Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 51
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
Herdís Sveinsdóttir, dósent, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði, HÍ
Fréttir frá Háskóla íslands,
námsbraut í hjúkrunarfræöi
/ námsbraut í hjúkrunarfrœöi við Háskóla íslands hafa átt
sér stað margháttaðar breytingar á undanförnum árum. Ég
veit að hjúkrunarfrceðingar hafa mikinn áhuga á mennt-
unarmálum sínum og mun ég hér í stuttu máli gera grein
fyrir því sem er á döfinni hjá námsbrautinni.
Breytingar á námsskrá
Nemendur, sem brautskrást frá hjúkrunarnáms-
brautinni vorið 1994, verða síðasti hópurinn
sem hlýtur sína grunnmenntun í hjúkrunar-
fræði samkvæmt þeirri námsskrá sem að megin-
stofni hefur verið fylgt frá því fyrsti hópur
hjúkrunarnema hóf nám haustið 1973- Rúmlega
700 hjúkrunarfræðingar hafa þá lokið
Baccalaureorum Scientiarum prófí í hjúkrunar-
fræði samkvæmt þeirri námsskrá.
Ný námsskrá var tekin í notkun við náms-
braut í hjúkrunarfræði haustið 1991. Undirbún-
ingur þeirra breytinga hafði staðið yfir um
nokkurra ára skeið og er það von kennara í
hjúkrunarfræði að þær breytingar, sem gerðar
hafa verið á námi hjúkrunarnema, verði
farsælar.
Vlöbótar- og endurmenntun
31. desember 1989 var Nýi hjúkrunarskólinn
(NHS) lagður niður en þar hafði um 18 ára skeið
verið boðið upp á framhaldsnám fyrir hjúkr-
unarfræðinga. Námsbraut í hjúkrunarfræði
hafði áður verið falið að taka við verkefnum
skólans. Fyrsta verkefni námsbrautarinnar tengt
viðbótar- og endurmenntun var að ljúka námi
í svæfingahjúkrun og skurðhjúkrun sem hófst
í NHS. Nemendur útskrifuðust úr því námi í
nóvember 1990. Haustið 1991 hófst fyrsta
viðbótarnámið sem skipulagt var af námsbraut í
hjúkrunarfræði. Var það nám í bráðahjúkrun
og luku 14 hjúkrunarfræðingar því námi. í
janúar s.l. hófst svo viðbótarnám ígeðhjúkrun
og eru 11 hjúkrunarfræðingar í fullu námi. Að
auki sitja nokkrir hjúkrunarfræðingar einstök
námskeið.
Áætlað er að viðbótarnám í barna- og
unglingahjúkrun hefjist í janúar 1994 og verður
það auglýst á haustmisseri.
Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um frekara
viðbótarnám, en félög skurð- og svæfingar-
hjúkrunarfræðinga hafa lagt áherslu á mikilvægi
þess að viðbótarnám í þeirra sérgreinum hefjist
innan tíðar.
Boðið hefur verið upp á sérskipulagt B.S.
nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa
háskólapróf í hjúkrunarfræði en æskja þess.
Nokkur aðsókn hefur verið í þetta nám og hafa
14 hjúkrunarfræðingar þegar lokið því.
Fjöldatakmarkanir I námsbraut í
hjúkrunarfræöl
í desember 1992 var námsbraut í hjúkrunar-
fræði veitt heimild í reglugerð til að takmarka
fjölda þeirra stúdenta sem halda áfram námi að
loknum prófum haustmisseris 1. námsárs.
Stjórn námsbrautar í hjúkrunarfræði fór fram
á þessa heimild í ljósi reynslu s.l. vetrar þegar
90 nemendur voru skráðir á 3. námsári. Til að
allur þessi fjöldi nemenda gæti lokið klínísku
námi varð námið að hefjast mjög snemma s.l.
haust. Það reyndist afar illa því nemendur