Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Starfsemi heilsugæslustöðvarinnar er með hefðbundu sniði, hún spannar alla þá þætti sem við þekkjum hér á landi, s.s. ungbarnaeftirlit, mæðraeftirlit o.s.frv. Þar að auki er umfangs- mikil starfsemi þar sem stuttbylgjur og önnur álíka tækni er notuð til lækninga á ýmsum kvillum, t.d. gigtarsjúkdómum. Heilsugæslu- stöðin þjónar stóru svæði með u.þ.b. 60 þús. manns, þar af eru um 20 þús. börn. Einn hjúkr- unarfræðingur er á hverja 1600 íbúa. Það vakti athygli okkar, er við skoðuðum stöðina, hve lítið .líf” var þar, þ.e. hvað fáir voru að leita þjónustu. Þegar litið var inn í vinnuherbergi hjúkrunarfræðinganna voru þau tóm eða þeir sátu og lásu blöðin, það virtist sem allir biðu eftir að dagurinn liði. Þetta er án efa afleiðing yfirmönnunar, tækjaskorts, lyfja- og hjúkrunargagnaskorts. í viðtali við hjúkrunar- fræðinga á stöðinni kom í ljós að stærsta vanda- málið er að fá skjólstæðingana í stöðina. Á hinn bóginn voru húsakynni mjög hrein og greini- lega hugsað vel um þau mál. Næst skoðuðum við bráðasjúkrahúsið í Vilníus. Þetta sjúkrahús hefur aðeins verið rekið í 2 ár. Byggingin orkaði frekar kuldalega á okkur líkt og allar aðrar byggingar sem við skoðuðum. Þarna er reyndar hátt til lofts og vítt til veggja en mikið pláss fer í endalausa ganga sem gjarnan eru gluggalausir, veggirnir grá- málaðir og auðir, jafnvel var að finna fúkkalykt og raka. Á bráðasjúkrahúsinu heimsóttum við almenna deild, skurðdeild og gjörgæslu. Deild- irnar voru dökkar og ljós alls staðar slökkt (sparnaður). Hvergi var aðstaða fyrir sjúklinga utan sjúkrastofa og sú skýring gefin að veikt fólk lægi í rúminu og þyrfti því engar setu- stofur. Þetta svar endurspeglar svolítið hjúkrun- ina á staðnum. Aðstandendur verða að færa sjúklingunum mat annars fá þeir ekki þær lág- markshitaeiningar sem þeir þurfa til að viðhalda þyngd sinni. Á þessu sjúkrahúsi er sami skortur- inn á tækjum og lyfjum eins og alls staðar í Litháen. Inni á gjörgæsludeildinni voru gamlir hjartamonitorar, sem sennilega voru ónothæfir, og var þá tækjabúnaðurinn upptalinn fyrir utan blóðþrýstingsmæli. En tæki eru ekki allt í hjúkrun, ef grunnþörfum sjúklingsins er sinnt. En oft reynist það erfitt, t.d. er ekki mikið lagt upp úr persónulegu hreinlæti enda er heitt vatn skammtað á sjúkrahúsum sem annars staðar. Sjúkrahúsið er rekið af læknum. Þó er þar starfandi hjúkrunarforstjóri en hann hefur takmarkað vald. Á næsta ári eru ráðgerðar breytingar á lögum um rekstur sjúkrahúsa. Samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarfræð- ingi, sem vinnur í heilbrigðisráðuneytinu í Vilníus, hafa hjúkrunarfræðingar ekki brugðist nógu vel við til að hafa áhrif á þessar breytingar og vinnur hún nú ötulleg að því að koma á fót hjúkrunarráði innan hverrar stofnunar. Á þessu tiltekna sjúkrahúsi er starfstími hjúkrunarfræð- inga stuttur. Á síðastliðnu ári hættu 150 hjúkr- unarfræðingar við sjúkrahúsið vegna lélegra launa og vinnuaðstöðu. Gjörgæsluvinnan er einna óvinsælust. í dag eru 200 stöðugildi fyrir hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu en vegna manneklu í þeirra röðum vinna læknanemar sem hjúkrunarfræðingar. Næst heimsóttum við elliheimili. Þetta var mjög ,,fínt“ elliheimili sem hafði áður þjónað aðalsmönnum úr hernum. Það voru bæði almennar deildir með herbergjum fyrir einstakl- inga og hjón svo og einkadeildir þar sem fólk borgaði fyrir stærri herbergi og meiri gæði. Herbergin voru öll með salerni auk ísskáps. Við hittum nokkra vistmenn, þar á meðal mann sem hafði verið í 40 ára útlegð í Siberíu. Hann sat og skrifaði beiskar endurminningar sínar. Einnig hittum við fólk sem hafði búið í Banda- ríkjunum eða Kanada og var komið heim aftur til að eyða ævikvöldinu í heimalandi sínu. Töluvert er um að Litháar, sem flýðu til Banda- ríkjanna og Kanada, snúi heim, eftir áratuga fjarveru. (Þess má geta að sjúkdómsgreiningin Alzheimer er ekki þekkt í Litháen!) Eftir heimsóknina á elliheimilið lá leiðin í hjúkrunarskólann. Þar opnuðust augu okkar og skilningur á því sem við höfðum áður séð á heilbrigðisstofnununum. Orðið hjúkrun er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.