Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
í þessu sambandi má geta þess að kostnaður á
nemanda í Hjúkrunarskóla íslands síðasta heila
starfsár skólans (1985) var 285 þús. kr.
Árið 1992 námu útgjöld námsbrautar íhjúkr-
unarfræði 66,5 m. kr. Fjárveiting hljóðaði upp
á 56,6 m. kr. Helmingur rekstrarhalla, eða 4,5
m. kr., var færður á milli áraánámsbrautíhjúkr-
unarfræði. Á árinu 1992 var mikið sparað í hjúkr-
unarfræðinni. Svo til engum eyri var eytt í rann-
sóknir kennara (kennarar annarra deilda Há-
skólans búa ekki við þannig aðstæður), fjölgað
var í umræðuhópum í klfníska náminu (það
reyndist ógerlegt að halda því til streitu lengur
en eitt misseri), fyrirkomulagi verknáms í líf-
eðlisfræði var breytt til aukinnar hagræðingar
(tekið skal fram að það var einungis gert hjá
hjúkrunarfræðinemum), komið á ódýrari
kennslu í stóru klínísku námskeiðunum. Svo
mætti lengi telja. Þrátt fyrir þennan sparnað fór-
um við 9 m. kr. fram úr fjárveitingum, sem sýnir
aðeins eitt. Fjárveitingar voru svo naumar að
okkur var engan veginn fært að vera innan
þeirra. Þess má og geta að fjórir kennarar náms-
brautarinnar voru í rannsóknarleyfum og
nokkrir íbarnsburðarleyfum, eða sem svarar 1,5
stöðu. Barneignir kennara í námsbraut í hjúkr-
unarfræði koma beint niður á fjárveitingum til
hjúkrunarkennslu því námsbrautin fær ekki
aukafjárveitingu vegna barnsburðarleyfa þeirra.
Fjarveitingar til viöbótar- og endur-
menntunar
Flutningur á starfsemi NHS yfír í Háskóla íslands
virðist eftir á að hyggja hafa verið stórslys. Við-
bótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga var
lögð af með lokun skólans. Margra ára baráttu
hjúkrunarfræðinga fyrir framhaldsnámi hér
heima og 18 ára farsælt starf NHS var skorið í
burtu undir því yfirskini að um flutning á starf-
semi yrði einungis að ræða. Reyndin er hins
vegar sú að ekki hafa fengist fjárveitingar til að
reka viðbótar- og endurmenntun hjúkrunar-
fræðinga innan vébanda námsbrautar í hjúkr-
unarfræði. Framreiknaður kostnaður við rekstur
Nýja hjúkrunarskólans fyrir árið 1985 er um 23
m. kr. Kostnaður á hvern hjúkrunarfræðing í
viðbótar- og endurmenntun í dag er um 74 þús.
kr. Árið 1985 var framreiknaður kostnaður á
hvern hjúkrunarfræðing í viðbótar- og endur-
menntun 390 þús. kr. Þá var að vísu í gangi
námsleið fyrir ljósmæður í hjúkrunarnámi, sem
reyndist mjög dýrt nám, en það er sama, árið
1989 var kostnaður á hvern nemanda í NHS 316
þús. kr.
f fjárlagatillögum fjármálanefndar Háskóla
íslands fyrir árið 1993 stendur: ,,með yfirtöku
Nýja hjúkrunarskólans jukust umsvif náms-
brautarinnar mjög en fjárveitingar ekki að sama
skapi, og miðað við núverandi fjárveitingar er
ekki hægt að halda uppi kennslu í viðbótar-
og framhaldsnámi á haustmisseri 1992“ og að
„þeim viðbótarverkefnum (viðbótar- og endur-
menntun hjúkrunarfræðinga) sem námsbrautin
leggur til að komið verði á laggirnar verður ekki
komið fyrir innan fjárveitingarammans að svo
stöddu.“ Hvað varð um þær milljónir sem veitt
var til viðbótar- og endurmenntunar hjúkrunar-
fræðinga á meðan NHS var starfandi?
Ég vil upplýsa hjúkrunarfræðinga um að stjórn
námsbrautar í hjúkrunarfræði neitar alfarið
að taka þá ákvörðun að ekki verði boðið upp á
viðbótarnám. Það er afstaða stjórnarinnar að
Menntamálaráðuneytið hafi falið námsbraut-
inni þetta verkefni og því mun verða sinnt.
Það er ráðuneytisins að útvega fjármagn til
verkefnisins.
Rannsóknir
Rannsóknir í hjúkrunarfræði hafa eflst mjög á
undangengnum árum. í Rannsóknaskrá Háskóla
íslands, sem kemur út á tveggja ára fresti, er að
finna upplýsingar um rannsóknir í hjúkrunar-
fræði. Einnig er reglulega greint frá rannsókn-
um í hjúkrunarfræði á síðum Fréttabréfs í
hjúkrunarfræði, sem ég hvet hjúkrunarfræðinga
eindregið til að gerast áskrifendur að. í málstofu í
hjúkrunarfræði, sem haldin er síðasta mánudag
hvers mánaðar yfír vetrartímann, eru hjúkrunar-
rannsóknir einnig kynntar.