri stúlkur en piltar halda áfram menntaskólanámi. Tíðarandinn hefur gjörbreyst hvað skólagöngu og starfsval kvenna snertir enda langt um liðið og ekki vanþörf á breytingum. Ehthvorn veglnn U leUln I hjúkrun og þaöan belnt / stöðu hjúkrunarforstjóra Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyrl. Hvernlg gerðlst það? Ekki veit ég hvort það var tilviljun eða forlög. Ég er ekki ein þeirra sem höfðu brennandi áhuga á hjúkrun. Sem unglingi datt mér það starf aldrei í hug og nálægt spítala eða sjúklingum hafði ég varla komið. Ég fór í íþróttakennaraskóla og kenndi síðan iþróttir í fjögur ár. Á Siglufirði í eitt ár og síðan í Reykjavík. Á eftir v

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.