Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 mér að breyta til og þar sem öll mín fjölskylda var komin til Reykjavíkur eða útlanda fannst mér tilvalið að reyna annað. Þegar ég var við nám í Danmörku kynntist ég þvf að á hinum Norðurlöndunum öllum störfuðu hjúkrunarfræðingar í heilbrigðisráðuneytum. Eli Magnusson, yfirmaður hjúkrunarmála í Sunheds- styrelsen í Kaupmannahöfn, ræddi við mig um möguleika á að hjúkrunarfræðingur starfaði í heilbrigðisráðuneyti á íslandi en farið var að huga að því hér heima. Ég gerði mér ferð suður og ræddi við fyrsta ráðherrann í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, Eggert G. Þorsteinsson, um hvort það væri til umræðu að hjúkrunarfræðingur starfaði þar. Hann hafði ekki heyrt þess getið en sagðist myndu athuga það nánar. Hann sagði að ráðuneytið væri í mótun en þar sem hjúkrunarmál væru stór þáttur heilbrigðismála þætti sér eðlilegt að í ráðuneytinu sinnti ákveðinn aðili þeim. Hann skyldi láta mig vita hvaða stefna yrði tekin. Það var ágætt að ræða við ráðherra, og ég man að hann tók af mér loforð um að yrði staða hjúkrunarfræðings í ráðuneytinu auglýst til umsóknar myndi ég sækja um hana. Hann var svolítið sposkur á svipinn og sagðist ekki vilja auglýsa stöðu sem enginn myndi sækja um. Auglýsingin kom nokkru síðar. Þar var auglýst eftir fulltrúa sem lokið hefði námi í hjúkrunarfræði. Bæði María Pétursdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, og Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, hvöttu mig til þess að sækja um stöðuna. Ég hlaut hana og mér er minnisstætt að ég lækkaði um fimm launaflokka við að skipta um starf. Til þess að bæta mér það svolítið upp gerði Magnús Kjartansson, sem þá var orðinn heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, mig að deildarstjóra. Það var fyrsta deildarstjórastaða í ráðuneytinu. Við það hækkaði ég um tvo launaflokka. Svona er að vera í starfi hjá Stjórnarráði íslands, þar verða fáir rikir. En það hætti að skipta mig miklu máli. Mér þótti fljótlega mjög vænt um þetta starf sem fyrir nokkrum árum var gert að skrifstofustjórastöðu. Þessi deildarstjórastaða var sú fyrsta sem kona sat í Stjórnarráðinu og engin kona sat í stöðu ráðuneytisstjóra. Nú er ein kona ráðherra, tvær konur ráðuneytis- stjórar, nokkrar skrifstofustjórar og margar deildarstjórar. Það er ánægjuleg þróun. Vakti þessi stöðuveiting athygli? Skipti það máii að hjúkrunarfræðingi ver falið sterfið en ekki einhverjum með ennen bakgrunn? Ekki minnist ég þess að þessi breyting á stöðu minni úr fulltrúa- í deildarstjóra- stöðu vekti mikla eftirtekt. Þó man ég að Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, sem þá var aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók við mig viðtal fyrir 19. júní blaðið. Hún tók viðtal við nokkrar konur í stöðum sem henni fannst að ætti að kynna. Adda Bára hefur alltaf verið baráttumaður um hagi kvenna og glaðst ef þær ná einhverjum framgangi eða bættum kjörum. Þú spyrð hvort það hafi skipt máli að ég var hjúkrunarfræðingur. Já, svo sannarlega, enda var mér ætlað að sinna þeim málum í ráðuneytinu. Ráðuneytið var mjög fámennt fyrstu árin. Páll Sigurðsson, fyrrum tryggingayfirlæknir, var ráðuneytisstjóri og fyrstu mánuðina vorum við einu starfsmennirnir sem komið höfðu nálægt heilbrigðismálum. Ég undanskil tryggingamálin. Þau sá skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, Jón Ingimarsson, lögfræðingur, um. Nokkru síðar kom lyfja- fræðingur til starfa og smám saman var bætt við starfsliðið lögfræðingum, félags-

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.