Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 46 vistrýmum og þeir sem flytjast inn á heimilin nú eru verr á sig komnir en áður var. Eldra fólk reynir með aðstoð frá heilsugæslustöðvum og heimilishjálp, ættingjum og vinum að vera eins lengi á heimilum sínum og það hefur heilsu til. Finnst þér störf þin i þigu hjúkrunar hafa veriö metin að verðleikum? Þessu svara ég hiklaust játandi. Hinn 1. janúar 1988 var ég sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að heilbrigðis- og félagsmálum og bæði hjúkrunarfélögin hafa gert mig að heiðursfélaga sínum. Maður rís varla undir því, hvað þá meiru. En ég er þakklát fyrir þessar viðurkenningar og met þær sem hjúkrunarfræðingur. Ég fagna því alltaf þegar hjúkrunarfræðingar fá viðurkenningu fyrir störf sín, hvort heldur það er ég eða aðrir. Hvaö biöur eftirmanns þins? Mörgum þeirra starfa, sem ég hefi nú með höndum, mun eftirmaður minn sinna. Hins vegar er ýmislegt að baki og ný viðfangsefni komin í þeirra stað. Ég tók þátt í ákveðinni uppbyggingu og það var mjög ánægjulegt. En heilbrigðismálin eru margþætt og þau eru sífellt í endurskoðun. Nýir vendir sópa best og nú er þörf á góðum hjúkrunarfræðingi til þess að taka við af mér. Ég vona að hann komi með ný viðhorf, nýja þekkingu, nýjan skilning og hver sem hann verður óska ég honum heilla og blessunar í starfi. Mér hefur liðið mjög vel í starfi mínu í ráðuneytinu. Ég hefi átt því láni að fagna að eiga góða yfirmenn, ráðherra og ráðuneytisstjóra, og gott samstarfsfólk. Auðvitað yfirgefur maður ekki slíkan vinnustað án eftirsjár, en það er dýrmætt að eiga góðar endurminningar. B ORG ARSPÍ T ALINN Hjúkrunarfræðingar Á Borgarspítalanum eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum. Hjúkrunarfræðngar spítalans hafa frumkvæði að fjölmörgum faglegum verkefnum og þeim gerst kostur á að taka þátt í lifandi þróunarstarfi. Borgarspítalinn er einn stærsti spítali landsins og hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Hann er aðalbráðaspítalinn og veitir landsmönnum slysaþjónustu allan sólarhringinn. Borgarspítalinn er skemmtilegur og líflegur vinnustaður. Verið velkomin og leitið nánari upplýsinga hjá Ernu Einarsdóttur/Lauru Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóra starfsmannaþjónustu í síma 696356.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.